McIlroy um titlaþurrðina: „Heldur ekki fyrir mér vöku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2020 13:30 Rory McIlroy á æfingu á TPC Harding Park í San Francisco þar sem PGA-meistaramótið fer fram. getty/Ezra Shaw PGA-meistaramótið hefst í San Francisco í dag. Rory McIlroy fær þar tækifæri til að vinna sitt fyrsta risamót í sex ár. McIlroy vann PGA-meistaramótið 2014 en síðan hefur enginn risamótstitill komið í hús hjá Norður-Íranum. Hann segir að titlaþurrðin leggist ekki þungt á hann. „Ég hefði viljað vinna nokkur risamót á þessu tímabili. Mér finnst ég hafa átt góða möguleika til þess en hef ekki náð að klára dæmið. En þetta heldur ekki vöku fyrir mér,“ sagði McIlroy. „Það góða er að ég hef þrjá möguleika í ár og fjóra ef allt fer aftur í eðlilegt horf. Það eru eiginlega sjö risamót á næstu tólf mánuðum svo það eru fullt af tækifærum fyrir mig.“ McIlroy, sem er í 3. sæti heimslistans, hefur átt erfitt uppdráttar eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimm mótum síðan þá hefur hann ekki endað ofar en í 11. sæti. McIlroy fagnar sigrinum á PGA-meistaramótinu 2014.getty/Jeff Moreland McIlroy hefur viðurkennt að hann eigi erfitt að einbeita sér þegar engir áhorfendur eru að fylgjast með. „Auðvitað viljum við allir spila fyrir framan áhorfendur þannig að við upplifum þetta eins og alvöru risamót en við erum bara heppnir að spila á golfmótum á þessum tíma,“ sagði McIlroy. „Það eru komin fimm mót síðan keppni hófst á ný svo ég ætti að vera búinn að aðlagast þessu. Ef það að spila golf fyrir framan enga áhorfendur er eitt af mínum mestu áhyggjuefnum, þá er allt í góðu.“ McIlroy endaði í 8. sæti á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann lék samtals á einu höggi yfir pari og var níu höggum á eftir sigurvegaranum, Brooks Koepka frá Bandaríkjunum. Hann vann PGA-meistaramótið einnig 2018 og getur því unnið það í þriðja sinn í röð um helgina. Af fjórum sigrum McIlroys á risamótum hafa tveir komið á PGA-meistaramótinu: 2012 í Suður-Karólínu og 2014 í Kentucky. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
PGA-meistaramótið hefst í San Francisco í dag. Rory McIlroy fær þar tækifæri til að vinna sitt fyrsta risamót í sex ár. McIlroy vann PGA-meistaramótið 2014 en síðan hefur enginn risamótstitill komið í hús hjá Norður-Íranum. Hann segir að titlaþurrðin leggist ekki þungt á hann. „Ég hefði viljað vinna nokkur risamót á þessu tímabili. Mér finnst ég hafa átt góða möguleika til þess en hef ekki náð að klára dæmið. En þetta heldur ekki vöku fyrir mér,“ sagði McIlroy. „Það góða er að ég hef þrjá möguleika í ár og fjóra ef allt fer aftur í eðlilegt horf. Það eru eiginlega sjö risamót á næstu tólf mánuðum svo það eru fullt af tækifærum fyrir mig.“ McIlroy, sem er í 3. sæti heimslistans, hefur átt erfitt uppdráttar eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimm mótum síðan þá hefur hann ekki endað ofar en í 11. sæti. McIlroy fagnar sigrinum á PGA-meistaramótinu 2014.getty/Jeff Moreland McIlroy hefur viðurkennt að hann eigi erfitt að einbeita sér þegar engir áhorfendur eru að fylgjast með. „Auðvitað viljum við allir spila fyrir framan áhorfendur þannig að við upplifum þetta eins og alvöru risamót en við erum bara heppnir að spila á golfmótum á þessum tíma,“ sagði McIlroy. „Það eru komin fimm mót síðan keppni hófst á ný svo ég ætti að vera búinn að aðlagast þessu. Ef það að spila golf fyrir framan enga áhorfendur er eitt af mínum mestu áhyggjuefnum, þá er allt í góðu.“ McIlroy endaði í 8. sæti á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann lék samtals á einu höggi yfir pari og var níu höggum á eftir sigurvegaranum, Brooks Koepka frá Bandaríkjunum. Hann vann PGA-meistaramótið einnig 2018 og getur því unnið það í þriðja sinn í röð um helgina. Af fjórum sigrum McIlroys á risamótum hafa tveir komið á PGA-meistaramótinu: 2012 í Suður-Karólínu og 2014 í Kentucky. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira