Faraldurinn góður fyrir geðheilsuna og fjölskyldulífið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 17:30 Matthew McConaughey reynir að finna jákvæðar hliðar á Covid. Getty/Noam Galai Leikarinn Matthew McConaughey hefur náð að kynnast börnum sínum mun betur síðustu mánuði. Ástæðan er meiri samvera í faraldri kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Virðist hann líka hugsa betur um sjálfa sig sem hefur haft jákvæð áhrif á andlega líðan. McConaughey eyðir miklum tíma á heimili sínu þessa dagana með Camillu Alves eiginkonu sinni og börnum þeirra þremur. Hjónin eiga saman Levi 12 ára, Vida 10 ára og Livingston sem er sjö ára en á heimilinu er einnig 88 ára gömul amma barnanna, Kay McConaughey. „Ég held að geðheilsan mín og fjölskyldulífið séu að batna,“ er haft eftir leikaranum á vef People. „Ég eyði meiri tíma í eldhúsinu með fjölskyldunni minni, að undirbúa máltíðir og að elda með börnunum og að borða. Það hefur verið einn stór kostur, þessi „þvingaði“ fjölskyldutími. Ég hef náð að kynnast börnunum mínum betur.“ View this post on Instagram with reverence #fathersday A post shared by Matthew McConaughey (@officiallymcconaughey) on Jun 21, 2020 at 7:31am PDT Matthew McConaughey fyrsti gesturinn í þættinum Óþægilegt samtal við svartan mannMcConaughey segir að börnin séu dugleg að prófa ný áhugamál og gæðastundir fjölskyldunnar séu mun fleiri en venjulega. Leikarinn segir að það sé mikilvægt að sýna hvort öðru umburðarlyndi, enda geti þessi mikla innivera valdið álagi. Sjálfur passar hann að hreyfa sig og svitna alla daga. McConaughey er í samstarfi við hugleyðsluforritið Calm og hefur rætt mikið við Instagram fylgjendur sína um mikilvægi hugleiðslu og núvitundar. Hann gaf út bók í Covid eins og margir aðrir, sem hann segir að sé ástarbréf til lífsins. Bókin er hans eigin ævisaga og kallast Greenlights. View this post on Instagram its a love letter. To life. #GreenlightsBook find out more at Greenlights.com A post shared by Matthew McConaughey (@officiallymcconaughey) on Jul 31, 2020 at 9:09am PDT Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Leikarinn Matthew McConaughey hefur náð að kynnast börnum sínum mun betur síðustu mánuði. Ástæðan er meiri samvera í faraldri kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Virðist hann líka hugsa betur um sjálfa sig sem hefur haft jákvæð áhrif á andlega líðan. McConaughey eyðir miklum tíma á heimili sínu þessa dagana með Camillu Alves eiginkonu sinni og börnum þeirra þremur. Hjónin eiga saman Levi 12 ára, Vida 10 ára og Livingston sem er sjö ára en á heimilinu er einnig 88 ára gömul amma barnanna, Kay McConaughey. „Ég held að geðheilsan mín og fjölskyldulífið séu að batna,“ er haft eftir leikaranum á vef People. „Ég eyði meiri tíma í eldhúsinu með fjölskyldunni minni, að undirbúa máltíðir og að elda með börnunum og að borða. Það hefur verið einn stór kostur, þessi „þvingaði“ fjölskyldutími. Ég hef náð að kynnast börnunum mínum betur.“ View this post on Instagram with reverence #fathersday A post shared by Matthew McConaughey (@officiallymcconaughey) on Jun 21, 2020 at 7:31am PDT Matthew McConaughey fyrsti gesturinn í þættinum Óþægilegt samtal við svartan mannMcConaughey segir að börnin séu dugleg að prófa ný áhugamál og gæðastundir fjölskyldunnar séu mun fleiri en venjulega. Leikarinn segir að það sé mikilvægt að sýna hvort öðru umburðarlyndi, enda geti þessi mikla innivera valdið álagi. Sjálfur passar hann að hreyfa sig og svitna alla daga. McConaughey er í samstarfi við hugleyðsluforritið Calm og hefur rætt mikið við Instagram fylgjendur sína um mikilvægi hugleiðslu og núvitundar. Hann gaf út bók í Covid eins og margir aðrir, sem hann segir að sé ástarbréf til lífsins. Bókin er hans eigin ævisaga og kallast Greenlights. View this post on Instagram its a love letter. To life. #GreenlightsBook find out more at Greenlights.com A post shared by Matthew McConaughey (@officiallymcconaughey) on Jul 31, 2020 at 9:09am PDT
Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira