Vinstristjórn komin til valda á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 13:54 Sánchez (t.v.) og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, fagna sigri eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í dag. Vísir/EPA Ný ríkisstjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum var samþykkt á spænska þinginu með aðeins tveggja atkvæða mun í dag. Þetta verður fyrsta samsteypustjórn Spánar frá því fyrir borgarastríðið á 4. áratug síðustu aldar. Einfaldur meirihluti þingmanna greiddi nýju minnihlutastjórninni atkvæði sitt í dag. Auk þingmanna Sósíalistaflokksins og Við getum studdu nokkrir héraðsflokkar, þar á meðal Baska og Katalóna, Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista, sem forsætisráðherra. Átján þingmenn katalónskra sjálfstæðissinna og baskneskra þjóðernissinna sátu hjá. Lítið má út af bregða hjá nýju ríkisstjórninni en hún hélt aðeins velli með tveggja atkvæða mun. Spænska dagblaðið El País segir að Sánchez verði mögulega svarinn í embætti þegar á morgun. Á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og að hækka lágmarkslaun. Hún mun þurfa að reiða sig á stuðning þingmanna annarra flokka til að koma einstökum málum í gegnum þingið. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarin ár og voru þingkosningarnar í nóvember þær fjórðu frá árinu 2015. Landinu hefur verið stýrt af Lýðflokknum og sósíalistum til skiptis frá því að lýðræði var komið aftur á eftir dauða einræðisherrans Franco árið 2014. Ný ríkisstjórnin er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því á tíma annars lýðveldisins svonefnda sem varði frá 1931 til 1939. Þingið hafnaði nýju stjórninni í atkvæðagreiðslu sem fór fram á sunnudag þar sem hún þurfti hreinan meirihluta þingmanna. Í seinni atkvæðagreiðslunni í dag dugði einfaldur meirihluti. Spánn Tengdar fréttir Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Ný ríkisstjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum var samþykkt á spænska þinginu með aðeins tveggja atkvæða mun í dag. Þetta verður fyrsta samsteypustjórn Spánar frá því fyrir borgarastríðið á 4. áratug síðustu aldar. Einfaldur meirihluti þingmanna greiddi nýju minnihlutastjórninni atkvæði sitt í dag. Auk þingmanna Sósíalistaflokksins og Við getum studdu nokkrir héraðsflokkar, þar á meðal Baska og Katalóna, Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista, sem forsætisráðherra. Átján þingmenn katalónskra sjálfstæðissinna og baskneskra þjóðernissinna sátu hjá. Lítið má út af bregða hjá nýju ríkisstjórninni en hún hélt aðeins velli með tveggja atkvæða mun. Spænska dagblaðið El País segir að Sánchez verði mögulega svarinn í embætti þegar á morgun. Á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og að hækka lágmarkslaun. Hún mun þurfa að reiða sig á stuðning þingmanna annarra flokka til að koma einstökum málum í gegnum þingið. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarin ár og voru þingkosningarnar í nóvember þær fjórðu frá árinu 2015. Landinu hefur verið stýrt af Lýðflokknum og sósíalistum til skiptis frá því að lýðræði var komið aftur á eftir dauða einræðisherrans Franco árið 2014. Ný ríkisstjórnin er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því á tíma annars lýðveldisins svonefnda sem varði frá 1931 til 1939. Þingið hafnaði nýju stjórninni í atkvæðagreiðslu sem fór fram á sunnudag þar sem hún þurfti hreinan meirihluta þingmanna. Í seinni atkvæðagreiðslunni í dag dugði einfaldur meirihluti.
Spánn Tengdar fréttir Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32
Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05