Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 12:08 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. Í tölum Lánamála Seðlabanka Íslands kemur fram að frá janúarlokum á þessu ári, til júlíloka hafi heildarskuldir ríkissjóðs aukist til muna. Útgjöld hafa aukist á sama tíma og tekjur lækkuðu vegna faraldurs kórónuveiru. „Þetta er nú kannski heldur minn en ég hafði búist við,“ segir Ásgeir um skuldastöðuna á fyrri helmingi árs. „Mér finnst margt benda til þess að samdrátturinn hafi ekki orðið eins mikill á fyrri helmingi ársins og við óttuðumst.“ Þessi mikla aukning skýrist einnig af því að ríkissjóður tók stórt erlent lán í maí sem ekki hefur verið eytt. „Þetta er tímabundið áfall og við búumst við því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að það komi hagvöxtur þá. Það mun taka lengri tíma fyrir ríkissjóð að komast aftur í jafnvægi. Á þessu ári hafa ríkisútgjöld aukist verulega vegna kórónuveirufaraldursins og að sama skapi hafa tekjur lækkað.“ Ásgeir telur, nánar tiltekið, að það gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Ekki sé þó hægt að líkja þessu tímabundna áfalli við efnahagshrunið 2008 því staðan sé gjörólík. „Þær efnahagsaðgerðir sem Seðlabankinn hefur gripið til til þess að örva hagkerfið, eins og það að lækka vexti, mun koma ríkissjóði til góða. Við horfum fram á mun lægri vaxtagjöld á þessum skuldum sem ríkissjóður hefur nú safnað en var til dæmis á árunum eftir hrun. Að sama skapi hefur Seðlabankinn gefið fyrirheit um að kaupa 150 milljarða af ríkisskuldabréfum á næsta vetri til að koma í veg fyrir að aukin útgáfa muni hækka langtímavexti. Það mun líka hjálpa ríkissjóði verulega að standast þetta áfall. Að mörgu leyti gera aðgerðir Seðlabankans ríkissjóði lífið mun léttbærara, þótt það sé ekki í rauninni markmið Seðlabankans“ Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. 27. maí 2020 15:15 Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. Í tölum Lánamála Seðlabanka Íslands kemur fram að frá janúarlokum á þessu ári, til júlíloka hafi heildarskuldir ríkissjóðs aukist til muna. Útgjöld hafa aukist á sama tíma og tekjur lækkuðu vegna faraldurs kórónuveiru. „Þetta er nú kannski heldur minn en ég hafði búist við,“ segir Ásgeir um skuldastöðuna á fyrri helmingi árs. „Mér finnst margt benda til þess að samdrátturinn hafi ekki orðið eins mikill á fyrri helmingi ársins og við óttuðumst.“ Þessi mikla aukning skýrist einnig af því að ríkissjóður tók stórt erlent lán í maí sem ekki hefur verið eytt. „Þetta er tímabundið áfall og við búumst við því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að það komi hagvöxtur þá. Það mun taka lengri tíma fyrir ríkissjóð að komast aftur í jafnvægi. Á þessu ári hafa ríkisútgjöld aukist verulega vegna kórónuveirufaraldursins og að sama skapi hafa tekjur lækkað.“ Ásgeir telur, nánar tiltekið, að það gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Ekki sé þó hægt að líkja þessu tímabundna áfalli við efnahagshrunið 2008 því staðan sé gjörólík. „Þær efnahagsaðgerðir sem Seðlabankinn hefur gripið til til þess að örva hagkerfið, eins og það að lækka vexti, mun koma ríkissjóði til góða. Við horfum fram á mun lægri vaxtagjöld á þessum skuldum sem ríkissjóður hefur nú safnað en var til dæmis á árunum eftir hrun. Að sama skapi hefur Seðlabankinn gefið fyrirheit um að kaupa 150 milljarða af ríkisskuldabréfum á næsta vetri til að koma í veg fyrir að aukin útgáfa muni hækka langtímavexti. Það mun líka hjálpa ríkissjóði verulega að standast þetta áfall. Að mörgu leyti gera aðgerðir Seðlabankans ríkissjóði lífið mun léttbærara, þótt það sé ekki í rauninni markmið Seðlabankans“
Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. 27. maí 2020 15:15 Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01
Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. 27. maí 2020 15:15
Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00