Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2020 13:24 Páll er sannfærður um að betri umsækjandinn hafi orðið fyrir valinu og það er ekki Ólína. visir/vilhelm Páll Magnússon þingmaður, sem á sæti í Þingvallanefnd, telur líklegt að ríkissjóður eigi endurkröfurétt á hendur Capacent vegna bóta sem dæmdar voru til handa Ólínu Þorvarðardóttur í tengslum við umsókn hennar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Ólínu voru dæmdar 20 milljónir króna í bótagreiðslu af hálfu ríkisins en kærunefnd jafnréttismála taldi að gengið hafi verið fram hjá henni þegar Einar Á. E. Sæmundsen var ráðinn til að gegna stöðunni. Ósætti var innan Þingvallanefndar við málsafgreiðslu og sagði Oddný G. Harðardóttir sig úr henni vegna málsins. Hún segir á Facebooksíðu sinni í gær, þegar niðurstaðan lá fyrir, að störfin hafi einkennst af fúski. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, vill ekki gefa kost á viðtali vegna málsins en Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir í samtali við fréttastofu að mistök hafi átt sér stað í ráðningaferlinu. Láðst hafi að skrá huglægt mat sem lá til grundvallar afstöðu meirihluta nefndarinnar. Segir Capacent bera ábyrgð á klúðrinu Páll segir þetta rétt en hafa beri hugfast að úrskurðurinn lúti ekki að því hvort hafi verið hæfari. Hann segir að í hlutlæga matinu hafi svipað verið á komið með umsækjendunum tveimur. „Úrskurður úrskurðarnefndarinnar lýtur að því, varðandi huglæga hlutann, að þá hafi þess ekki verið gætt að skrá niður þá þætti sem komu til álita meirihlutanefndarinnar varðandi huglæga partinn. Þar með, af því að þeirri skráningu var áfátt, sé ekki hægt að sannreyna hvaða huglægu þættir lágu til grundvallar niðurstöðunni. Það er túlkað Ólínu í hag með þessum hætti,“ segir Páll. Ari Trausti er formaður nefndarinnar en hann hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu um málið.visir/vilhelm Um þetta fjallar úrskurður úrskurðarnefndarinnar. Ekki hvort sé hæfara. Og það sem meira er, Páll segir það sæta furðu að þessi ágalli hafi verið á málsmeðferðinni. „Ég lít svo á að ríkissjóður hljóti að eiga endurkröfurétt með einhverjum hætti á þessa upphæð og þá á þá ráðningarskrifstofu sem sérstaklega var fengin til þess, gegn greiðslu, að sjá til þess að formskilyrðum þessarar málsmeðferðar yrði fullnægt. Þar með skráningu á þeim huglægu þáttum sem réðu afstöðu meirihluta nefndarinnar en láðist að skrá niður að mati úrskurðarnefndarinnar.“ Ráðningarskrifstofan sem sá um ráðningarferlið er Capacent, sem sér reyndar einnig um umdeilt ráðningarferli á útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Viss um að betri umsækjandinn varð fyrir valinu Ólína telur ráðninguna pólitíska, hún telur til að mynda Pál hafa verið búinn að gera upp sinn hug og hefur það til marks um þá kenningu að hann var ekki viðstaddur þegar umsækjendur fluttu sína framsögu fyrir Þingvallanefndinni. Oddný sagði sig úr Þingvallanefndinni vegna málsins á sínum tíma. Hún segir afgreiðsluna hafa einkennst af fúski.visir/vilhelm Páll segir þetta rétt. En hann hafi verið búinn að kynna sér til hlítar öll gögn málsins og hann hafi að auki starfað með bæði Einari og Ólínu. Þó langt sé um liðið hvað Ólínu varðar. „Það vill þannig til. Ég var búinn að fara yfir allar hlutlægu niðurstöðurnar frá Capasent, hvernig umsækjendur skoruðu á því sem var mælanlegt. Hlutlægu niðurstöðum hafi Einar skorað aðeins hærra en þau voru svipuð, bitamunur en ekki fjár.“ Páll segir að af óviðráðanlegum orsökum sem tengjast ferðalögum hafi hann ekki náð í samtalapartinn fyrr en of seint. Ef hann hefði vitað það hefði hann kallað til varamann sinn í nefndinni. „Ég mætti reyndar Ólínu þegar ég kom á fund nefndarinnar og hún á leið úr samtalinu. En, svo taldi ég mig ekki þurfa það til að meta hæfni þeirra – ég er sannfærður um að hæfari umsækjandinn varð fyrir valinu,“ segir Páll. