Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2020 15:56 Vladimír Pútín er forseti Rússlands. AP/Alexei Nikolskí/Spútnik Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. Reuters fjallar um málið og ræddi við þrjá vísindamenn í kjölfar tilkynningar Rússlandsforseta í dag en þar kom meðal annars fram að til standi að hefja fjöldaframleiðslu á efninu. Í rétt AP í morgun kom fram að margir vísindamenn, bæði í Rússlandi og annars staðar, hafi verið með efasemdir þar sem yfirleitt þurfi umfangsmeiri prófanir sem ná til fleiri og yfir lengri tíma, áður en bóluefni er skráð. Í frétt Reuters er rætt við Ayfer Ali, sérfræðing í lyfjarannsóknum við Warwick Business School í Bretlandi. Segir að hún að ef til standi að hefja fjöldabólusetningu í Rússlandi séu yfirvöld þar í raun að hefja umfangsmikla tilraun á íbúum landsins. Án þess að prófa bóluefnið ítarlega áður geti mögulegar aukaverkanir farið framhjá læknum og rannsakendum, auk þess sem að mögulegar aukaverkanir geti verið alvarlegar, en þó mögulega sjaldgæfar. Francois Balloux, sérfræðingir hjá University College í London tekur undir með Ali. Segir hann að ákvörðun Rússa sé ekki bara ábyrgðarlaus, heldur einnig hættuleg. Fjöldabólusetning með vanprófuðu bóluefni sé algjörlega í bága við siðareglur auk þess sem að möguleg vandamál tengd bóluefninu gætu valdið heilsufarsvandamálum, auk þess sem það gæti ýtt undir almenna vantrú á virkni bóluefna. Undir þetta tekur Danny Altmann, prófessor í ónæmisfræði við Imperial College í London. Segir hann í samtali við Reuters að vanprófuðu bóluefni geti fylgt vandamál sem muni bara auka vandræðin sem nú þegar hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Tengdar fréttir Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44 Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03 Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. 1. ágúst 2020 21:39 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. Reuters fjallar um málið og ræddi við þrjá vísindamenn í kjölfar tilkynningar Rússlandsforseta í dag en þar kom meðal annars fram að til standi að hefja fjöldaframleiðslu á efninu. Í rétt AP í morgun kom fram að margir vísindamenn, bæði í Rússlandi og annars staðar, hafi verið með efasemdir þar sem yfirleitt þurfi umfangsmeiri prófanir sem ná til fleiri og yfir lengri tíma, áður en bóluefni er skráð. Í frétt Reuters er rætt við Ayfer Ali, sérfræðing í lyfjarannsóknum við Warwick Business School í Bretlandi. Segir að hún að ef til standi að hefja fjöldabólusetningu í Rússlandi séu yfirvöld þar í raun að hefja umfangsmikla tilraun á íbúum landsins. Án þess að prófa bóluefnið ítarlega áður geti mögulegar aukaverkanir farið framhjá læknum og rannsakendum, auk þess sem að mögulegar aukaverkanir geti verið alvarlegar, en þó mögulega sjaldgæfar. Francois Balloux, sérfræðingir hjá University College í London tekur undir með Ali. Segir hann að ákvörðun Rússa sé ekki bara ábyrgðarlaus, heldur einnig hættuleg. Fjöldabólusetning með vanprófuðu bóluefni sé algjörlega í bága við siðareglur auk þess sem að möguleg vandamál tengd bóluefninu gætu valdið heilsufarsvandamálum, auk þess sem það gæti ýtt undir almenna vantrú á virkni bóluefna. Undir þetta tekur Danny Altmann, prófessor í ónæmisfræði við Imperial College í London. Segir hann í samtali við Reuters að vanprófuðu bóluefni geti fylgt vandamál sem muni bara auka vandræðin sem nú þegar hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Tengdar fréttir Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44 Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03 Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. 1. ágúst 2020 21:39 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44
Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7. ágúst 2020 12:03
Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. 1. ágúst 2020 21:39