Vísbendingar um að greiningum krabbameins hafi fækkað í Covid Birgir Olgeirsson skrifar 8. ágúst 2020 18:53 Vísbendingar eru um að greiningum krabbameins hafi fækkað hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Framkvæmdastjóri krabbameinsfélagsins segir að mörgum sem greinst hafa með krabbamein í sumar svíði að hafa ekki komist í krabbameinsleit fyrr vegna sóttvarnaaðgerða. Á Íslandi og í nágrannalöndunum eru óbein áhrif kórónuveirufaraldursins á þá sem veikjast af krabbameini nú skoðuð. „Við sjáum þegar vísbendingar um að greiningum krabbameina hefur fækkað á þessu tímabili. Það getur verið alvarlegt mál því við vitum að því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru líkurnar á lækningu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Tvær ástæður eru fyrir því. Krabbameinsleitarmiðstöðin var lokuð hörðustu aðgerðunum í vetur og komur færri á heilsugæsluna. „Það gæti bent til að fólk hafi veigrað sér við að leita á heilsugæsluna vegna einkenna sem svo gætu sýnt sig að eru krabbamein.“ Vegna sóttvarnaaðgerða hafa sjúklingar þurft að fara einir í gegnum krabbameinsmeðferðir. „Það hefur kostað mikið tilfinningalega. Fólk hefur upplifað sig einangrað. Þetta hefur verið þyngra á margan hátt, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur.“ Halla segir að með því að fylgja sóttvarnareglum verndi fólk sig og aðra ekki aðeins fyrir veirunni heldur einnig þjónustu sem er lífsnauðsynleg öðrum. „Af því að með því erum við að vinna með yfirvöldum að þurfa ekki að grípa til eins róttækra aðgerða og þurfti í vetur,“ segir Halla. Hún segir marga sem greinst hafa í sumar svekkta með að hafa ekki komist í skimun í vetur vegna sóttvarnaaðgerða. „Það eru auðvitað spurningar sem vakna hjá öllum. Það er mjög eðlilegt í svona tilvikum. Í einhverjum tilvikum getur það hafa skipt máli en væntanlega í flestum tilvikum hefur það ekki verið lykilatriði.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að greiningum krabbameins hafi fækkað hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Framkvæmdastjóri krabbameinsfélagsins segir að mörgum sem greinst hafa með krabbamein í sumar svíði að hafa ekki komist í krabbameinsleit fyrr vegna sóttvarnaaðgerða. Á Íslandi og í nágrannalöndunum eru óbein áhrif kórónuveirufaraldursins á þá sem veikjast af krabbameini nú skoðuð. „Við sjáum þegar vísbendingar um að greiningum krabbameina hefur fækkað á þessu tímabili. Það getur verið alvarlegt mál því við vitum að því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru líkurnar á lækningu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Tvær ástæður eru fyrir því. Krabbameinsleitarmiðstöðin var lokuð hörðustu aðgerðunum í vetur og komur færri á heilsugæsluna. „Það gæti bent til að fólk hafi veigrað sér við að leita á heilsugæsluna vegna einkenna sem svo gætu sýnt sig að eru krabbamein.“ Vegna sóttvarnaaðgerða hafa sjúklingar þurft að fara einir í gegnum krabbameinsmeðferðir. „Það hefur kostað mikið tilfinningalega. Fólk hefur upplifað sig einangrað. Þetta hefur verið þyngra á margan hátt, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur.“ Halla segir að með því að fylgja sóttvarnareglum verndi fólk sig og aðra ekki aðeins fyrir veirunni heldur einnig þjónustu sem er lífsnauðsynleg öðrum. „Af því að með því erum við að vinna með yfirvöldum að þurfa ekki að grípa til eins róttækra aðgerða og þurfti í vetur,“ segir Halla. Hún segir marga sem greinst hafa í sumar svekkta með að hafa ekki komist í skimun í vetur vegna sóttvarnaaðgerða. „Það eru auðvitað spurningar sem vakna hjá öllum. Það er mjög eðlilegt í svona tilvikum. Í einhverjum tilvikum getur það hafa skipt máli en væntanlega í flestum tilvikum hefur það ekki verið lykilatriði.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira