Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2020 19:07 Þorsteinn Már Baldvinsson segir Samherja hafa ákveðið að reyna að ná til fólks með þáttunum þar sem fyrirtækið treystir ekki Ríkisútvarpinu. Vísir/Egill Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Verðlagsstofu hafa staðfest fullyrðingar Samherja þess efnis að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa sendi þó frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún staðfesti að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012. Tveir þeirra sem sátu í úrskurðarnefndinni á þessum tíma hafa staðfest við fréttastofu að þeir hafi fengið sömu gögn og Helgi Seljan á þessum tíma, en umfjöllun Kastljóss í mars 2012 byggði á umræddum gögnum. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, sem sat í úrskurðarnefndinni segir framgöngu Samherja „ómerkilega“ í ljósi þess að gögnin séu til. Að sögn Þorsteins skiptir helstu máli að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuskjal. Samherji hafi átt að fá að gera athugasemdir við hana og þá hafi ekki verið tilefni til þess að gera heilan Kastljósþátt um málið á sínum tíma. „Þetta voru örfá tonn af meðafla, oft á tíðum smár karfi. Við hefðum örugglega átt að fá leyfi til þess að hafa okkar skoðun á þessu, en að búa til heilan Kastljóssþátt um þetta mál, eru með stórar fullyrðingar um lögbrot – og við skulum hafa það í huga að þetta er svona 0,1 prósent af aflaverðmæti skipa Samherja, þetta er ekki eitt eða neitt,“ sagði Þorsteinn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ósammála því að gögnin séu trúnaðargögn „Ég tel það gríðarlega alvarlegt þegar útvarpsstjóri og fréttastjóri koma með stórkarlalega yfirlýsingu í gær og bera rangar sakir á bæði starfsmenn Samherja og starfsmenn Verðlagsstofu og segja það að skýrslan sé til. Fyrir mér eru þær fullyrðingar ósannar,“ sagði Þorsteinn um svar Ríkisútvarpsins í gær. Hann kallar enn og aftur eftir því að RÚV birti þau gögn sem umfjöllunin var byggð á þar sem þau eru ekki trúnaðargögn. Þó kom skýrt fram í yfirlýsingu Verðlagsstofu í dag að þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og vinnur fyrir úrskurðarnefndina eru trúnaðargögn samkvæmt lögum og bæði starfsmenn og nefndarmenn séu bundnir þagnarskyldu varðandi efni þeirra. Þorsteinn segist ekki treysta vinnubrögðum RÚV og segir Samherja aldrei hafa fengið að eiga efnislega umræðu við stofnunina. Þess vegna hafi verið gripið til þess ráðs að ráðast í þáttagerð til þess að greina frá hlið Samherja í málinu, en fyrsti þátturinn birtist í gær. „Við skulum athuga það að það var gerð húsleit hjá okkur og það var mjög alvarlegt mál og við höfum aldrei náð að hafa neina efnislega umræðu við RÚV […] og þess vegna grípum við til þessa ráðs til þess að upplýsa fólk um þetta, vegna þess að við treystum ekki RÚV,“ segir Þorsteinn. Hann vill þó ekki tjá sig um hvenær sé von á næsta þætti. „Það kemur bara í ljós. Þetta er kannski ný nálgun til að nálgast fólk, við vitum það að RÚV er yfirburðarstór fjölmiðill á Íslandi og þetta er kannski leið okkar til að ná til fólks og upplýsa fólk.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Verðlagsstofu hafa staðfest fullyrðingar Samherja þess efnis að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa sendi þó frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún staðfesti að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012. Tveir þeirra sem sátu í úrskurðarnefndinni á þessum tíma hafa staðfest við fréttastofu að þeir hafi fengið sömu gögn og Helgi Seljan á þessum tíma, en umfjöllun Kastljóss í mars 2012 byggði á umræddum gögnum. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, sem sat í úrskurðarnefndinni segir framgöngu Samherja „ómerkilega“ í ljósi þess að gögnin séu til. Að sögn Þorsteins skiptir helstu máli að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuskjal. Samherji hafi átt að fá að gera athugasemdir við hana og þá hafi ekki verið tilefni til þess að gera heilan Kastljósþátt um málið á sínum tíma. „Þetta voru örfá tonn af meðafla, oft á tíðum smár karfi. Við hefðum örugglega átt að fá leyfi til þess að hafa okkar skoðun á þessu, en að búa til heilan Kastljóssþátt um þetta mál, eru með stórar fullyrðingar um lögbrot – og við skulum hafa það í huga að þetta er svona 0,1 prósent af aflaverðmæti skipa Samherja, þetta er ekki eitt eða neitt,“ sagði Þorsteinn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ósammála því að gögnin séu trúnaðargögn „Ég tel það gríðarlega alvarlegt þegar útvarpsstjóri og fréttastjóri koma með stórkarlalega yfirlýsingu í gær og bera rangar sakir á bæði starfsmenn Samherja og starfsmenn Verðlagsstofu og segja það að skýrslan sé til. Fyrir mér eru þær fullyrðingar ósannar,“ sagði Þorsteinn um svar Ríkisútvarpsins í gær. Hann kallar enn og aftur eftir því að RÚV birti þau gögn sem umfjöllunin var byggð á þar sem þau eru ekki trúnaðargögn. Þó kom skýrt fram í yfirlýsingu Verðlagsstofu í dag að þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og vinnur fyrir úrskurðarnefndina eru trúnaðargögn samkvæmt lögum og bæði starfsmenn og nefndarmenn séu bundnir þagnarskyldu varðandi efni þeirra. Þorsteinn segist ekki treysta vinnubrögðum RÚV og segir Samherja aldrei hafa fengið að eiga efnislega umræðu við stofnunina. Þess vegna hafi verið gripið til þess ráðs að ráðast í þáttagerð til þess að greina frá hlið Samherja í málinu, en fyrsti þátturinn birtist í gær. „Við skulum athuga það að það var gerð húsleit hjá okkur og það var mjög alvarlegt mál og við höfum aldrei náð að hafa neina efnislega umræðu við RÚV […] og þess vegna grípum við til þessa ráðs til þess að upplýsa fólk um þetta, vegna þess að við treystum ekki RÚV,“ segir Þorsteinn. Hann vill þó ekki tjá sig um hvenær sé von á næsta þætti. „Það kemur bara í ljós. Þetta er kannski ný nálgun til að nálgast fólk, við vitum það að RÚV er yfirburðarstór fjölmiðill á Íslandi og þetta er kannski leið okkar til að ná til fólks og upplýsa fólk.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31