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Páll Magnússon þingmaður, sem á sæti í Þingvallanefnd, telur líklegt að ríkissjóður eigi endurkröfurétt á hendur Capacent vegna bóta sem dæmdar voru til handa Ólínu Þorvarðardóttur í tengslum við umsókn hennar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Ólínu voru dæmdar 20 milljónir króna í bótagreiðslu af hálfu ríkisins en kærunefnd jafnréttismála taldi að gengið hafi verið fram hjá henni þegar Einar Á. E. Sæmundsen var ráðinn til að gegna stöðunni. Ósætti var innan Þingvallanefndar við málsafgreiðslu og sagði Oddný G. Harðardóttir sig úr henni vegna málsins. Hún segir á Facebooksíðu sinni í gær, þegar niðurstaðan lá fyrir, að störfin hafi einkennst af fúski. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, vill ekki gefa kost á viðtali vegna málsins en Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir í samtali við fréttastofu að mistök hafi átt sér stað í ráðningaferlinu. Láðst hafi að skrá huglægt mat sem lá til grundvallar afstöðu meirihluta nefndarinnar. Segir Capacent bera ábyrgð á klúðrinu Páll segir þetta rétt en hafa beri hugfast að úrskurðurinn lúti ekki að því hvort hafi verið hæfari. Hann segir að í hlutlæga matinu hafi svipað verið á komið með umsækjendunum tveimur. „Úrskurður úrskurðarnefndarinnar lýtur að því, varðandi huglæga hlutann, að þá hafi þess ekki verið gætt að skrá niður þá þætti sem komu til álita meirihlutanefndarinnar varðandi huglæga partinn. Þar með, af því að þeirri skráningu var áfátt, sé ekki hægt að sannreyna hvaða huglægu þættir lágu til grundvallar niðurstöðunni. Það er túlkað Ólínu í hag með þessum hætti,“ segir Páll. Ari Trausti er formaður nefndarinnar en hann hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu um málið.visir/vilhelm Um þetta fjallar úrskurður úrskurðarnefndarinnar. Ekki hvort sé hæfara. Og það sem meira er, Páll segir það sæta furðu að þessi ágalli hafi verið á málsmeðferðinni. „Ég lít svo á að ríkissjóður hljóti að eiga endurkröfurétt með einhverjum hætti á þessa upphæð og þá á þá ráðningarskrifstofu sem sérstaklega var fengin til þess, gegn greiðslu, að sjá til þess að formskilyrðum þessarar málsmeðferðar yrði fullnægt. Þar með skráningu á þeim huglægu þáttum sem réðu afstöðu meirihluta nefndarinnar en láðist að skrá niður að mati úrskurðarnefndarinnar.“ Ráðningarskrifstofan sem sá um ráðningarferlið er Capacent, sem sér reyndar einnig um umdeilt ráðningarferli á útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Viss um að betri umsækjandinn varð fyrir valinu Ólína telur ráðninguna pólitíska, hún telur til að mynda Pál hafa verið búinn að gera upp sinn hug og hefur það til marks um þá kenningu að hann var ekki viðstaddur þegar umsækjendur fluttu sína framsögu fyrir Þingvallanefndinni. Oddný sagði sig úr Þingvallanefndinni vegna málsins á sínum tíma. Hún segir afgreiðsluna hafa einkennst af fúski.visir/vilhelm Páll segir þetta rétt. En hann hafi verið búinn að kynna sér til hlítar öll gögn málsins og hann hafi að auki starfað með bæði Einari og Ólínu. Þó langt sé um liðið hvað Ólínu varðar. „Það vill þannig til. Ég var búinn að fara yfir allar hlutlægu niðurstöðurnar frá Capasent, hvernig umsækjendur skoruðu á því sem var mælanlegt. Hlutlægu niðurstöðum hafi Einar skorað aðeins hærra en þau voru svipuð, bitamunur en ekki fjár.“ Páll segir að af óviðráðanlegum orsökum sem tengjast ferðalögum hafi hann ekki náð í samtalapartinn fyrr en of seint. Ef hann hefði vitað það hefði hann kallað til varamann sinn í nefndinni. „Ég mætti reyndar Ólínu þegar ég kom á fund nefndarinnar og hún á leið úr samtalinu. En, svo taldi ég mig ekki þurfa það til að meta hæfni þeirra – ég er sannfærður um að hæfari umsækjandinn varð fyrir valinu,“ segir Páll.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56
Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06