Líklegt að Ísland lendi á rauðum listum Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 15:22 Ferðalangar frá Íslandi gætu þurft að sæta sóttkví við komuna til Evrópuríkja, fari svo að Ísland lendi á rauðum lista annarra landa. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir gerir allt eins ráð fyrir því að Ísland lendi á „rauðum listum“ annarra þjóða vegna fjölgunar smitaðra síðustu daga. