Vísbendingar um að greiningum krabbameins hafi fækkað í Covid Birgir Olgeirsson skrifar 8. ágúst 2020 18:53 Vísbendingar eru um að greiningum krabbameins hafi fækkað hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Framkvæmdastjóri krabbameinsfélagsins segir að mörgum sem greinst hafa með krabbamein í sumar svíði að hafa ekki komist í krabbameinsleit fyrr vegna sóttvarnaaðgerða. Á Íslandi og í nágrannalöndunum eru óbein áhrif kórónuveirufaraldursins á þá sem veikjast af krabbameini nú skoðuð. „Við sjáum þegar vísbendingar um að greiningum krabbameina hefur fækkað á þessu tímabili. Það getur verið alvarlegt mál því við vitum að því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru líkurnar á lækningu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Tvær ástæður eru fyrir því. Krabbameinsleitarmiðstöðin var lokuð hörðustu aðgerðunum í vetur og komur færri á heilsugæsluna. „Það gæti bent til að fólk hafi veigrað sér við að leita á heilsugæsluna vegna einkenna sem svo gætu sýnt sig að eru krabbamein.“ Vegna sóttvarnaaðgerða hafa sjúklingar þurft að fara einir í gegnum krabbameinsmeðferðir. „Það hefur kostað mikið tilfinningalega. Fólk hefur upplifað sig einangrað. Þetta hefur verið þyngra á margan hátt, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur.“ Halla segir að með því að fylgja sóttvarnareglum verndi fólk sig og aðra ekki aðeins fyrir veirunni heldur einnig þjónustu sem er lífsnauðsynleg öðrum. „Af því að með því erum við að vinna með yfirvöldum að þurfa ekki að grípa til eins róttækra aðgerða og þurfti í vetur,“ segir Halla. Hún segir marga sem greinst hafa í sumar svekkta með að hafa ekki komist í skimun í vetur vegna sóttvarnaaðgerða. „Það eru auðvitað spurningar sem vakna hjá öllum. Það er mjög eðlilegt í svona tilvikum. Í einhverjum tilvikum getur það hafa skipt máli en væntanlega í flestum tilvikum hefur það ekki verið lykilatriði.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Vísbendingar eru um að greiningum krabbameins hafi fækkað hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Framkvæmdastjóri krabbameinsfélagsins segir að mörgum sem greinst hafa með krabbamein í sumar svíði að hafa ekki komist í krabbameinsleit fyrr vegna sóttvarnaaðgerða. Á Íslandi og í nágrannalöndunum eru óbein áhrif kórónuveirufaraldursins á þá sem veikjast af krabbameini nú skoðuð. „Við sjáum þegar vísbendingar um að greiningum krabbameina hefur fækkað á þessu tímabili. Það getur verið alvarlegt mál því við vitum að því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru líkurnar á lækningu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Tvær ástæður eru fyrir því. Krabbameinsleitarmiðstöðin var lokuð hörðustu aðgerðunum í vetur og komur færri á heilsugæsluna. „Það gæti bent til að fólk hafi veigrað sér við að leita á heilsugæsluna vegna einkenna sem svo gætu sýnt sig að eru krabbamein.“ Vegna sóttvarnaaðgerða hafa sjúklingar þurft að fara einir í gegnum krabbameinsmeðferðir. „Það hefur kostað mikið tilfinningalega. Fólk hefur upplifað sig einangrað. Þetta hefur verið þyngra á margan hátt, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur.“ Halla segir að með því að fylgja sóttvarnareglum verndi fólk sig og aðra ekki aðeins fyrir veirunni heldur einnig þjónustu sem er lífsnauðsynleg öðrum. „Af því að með því erum við að vinna með yfirvöldum að þurfa ekki að grípa til eins róttækra aðgerða og þurfti í vetur,“ segir Halla. Hún segir marga sem greinst hafa í sumar svekkta með að hafa ekki komist í skimun í vetur vegna sóttvarnaaðgerða. „Það eru auðvitað spurningar sem vakna hjá öllum. Það er mjög eðlilegt í svona tilvikum. Í einhverjum tilvikum getur það hafa skipt máli en væntanlega í flestum tilvikum hefur það ekki verið lykilatriði.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira