Dularfull færsla Zlatan Ibrahimovic vekur von hjá stuðningsmönnum Leeds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 11:00 Zlatan Ibrahimovic vann Evrópudeildina með Manchester United en missti þó af úrslitaleiknum vegna meiðsla. EPA/PETER POWELL Leeds United er að koma aftur upp í ensku úrvalsdeildina í haust og flestir stuðningsmenn vonast eftir liðstyrk áður en deildin hefst í september. Einn sá sigursælasti í sögunni er sagður mögulega á leiðinni til nýliðanna. Zlatan Ibrahimovic hefur verið orðaður við Leeds United og virðist ýta undir slíkar sögusagnir með færslu á samfélagsmiðlum sínum. Hvort hann sé bara að stríða stuðningsmönnum Leeds á aftur á móti eftir að koma í ljós. Zlatan Ibrahimovic birti mynd á Instagram af skútu sem er að sigla undir breskum fána og á hana skrifaði Zlatan: Næsti áfangastaður. Zlatan Ibrahimovic walking out at Elland Road... https://t.co/aI7AxlXhDn— SPORTbible (@sportbible) August 6, 2020 Zlatan Ibrahimovic er vissulega orðinn 38 ára gamall en hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum með AC Milan og hefur því litlu gleymt. Ibrahimovic hefur ekki framlengt samning sinn við AC Milan og það er búist við því að hann spili ekki áfram með ítalska liðinu. Svíinn stóð á öðrum tímamótum í janúar þar sem Zlatan Ibrahimovic var sagður hafa verið að velja á milli AC Milan og Leeds United. Þá var Leeds í ensku b-deildinni en nú er liðið komið upp í ensku úrvalsdeildina. Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, var eiginlega búinn að gefa upp vonina um að fá Ibrahimovic á Elland Road þegar hann var í viðtali í síðasta mánuði. „Það verður erfitt að fá Ibrahimovic. Við reyndum að fá hann í janúar en hann ákvað að fara til AC Milan og samningurinn gufaði upp. Núna held ég að þetta sé orðið of seint. Ákefðin í enska boltanum er allt önnur,“ sagði Andrea Radrizzani. Zlatan Ibrahimovic mun halda upp á 39 ára afmælið sitt í október. Hann lék sitt eina fulla tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United 2016-17 og var þá með 17 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram I agree with Zlatan A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) on Jul 31, 2020 at 11:58am PDT Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Leeds United er að koma aftur upp í ensku úrvalsdeildina í haust og flestir stuðningsmenn vonast eftir liðstyrk áður en deildin hefst í september. Einn sá sigursælasti í sögunni er sagður mögulega á leiðinni til nýliðanna. Zlatan Ibrahimovic hefur verið orðaður við Leeds United og virðist ýta undir slíkar sögusagnir með færslu á samfélagsmiðlum sínum. Hvort hann sé bara að stríða stuðningsmönnum Leeds á aftur á móti eftir að koma í ljós. Zlatan Ibrahimovic birti mynd á Instagram af skútu sem er að sigla undir breskum fána og á hana skrifaði Zlatan: Næsti áfangastaður. Zlatan Ibrahimovic walking out at Elland Road... https://t.co/aI7AxlXhDn— SPORTbible (@sportbible) August 6, 2020 Zlatan Ibrahimovic er vissulega orðinn 38 ára gamall en hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum með AC Milan og hefur því litlu gleymt. Ibrahimovic hefur ekki framlengt samning sinn við AC Milan og það er búist við því að hann spili ekki áfram með ítalska liðinu. Svíinn stóð á öðrum tímamótum í janúar þar sem Zlatan Ibrahimovic var sagður hafa verið að velja á milli AC Milan og Leeds United. Þá var Leeds í ensku b-deildinni en nú er liðið komið upp í ensku úrvalsdeildina. Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, var eiginlega búinn að gefa upp vonina um að fá Ibrahimovic á Elland Road þegar hann var í viðtali í síðasta mánuði. „Það verður erfitt að fá Ibrahimovic. Við reyndum að fá hann í janúar en hann ákvað að fara til AC Milan og samningurinn gufaði upp. Núna held ég að þetta sé orðið of seint. Ákefðin í enska boltanum er allt önnur,“ sagði Andrea Radrizzani. Zlatan Ibrahimovic mun halda upp á 39 ára afmælið sitt í október. Hann lék sitt eina fulla tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United 2016-17 og var þá með 17 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram I agree with Zlatan A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) on Jul 31, 2020 at 11:58am PDT
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira