Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2020 17:46 Tveir menn bera eigur sínar í gegnum brak úr sprengingunum á götu í Beirút. Þeir eru á meðal hundruð þúsunda manna í borginni sem komast ekki heim vegna skemmda sem urðu í sprengingunum. Vísir/EPA Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. Starfsmenn Rauða krossins hafa undan að flytja látna, særða og slasaða af vettvangi og sjúkrahús eru yfirfull í borginni. Neyðarsöfnunin er hluti af samræmdu átaki Rauða krosshreyfingarinnar sem samtökin á Íslandi taka þátt í. Í tilkynningu frá RKÍ kemur fram að Rauði krossinn í Líbanon hafi strax virkjað neyðarkerfi sitt og sé í framlínu aðgerða á vettvangi. Talið er að fleiri en 5.000 manns hafi slasast í tveimur sprengingum, annarri þeirra gríðarlega öflugri, á höfninni í Beirút í gær. Heilbrigðisráðherra Líbanon segist að allt að 250.000 manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna skemmdanna sem urðu á byggingum. „Um fjórðungur íbúa er flóttafólk og þar af er rúm 1,5 milljón manns frá Sýrlandi. Þessar hamfarir koma að auki ofan í COVID-19 faraldurinn og óttast er að sú ringulreið sem skapast hefur í kjölfar sprengingarinnar kunni að valda aukningu í smitum, m.a. vegna þess hve illa gengur að sinna persónulegu hreinlæti og viðhafa fjarlægðartakmörk,“ segir í tilkynningu á vef Rauða krossins. Björgunarlið vinnur að því að leita að fólki í rústum og hefur tekist að bjarga einhverjum. Að minnsta kosti 135 eru sagðir látnir en nær öruggt er talið að tala látinna eigi eftir að hækka enda margra enn saknað. Vanræksla er talin hafa valdið því að afar sprengifimt efni var geymt í vöruhúsi við höfnina í sex ár. Michel Anoun, forseti, sagði í gær að 2.750 tonn af ammoníaknítrati hafi verið í vöruskemmunni en það er meðal annars notað í áburð og sprengjur. Frekari upplýsingar um neyðarsöfnun Rauða krossins má finna hér. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Forseti og borgarstjóri senda samúðarkveðjur til Líbanon Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. 5. ágúst 2020 15:59 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. Starfsmenn Rauða krossins hafa undan að flytja látna, særða og slasaða af vettvangi og sjúkrahús eru yfirfull í borginni. Neyðarsöfnunin er hluti af samræmdu átaki Rauða krosshreyfingarinnar sem samtökin á Íslandi taka þátt í. Í tilkynningu frá RKÍ kemur fram að Rauði krossinn í Líbanon hafi strax virkjað neyðarkerfi sitt og sé í framlínu aðgerða á vettvangi. Talið er að fleiri en 5.000 manns hafi slasast í tveimur sprengingum, annarri þeirra gríðarlega öflugri, á höfninni í Beirút í gær. Heilbrigðisráðherra Líbanon segist að allt að 250.000 manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna skemmdanna sem urðu á byggingum. „Um fjórðungur íbúa er flóttafólk og þar af er rúm 1,5 milljón manns frá Sýrlandi. Þessar hamfarir koma að auki ofan í COVID-19 faraldurinn og óttast er að sú ringulreið sem skapast hefur í kjölfar sprengingarinnar kunni að valda aukningu í smitum, m.a. vegna þess hve illa gengur að sinna persónulegu hreinlæti og viðhafa fjarlægðartakmörk,“ segir í tilkynningu á vef Rauða krossins. Björgunarlið vinnur að því að leita að fólki í rústum og hefur tekist að bjarga einhverjum. Að minnsta kosti 135 eru sagðir látnir en nær öruggt er talið að tala látinna eigi eftir að hækka enda margra enn saknað. Vanræksla er talin hafa valdið því að afar sprengifimt efni var geymt í vöruhúsi við höfnina í sex ár. Michel Anoun, forseti, sagði í gær að 2.750 tonn af ammoníaknítrati hafi verið í vöruskemmunni en það er meðal annars notað í áburð og sprengjur. Frekari upplýsingar um neyðarsöfnun Rauða krossins má finna hér.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Forseti og borgarstjóri senda samúðarkveðjur til Líbanon Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. 5. ágúst 2020 15:59 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Forseti og borgarstjóri senda samúðarkveðjur til Líbanon Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. 5. ágúst 2020 15:59
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13