Vísbendingar um að hlaup sé hafið í Grímsvötnum Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 10:55 Lögreglustöðvum í umdæminu hefur verið gert viðvart. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi fékk í gærkvöldi upplýsingar um að vísbendingar væru um að hlaup væri líklega hafið í Grímsvötnum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. GPS-mælar á svæðinu greini landris. Fundur stendur nú yfir með fulltrúum frá Veðurstofu Íslands, vísindamönnum og Almannavörnum. Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri Almannavarna, vildi ekki tjá sig fyrr en að fundi loknum en búist er við að honum ljúki fyrir hádegi. Enginn viðbúnaður er hafinn vegna hlaupsins en sé það hafið mun taka talsverðan tíma fyrir það að ná til byggða. Búið er að gera lögreglustöðvum í umdæminu viðvart. Grímsvötn er virk eldstöð staðsett undir Vatnajökli en síðast gaus þar árið 2011 stóru eldgosi. Gosin sem urðu árið 1998 og 2004 voru talsvert minni. Í viðtali við fréttastofu fyrr í sumar sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur að ef hlaup yrði á næstu mánuðum ætti fólk að vera viðbúið eldgosi í kjölfarið. Jarðskjálftavirkni hefði aukist á þessu ári og merki væru um meiri jarðhita. Sé hlaup hafið getur það framkallað gos þegar léttir af þaki kvikuhólfsins. Því væri nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ sagði Magnús Tumi. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi fékk í gærkvöldi upplýsingar um að vísbendingar væru um að hlaup væri líklega hafið í Grímsvötnum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. GPS-mælar á svæðinu greini landris. Fundur stendur nú yfir með fulltrúum frá Veðurstofu Íslands, vísindamönnum og Almannavörnum. Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri Almannavarna, vildi ekki tjá sig fyrr en að fundi loknum en búist er við að honum ljúki fyrir hádegi. Enginn viðbúnaður er hafinn vegna hlaupsins en sé það hafið mun taka talsverðan tíma fyrir það að ná til byggða. Búið er að gera lögreglustöðvum í umdæminu viðvart. Grímsvötn er virk eldstöð staðsett undir Vatnajökli en síðast gaus þar árið 2011 stóru eldgosi. Gosin sem urðu árið 1998 og 2004 voru talsvert minni. Í viðtali við fréttastofu fyrr í sumar sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur að ef hlaup yrði á næstu mánuðum ætti fólk að vera viðbúið eldgosi í kjölfarið. Jarðskjálftavirkni hefði aukist á þessu ári og merki væru um meiri jarðhita. Sé hlaup hafið getur það framkallað gos þegar léttir af þaki kvikuhólfsins. Því væri nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ sagði Magnús Tumi.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58