Hvergerðingur fann systur sína í Orlando eftir 73 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2020 19:15 Það urðu heldur betur fagnaðarfundir í Orlondo um jólin þegar maður úr Hveragerði hitti í fyrsta skipti hálfsystur sína. Hann er 73 ára og hún 79 ára. Vilhjálmur Auðunn Albertsson og fjölskylda hans áttu sín bestu jól í Orlando í Bandaríkjunum um jólin. Börn Vilhjálms og konu hans höfðu fengið þau með sér út til að njóta lífsins þar með stórfjölskyldunni en ekki hafði Vilhjálmi grunað að í ferðinni ætti hann eftir að hitta systur sína, sem býr nálægt Orlando, 79 ára og heitir Nancy. Börn Vilhjálms höfðu undirbúið að þau myndu hittast. Vilhjálmur var ættleiddur sem ungbarn en fann íslenska blóðmóður sína þegar hann var um tvítugt. Faðir hans hafði verið hermaður á Íslandi 1946 en hann lést 1984. Viilhjálmur og Nancy, systir hans. Eins og sjá má þá er mikill svipur með þeim.Einkasafn Kolbrún, dóttir Vilhjálms var allt í öllu við skipulagningu hittingsins, hún lýsir hér deginum þegar systkinin hittust í fyrsta skipti á ævinni. „Ég var alveg að missa mig úr spenningi, reyna að láta á engu bera. Síðan renna tveir bílar í hlaðið. Annar með systur hans pabba og dóttur hennar og hinn með frænkunni. Ég labba út til að taka á móti þeim og pabbi kemur bara rétt á eftir mér. Svo sé ég bara, það renna bara tárin, þetta var svo magnað, þau tengdust bara strax, þau eru svo ótrúlega lík, þau hafa sama húmor. Þó að pabbi skilji varla ensku þá gat hann samt verið að fíflast í henni. Þetta var bara dásamlegt“, segir Kolbrún. Kolbrún var allt í öllu með systkinum sínum að plotta hittinginn hjá pabba þeirra og systur hans í Orlando.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig tilfinning var að hitta systur sína eftir öll þessi ár? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, þetta var svo stórkostlegt, maður var bara orðlaus“, segir Vilhjálmur og bætir því við að hann eigi eina hálfsystur í viðbót erlendis en hann viti lítið sem ekkert meira um hana. Bandaríkin Hveragerði Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Sjá meira
Það urðu heldur betur fagnaðarfundir í Orlondo um jólin þegar maður úr Hveragerði hitti í fyrsta skipti hálfsystur sína. Hann er 73 ára og hún 79 ára. Vilhjálmur Auðunn Albertsson og fjölskylda hans áttu sín bestu jól í Orlando í Bandaríkjunum um jólin. Börn Vilhjálms og konu hans höfðu fengið þau með sér út til að njóta lífsins þar með stórfjölskyldunni en ekki hafði Vilhjálmi grunað að í ferðinni ætti hann eftir að hitta systur sína, sem býr nálægt Orlando, 79 ára og heitir Nancy. Börn Vilhjálms höfðu undirbúið að þau myndu hittast. Vilhjálmur var ættleiddur sem ungbarn en fann íslenska blóðmóður sína þegar hann var um tvítugt. Faðir hans hafði verið hermaður á Íslandi 1946 en hann lést 1984. Viilhjálmur og Nancy, systir hans. Eins og sjá má þá er mikill svipur með þeim.Einkasafn Kolbrún, dóttir Vilhjálms var allt í öllu við skipulagningu hittingsins, hún lýsir hér deginum þegar systkinin hittust í fyrsta skipti á ævinni. „Ég var alveg að missa mig úr spenningi, reyna að láta á engu bera. Síðan renna tveir bílar í hlaðið. Annar með systur hans pabba og dóttur hennar og hinn með frænkunni. Ég labba út til að taka á móti þeim og pabbi kemur bara rétt á eftir mér. Svo sé ég bara, það renna bara tárin, þetta var svo magnað, þau tengdust bara strax, þau eru svo ótrúlega lík, þau hafa sama húmor. Þó að pabbi skilji varla ensku þá gat hann samt verið að fíflast í henni. Þetta var bara dásamlegt“, segir Kolbrún. Kolbrún var allt í öllu með systkinum sínum að plotta hittinginn hjá pabba þeirra og systur hans í Orlando.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig tilfinning var að hitta systur sína eftir öll þessi ár? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, þetta var svo stórkostlegt, maður var bara orðlaus“, segir Vilhjálmur og bætir því við að hann eigi eina hálfsystur í viðbót erlendis en hann viti lítið sem ekkert meira um hana.
Bandaríkin Hveragerði Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Sjá meira