Guardiola vill fjóra nýja leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 23:00 „Ég vill svona mikið af nýjum leikmönnum,“ gæti Pep verið að segja hér. Matt McNulty/Getty Images Svo virðist sem Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City – sé ekki parsáttur með leikmannahóp sinn. Félagið hefur nú þegar fest kaup á þeim Ferran Torres og Nathan Aké en Guardiola er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Vill hann vill fjóra nýja leikmenn til viðbótar samkvæmt Sky Sports. Eftir að Evrópubanni City var aflétt er ljóst að Pep vill að félagið opni fjárhirslur sínar svo hægt sé að spreða í nýja – og betri – leikmenn. Sá spænski hefur aldrei verið hræddur við að fjárfesta í nýjum mönnum og hann ætlar sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná Englandsmeistaratitlinum úr hrömmum Liverpool-manna. Kaup City á hollenska varnarmanninum Nathan Aké frá Bournemouth voru staðfest fyrr í kvöld. Hann var einn fárra leikmanna Bournemouth sem komst frá nýafstöðnu tímabili með orðspor sitt enn í lagi. Þá er City einnig á eftir Kalidou Koulibaly, varnarmanni Napoli, en sá er eftirsóttur af flestum stærstu liðum Evrópu. Dagar John Stones og Nicolas Otamendi eru svo gott sem taldir hjá City svo mögulega fjárfestir félagið í enn fleiri varnarmönnum. Þessir tveir eru þó á toppi listans. Þó svo að félagið hafi skorað yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur þá vill Pep samt sem áður bæta sóknarleik liðsins. Torres er nú þegar kominn frá Valencia en Lautaro Martinez er á toppi listans yfir þá framherja sem Pep vill til félagsins. Martinez, sem spilar fyrir Inter Milan, hefur verið ítrekað orðaður við spænska stórliðið Barcelona undanfarna mánuði en Börsungar virðast ekki hafa efni á leikmanninum. City mun því eflaust gera það sem þeir geta til að stela honum undan nefinu á Börsungum. Þá er Joao Felix, ungstirnið í herbúðum Atletico Madrid, einnig á lista Pep. Það er ljóst að þessir leikmenn munu kosta sitt en það er ekki vandamál þegar kemur að leikmannakaupum hjá City. Hvað þá ef liðinu tekst að losa nokkra vel valda leikmenn af launaskrá félagsins. Pep vill að City verði búið að klófesta leikmennina fyrir 12. september en félagaskiptaglugginn lokar þó ekki fyrr en í byrjun október. City mætir Real Madrid í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn kemur, þann 7. ágúst. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Svo virðist sem Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City – sé ekki parsáttur með leikmannahóp sinn. Félagið hefur nú þegar fest kaup á þeim Ferran Torres og Nathan Aké en Guardiola er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Vill hann vill fjóra nýja leikmenn til viðbótar samkvæmt Sky Sports. Eftir að Evrópubanni City var aflétt er ljóst að Pep vill að félagið opni fjárhirslur sínar svo hægt sé að spreða í nýja – og betri – leikmenn. Sá spænski hefur aldrei verið hræddur við að fjárfesta í nýjum mönnum og hann ætlar sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná Englandsmeistaratitlinum úr hrömmum Liverpool-manna. Kaup City á hollenska varnarmanninum Nathan Aké frá Bournemouth voru staðfest fyrr í kvöld. Hann var einn fárra leikmanna Bournemouth sem komst frá nýafstöðnu tímabili með orðspor sitt enn í lagi. Þá er City einnig á eftir Kalidou Koulibaly, varnarmanni Napoli, en sá er eftirsóttur af flestum stærstu liðum Evrópu. Dagar John Stones og Nicolas Otamendi eru svo gott sem taldir hjá City svo mögulega fjárfestir félagið í enn fleiri varnarmönnum. Þessir tveir eru þó á toppi listans. Þó svo að félagið hafi skorað yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur þá vill Pep samt sem áður bæta sóknarleik liðsins. Torres er nú þegar kominn frá Valencia en Lautaro Martinez er á toppi listans yfir þá framherja sem Pep vill til félagsins. Martinez, sem spilar fyrir Inter Milan, hefur verið ítrekað orðaður við spænska stórliðið Barcelona undanfarna mánuði en Börsungar virðast ekki hafa efni á leikmanninum. City mun því eflaust gera það sem þeir geta til að stela honum undan nefinu á Börsungum. Þá er Joao Felix, ungstirnið í herbúðum Atletico Madrid, einnig á lista Pep. Það er ljóst að þessir leikmenn munu kosta sitt en það er ekki vandamál þegar kemur að leikmannakaupum hjá City. Hvað þá ef liðinu tekst að losa nokkra vel valda leikmenn af launaskrá félagsins. Pep vill að City verði búið að klófesta leikmennina fyrir 12. september en félagaskiptaglugginn lokar þó ekki fyrr en í byrjun október. City mætir Real Madrid í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn kemur, þann 7. ágúst. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira