Sá yngsti sem kemur liði í undanúrslit Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2020 23:30 Julian Nagelsmann á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. getty/Julian Finney Julian Nagelsmann er yngsti knattspyrnustjórinn sem hefur komið liði í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nagelsmann er stjóri RB Leipzig sem sigraði Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þjóðverjarnir mæta Paris Saint-Germain í undanúrslitum keppninnar þriðjudaginn 18. ágúst. Nagelsmann fæddist 23. júlí 1987 og er því aðeins 33 ára og 22 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur komið liði í undanúrslit Meistaradeildarinnar en gamla metið átti Didier Deschamps. Hann var 35 ára og sjö mánaða þegar hann kom Monaco í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2004. Þar sló Monaco Eið Smára Guðjohnsen og félaga í Chelsea úr leik, 5-3 samanlagt. Monaco tapaði svo fyrir Porto í úrslitaleiknum, 3-0. #OJOALDATO - Julian Nagelsmann (33 años recién cumplidos) es el entrenador más joven en alcanzar las semifinales de la Champions League. Supera el récord de Didier Deschamps (lo logró con el Monaco en 2004, con 35 años y 7 meses) pic.twitter.com/tTzA4q0sQ5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) August 13, 2020 Þrátt fyrir að vera ungur að árum hefur Nagelsmann talsverða reynslu. Hann var aðeins 28 ára þegar hann var ráðinn stjóri Hoffenheim í október 2015. Hann stýrði Hoffenheim í fjögur ár og fór þaðan til Leipzig. Undir hans stjórn endaði liðið í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er komið í undanúrslit sterkustu deildar heims. Þar mætir Nagelsmann manninum sem réði hann í sitt fyrsta þjálfarastarf hjá varaliði Augsburg; Thomas Tuchel. Ef Bayern München sigrar Barcelona á morgun verða þrír þýskir stjórar í undanúrslitum Meistaradeildarinnar; Nagelsmann, Tuchel og Hans-Dieter Flick. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem komu Leipzig í undanúrslit RB Leipzig vann dramatískan sigur á Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. ágúst 2020 21:52 Leipzig í undanúrslit í fyrsta sinn RB Leipzig er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á fyrsta tímabili sínu í keppninni. 13. ágúst 2020 21:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjá meira
Julian Nagelsmann er yngsti knattspyrnustjórinn sem hefur komið liði í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nagelsmann er stjóri RB Leipzig sem sigraði Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þjóðverjarnir mæta Paris Saint-Germain í undanúrslitum keppninnar þriðjudaginn 18. ágúst. Nagelsmann fæddist 23. júlí 1987 og er því aðeins 33 ára og 22 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur komið liði í undanúrslit Meistaradeildarinnar en gamla metið átti Didier Deschamps. Hann var 35 ára og sjö mánaða þegar hann kom Monaco í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2004. Þar sló Monaco Eið Smára Guðjohnsen og félaga í Chelsea úr leik, 5-3 samanlagt. Monaco tapaði svo fyrir Porto í úrslitaleiknum, 3-0. #OJOALDATO - Julian Nagelsmann (33 años recién cumplidos) es el entrenador más joven en alcanzar las semifinales de la Champions League. Supera el récord de Didier Deschamps (lo logró con el Monaco en 2004, con 35 años y 7 meses) pic.twitter.com/tTzA4q0sQ5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) August 13, 2020 Þrátt fyrir að vera ungur að árum hefur Nagelsmann talsverða reynslu. Hann var aðeins 28 ára þegar hann var ráðinn stjóri Hoffenheim í október 2015. Hann stýrði Hoffenheim í fjögur ár og fór þaðan til Leipzig. Undir hans stjórn endaði liðið í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er komið í undanúrslit sterkustu deildar heims. Þar mætir Nagelsmann manninum sem réði hann í sitt fyrsta þjálfarastarf hjá varaliði Augsburg; Thomas Tuchel. Ef Bayern München sigrar Barcelona á morgun verða þrír þýskir stjórar í undanúrslitum Meistaradeildarinnar; Nagelsmann, Tuchel og Hans-Dieter Flick. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem komu Leipzig í undanúrslit RB Leipzig vann dramatískan sigur á Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. ágúst 2020 21:52 Leipzig í undanúrslit í fyrsta sinn RB Leipzig er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á fyrsta tímabili sínu í keppninni. 13. ágúst 2020 21:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjá meira
Sjáðu mörkin sem komu Leipzig í undanúrslit RB Leipzig vann dramatískan sigur á Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. ágúst 2020 21:52
Leipzig í undanúrslit í fyrsta sinn RB Leipzig er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á fyrsta tímabili sínu í keppninni. 13. ágúst 2020 21:00