Vonir bundnar við nýtt alzheimer-lyf sem nú er í þróun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 20:00 Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. Lyfið Aducanumab, sem nú er í þróun í Bandaríkjunum, gæti orðið fyrsta lyfið á markaði til að snúa við hrörnun af völdum alzheimers. Breska blaðið Telegraph fjallaði um lyfið á dögunum, en það hefur fengið flýtimeðferð hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum. „Þetta er náttúrlega allt annarrar tegundar en þau sem eru notuð í dag og hafa verið notuð frá aldamótum. Þetta verkar beint á það sem við teljum vera orsök sjúkdómsins, að minnsta kosti margir. Þannig að það er auðvitað töluverð bylting í því,“ segir Jón Snædal öldrunarlæknir í samtali við fréttastofu. Hann hefur fylgst þróuninni undanfarin ár og birtist grein eftir hann þar sem fjallað eru um lyfið á vef Alzheimersamtakanna í gær. Hann segir lyfið um margt frábrugðið þeim sem nú eru á markaði. „Lyfin sem eru til í dag eru svona tiltölulega einföld efnasambönd sem eru tekin um munn í töfluformi eða í vissum tilvikum sem plástur. En í þessu tilfelli er um að ræða líftæknilyf sem gefa þarf í æð á fjögurra vikna fresti og það er náttúrlega heilmikill munur á þessu tvennu,“ útskýrir Jón. Gangi þróun lyfsins að óskum myndi það fyrst komast á markað í Bandaríkjunum, hugsanlega eftir sex mánuði. „Það er hugsanlegt aðþað fái takmarkaða skráningu vegna aðdragandans sem er svolítið sérstakur. Ef svo er þá verður þaðvæntanlega bara alfariðbundið við Bandaríkin. En ef þetta verður almennari skráning þá geri ég ráðfyrir að þaðverði mjög fljótt farið inn á Evrópumarkað. Ég geri ráð fyrir aðþetta gæti veriðspurning um eitt til tvö ár,“ segir Jón. Hann kveðst hóflega bjartsýnn. „Þetta er náttúrlega miklu fleira sem er í pípunum heldur en þetta. Þetta er hins vegar óskaplega langt ferli og erfitt. Þetta er fyrsta lyfiðfrá aldamótum sem er veriðað sækja um skráningu á en þetta er svona, viðerum í upphafi áratugar sem að mér sýnist einkennast af meiri bjartsýni heldur en að veriðhefur undanfarin ár og áratugi,“segir Jón. Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. Lyfið Aducanumab, sem nú er í þróun í Bandaríkjunum, gæti orðið fyrsta lyfið á markaði til að snúa við hrörnun af völdum alzheimers. Breska blaðið Telegraph fjallaði um lyfið á dögunum, en það hefur fengið flýtimeðferð hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum. „Þetta er náttúrlega allt annarrar tegundar en þau sem eru notuð í dag og hafa verið notuð frá aldamótum. Þetta verkar beint á það sem við teljum vera orsök sjúkdómsins, að minnsta kosti margir. Þannig að það er auðvitað töluverð bylting í því,“ segir Jón Snædal öldrunarlæknir í samtali við fréttastofu. Hann hefur fylgst þróuninni undanfarin ár og birtist grein eftir hann þar sem fjallað eru um lyfið á vef Alzheimersamtakanna í gær. Hann segir lyfið um margt frábrugðið þeim sem nú eru á markaði. „Lyfin sem eru til í dag eru svona tiltölulega einföld efnasambönd sem eru tekin um munn í töfluformi eða í vissum tilvikum sem plástur. En í þessu tilfelli er um að ræða líftæknilyf sem gefa þarf í æð á fjögurra vikna fresti og það er náttúrlega heilmikill munur á þessu tvennu,“ útskýrir Jón. Gangi þróun lyfsins að óskum myndi það fyrst komast á markað í Bandaríkjunum, hugsanlega eftir sex mánuði. „Það er hugsanlegt aðþað fái takmarkaða skráningu vegna aðdragandans sem er svolítið sérstakur. Ef svo er þá verður þaðvæntanlega bara alfariðbundið við Bandaríkin. En ef þetta verður almennari skráning þá geri ég ráðfyrir að þaðverði mjög fljótt farið inn á Evrópumarkað. Ég geri ráð fyrir aðþetta gæti veriðspurning um eitt til tvö ár,“ segir Jón. Hann kveðst hóflega bjartsýnn. „Þetta er náttúrlega miklu fleira sem er í pípunum heldur en þetta. Þetta er hins vegar óskaplega langt ferli og erfitt. Þetta er fyrsta lyfiðfrá aldamótum sem er veriðað sækja um skráningu á en þetta er svona, viðerum í upphafi áratugar sem að mér sýnist einkennast af meiri bjartsýni heldur en að veriðhefur undanfarin ár og áratugi,“segir Jón.
Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira