Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 22:27 Fámenni í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldi í samkomubanni. Vísir/Vilhelm Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. Aðfaranótt sunnudagsins fór Lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í þeim tilgangi að fylgja eftir sóttvarnarreglum. Lögregla sagði að sums staðar hefði ekki verið þverfótað fyrir gestum bæði innan staða og utan. „Eigendum og forsvarsmönnum var veitt tiltal eftir atvikum og þeim leiðbeint um hvað betur mætti fara,“ sagði í tilkynningu Lögreglunnar. Í viðtali í Kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Kormákur Geirharðsson, einn eiganda Ölstofunnar, að Ölstofan hefði verið óundirbúin fyrir mikla aðsókn á barinn í gærkvöldi. Sagði Kormákur að lögreglan hefði í tvígang litið inn á Ölstofuna og verið afskaplega ánægð í fyrra skiptið. Í seinna skiptið hefðu of margir verið á reykingasvæði. Þó hafi ekki verið fleiri en 90 inn á staðnum rétt fyrir lokun klukkan 23. Þá benda rekstraraðilar Röntgen á það að staðurinn hafi ekki verið á meðal þeirra sem heimsóttir voru af Lögreglu. Gripið hafi verið til allra nauðsynlegra aðgerða vegna samkomubanns og óttist Röntgen því ekki heimsókn lögreglu. Kaffibarinn er á sama máli, lögreglan hafi ekki komið en staðarhaldarar hafi gripið til nauðsynlegra aðgerða. Meðeigandi skemmtistaðarins b5 að Bankastræti 5, Jónas Óli Jónasson, minnti þá á á Twitter-síðu sinni að b5 hafi verið lokaður frá 31. júlí vegna 2 metra reglunnar b5 er og hefur verið lokaður á meðan 2 metra reglan er við gildi, fyrst lokað í mars fram til 25. maí og svo aftur frá 31. júlí— Jónas Óli (@jonasoli) August 9, 2020 Skammt þar frá er kaffihúsið Prikið sem undir venjulegum kringumstæðum er stútfullt af gestum á aðfararnóttu sunnudags. Forsvarsmenn Priksins segjast hafa fengið heimsókn frá Lögreglu í gærkvöldi og hafi staðurinn hlotið lof fyrir forvarnir sem haldið sé uppi á staðnum. Prikið hafi ávallt fylgt fyrirmælum og muni halda því áfram á meðan á ástandinu varir. Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. Aðfaranótt sunnudagsins fór Lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í þeim tilgangi að fylgja eftir sóttvarnarreglum. Lögregla sagði að sums staðar hefði ekki verið þverfótað fyrir gestum bæði innan staða og utan. „Eigendum og forsvarsmönnum var veitt tiltal eftir atvikum og þeim leiðbeint um hvað betur mætti fara,“ sagði í tilkynningu Lögreglunnar. Í viðtali í Kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Kormákur Geirharðsson, einn eiganda Ölstofunnar, að Ölstofan hefði verið óundirbúin fyrir mikla aðsókn á barinn í gærkvöldi. Sagði Kormákur að lögreglan hefði í tvígang litið inn á Ölstofuna og verið afskaplega ánægð í fyrra skiptið. Í seinna skiptið hefðu of margir verið á reykingasvæði. Þó hafi ekki verið fleiri en 90 inn á staðnum rétt fyrir lokun klukkan 23. Þá benda rekstraraðilar Röntgen á það að staðurinn hafi ekki verið á meðal þeirra sem heimsóttir voru af Lögreglu. Gripið hafi verið til allra nauðsynlegra aðgerða vegna samkomubanns og óttist Röntgen því ekki heimsókn lögreglu. Kaffibarinn er á sama máli, lögreglan hafi ekki komið en staðarhaldarar hafi gripið til nauðsynlegra aðgerða. Meðeigandi skemmtistaðarins b5 að Bankastræti 5, Jónas Óli Jónasson, minnti þá á á Twitter-síðu sinni að b5 hafi verið lokaður frá 31. júlí vegna 2 metra reglunnar b5 er og hefur verið lokaður á meðan 2 metra reglan er við gildi, fyrst lokað í mars fram til 25. maí og svo aftur frá 31. júlí— Jónas Óli (@jonasoli) August 9, 2020 Skammt þar frá er kaffihúsið Prikið sem undir venjulegum kringumstæðum er stútfullt af gestum á aðfararnóttu sunnudags. Forsvarsmenn Priksins segjast hafa fengið heimsókn frá Lögreglu í gærkvöldi og hafi staðurinn hlotið lof fyrir forvarnir sem haldið sé uppi á staðnum. Prikið hafi ávallt fylgt fyrirmælum og muni halda því áfram á meðan á ástandinu varir.
Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira