Á tvítugsaldri á sjúkrahúsi og íhuga að taka upp eins metra fjarlægðarmörk í skólum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 14:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá þessu í dag. Vísir/Vilhelm Þrír einstaklingar eru sem stendur á sjúkrahúsi með kórónuveirusmit. Þeim hefur því fjölgað um einn síðastliðinn sólarhring og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að þar hafi verið um að ræða einstakling á tvítugsaldri. Sá er þó ekki í öndunarvél að sögn Þórólfs. Þá er til skoðunar að taka upp „eins metra reglu“ í ákveðnum aðstæðum og opna á knattspyrnuiðkun. Einn sjúklingur nýtur aðstoðar öndunarvélar sem stendur og alls hafa fjórir þurft á sjúkrahúsaðstoð að halda í þessari lotu faraldursins. Seinni skimun til skoðunar Þórólfur sagði á fundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að breyta fyrirkomulagi hinnar svokölluðu seinni skimunar. Þeir einstaklingar sem hafa víðtækt tengslanet hér á landi eða dvelja hér lengur en í 10 daga hafa þurft að fara í tvær skimanir, eina við komuna til landsins og þá síðari að 4 til 6 dögum liðnum. Þetta var gert því að tveir einstaklingar höfðu greinst neikvæðir við landamæraskimun en komu upp með smit nokkrum dögum síðar og smituðu út frá sér. Rúmlega 8000 einstaklingar hafa nú farið í sýnatöku tvö en aðeins tveir einstaklingar greinst með virkt smit. Því er til skoðunar hvort tilefni sé að breyta þessu fyrirkomulagi, en Þórólfur segir að því fylgi mikið álag. Eins metra regla í skólum Þórólfur ræddi jafnframt um minnisblað sitt sem hann hyggst senda heilbrigðisráðherra um framhald aðgerða vegna veirunnar, bæði hvað varðar fyrirkomulag landamæraskimunar og hafta innanlands. Þá sé jafnframt til skoðunar að taka upp eins metra nálægðartakmörk undir ákveðnum kringumstæðum, t.d. í skólum, en láta tveggja metra regluna gilda áfram annars staðar. Máli sínu til stuðnings nefndi Þórólfur að í Noregi gildi eins metra fjarlægðarmörk, sums staðar séu mörkin á bilinu 1,5 til 1,8 metrar. Talað sé um að eins metra fjarlægð minnki líkur á smiti fimmfalt en fyrir hvern metra aukalega minnki líkurnar á smiti tvisvar sinnum. Það sé því til skoðunar að taka upp eins metra regluna á ákveðnum stöðum. Opna á knattspyrnu Þórólfur sagði jafnframt að til skoðunar sé að leyfa aftur íþróttir með snertingu, eins og knattspyrnu. Það myndi þá koma fram í umræddu minnisblaði. Þórólfur sagði þó að mikilvægt væri að sjá fyrir endann á þessum faraldri áður en almennt verður hægt að marki á þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. Hann telur þó ekki tilefni til að herða reglur á þessari stundu. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Þrír einstaklingar eru sem stendur á sjúkrahúsi með kórónuveirusmit. Þeim hefur því fjölgað um einn síðastliðinn sólarhring og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að þar hafi verið um að ræða einstakling á tvítugsaldri. Sá er þó ekki í öndunarvél að sögn Þórólfs. Þá er til skoðunar að taka upp „eins metra reglu“ í ákveðnum aðstæðum og opna á knattspyrnuiðkun. Einn sjúklingur nýtur aðstoðar öndunarvélar sem stendur og alls hafa fjórir þurft á sjúkrahúsaðstoð að halda í þessari lotu faraldursins. Seinni skimun til skoðunar Þórólfur sagði á fundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að breyta fyrirkomulagi hinnar svokölluðu seinni skimunar. Þeir einstaklingar sem hafa víðtækt tengslanet hér á landi eða dvelja hér lengur en í 10 daga hafa þurft að fara í tvær skimanir, eina við komuna til landsins og þá síðari að 4 til 6 dögum liðnum. Þetta var gert því að tveir einstaklingar höfðu greinst neikvæðir við landamæraskimun en komu upp með smit nokkrum dögum síðar og smituðu út frá sér. Rúmlega 8000 einstaklingar hafa nú farið í sýnatöku tvö en aðeins tveir einstaklingar greinst með virkt smit. Því er til skoðunar hvort tilefni sé að breyta þessu fyrirkomulagi, en Þórólfur segir að því fylgi mikið álag. Eins metra regla í skólum Þórólfur ræddi jafnframt um minnisblað sitt sem hann hyggst senda heilbrigðisráðherra um framhald aðgerða vegna veirunnar, bæði hvað varðar fyrirkomulag landamæraskimunar og hafta innanlands. Þá sé jafnframt til skoðunar að taka upp eins metra nálægðartakmörk undir ákveðnum kringumstæðum, t.d. í skólum, en láta tveggja metra regluna gilda áfram annars staðar. Máli sínu til stuðnings nefndi Þórólfur að í Noregi gildi eins metra fjarlægðarmörk, sums staðar séu mörkin á bilinu 1,5 til 1,8 metrar. Talað sé um að eins metra fjarlægð minnki líkur á smiti fimmfalt en fyrir hvern metra aukalega minnki líkurnar á smiti tvisvar sinnum. Það sé því til skoðunar að taka upp eins metra regluna á ákveðnum stöðum. Opna á knattspyrnu Þórólfur sagði jafnframt að til skoðunar sé að leyfa aftur íþróttir með snertingu, eins og knattspyrnu. Það myndi þá koma fram í umræddu minnisblaði. Þórólfur sagði þó að mikilvægt væri að sjá fyrir endann á þessum faraldri áður en almennt verður hægt að marki á þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. Hann telur þó ekki tilefni til að herða reglur á þessari stundu.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10. ágúst 2020 13:15