Vísuðu á bug sögusögnum um erlenda vændiskonu Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:51 Þríeykið sést hér undirbúa sig fyrir fund dagsins. lögreglan Almannavarnir segja ekkert hæft í orðrómi þess efnis að kórónuveirutilfellið sem landsmenn fást nú við megi rekja til vændiskaupa. Sóttvarnalæknir segist hreinlega aldrei hafa heyrt á þennan orðróm minnst. Sú flökkusaga hefur verið á kreiki að það afbrigði veirunnar sem nú skýtur upp kollinum víða um land hafi borist hingað til lands með vændiskaupanda. Áður hefur komið fram að afbrigðið eigi ekki uppruna sinn í einu „öruggu landanna“ svokölluðu, en farþegar þaðan þurfa ekki að undirgangast skimun á landamærunum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins vakti máls á orðrómnum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Spurði Þríeykið hvort eitthvað væri hæft í þeim sögusögnum „að smitið sem nú er í gangi megi rekja til vændissölu erlendis frá. Hefur eitthvað slíkt komið fram við smitrakningu,“ spurði fréttamaður ríkismiðilsins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greip boltann á lofti. „Nei, þetta er saga sem við höfum alveg heyrt en það er enginn fótur fyrir því samkvæmt okkar vinnu. Þannig að nei, það er enginn fótur fyrir því.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kom af fjöllum og hristi höfuðið. „Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta,“ sagði Þórólfur og Alma Möller landlæknir tók undir það. Tilslakanir voru í fyrirrúmi á fundi dagsins, eftir jákvæðar niðurstöður úr skimunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir sagðist þannig ekki telja tilefni til að herða höft frekar á þessari stundu. Ennfremur segist Þórólfur hafa lagt fram nokkrar tillögur undir heilbrigðisráðherra um hvernig framtíðarfyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða skuli háttað. Hann segist þó sjálfur þeirrar skoðunar að blanda af skimun og sóttkví sé áfram vænlegasti kosturinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Almannavarnir segja ekkert hæft í orðrómi þess efnis að kórónuveirutilfellið sem landsmenn fást nú við megi rekja til vændiskaupa. Sóttvarnalæknir segist hreinlega aldrei hafa heyrt á þennan orðróm minnst. Sú flökkusaga hefur verið á kreiki að það afbrigði veirunnar sem nú skýtur upp kollinum víða um land hafi borist hingað til lands með vændiskaupanda. Áður hefur komið fram að afbrigðið eigi ekki uppruna sinn í einu „öruggu landanna“ svokölluðu, en farþegar þaðan þurfa ekki að undirgangast skimun á landamærunum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins vakti máls á orðrómnum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Spurði Þríeykið hvort eitthvað væri hæft í þeim sögusögnum „að smitið sem nú er í gangi megi rekja til vændissölu erlendis frá. Hefur eitthvað slíkt komið fram við smitrakningu,“ spurði fréttamaður ríkismiðilsins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greip boltann á lofti. „Nei, þetta er saga sem við höfum alveg heyrt en það er enginn fótur fyrir því samkvæmt okkar vinnu. Þannig að nei, það er enginn fótur fyrir því.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kom af fjöllum og hristi höfuðið. „Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta,“ sagði Þórólfur og Alma Möller landlæknir tók undir það. Tilslakanir voru í fyrirrúmi á fundi dagsins, eftir jákvæðar niðurstöður úr skimunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir sagðist þannig ekki telja tilefni til að herða höft frekar á þessari stundu. Ennfremur segist Þórólfur hafa lagt fram nokkrar tillögur undir heilbrigðisráðherra um hvernig framtíðarfyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða skuli háttað. Hann segist þó sjálfur þeirrar skoðunar að blanda af skimun og sóttkví sé áfram vænlegasti kosturinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35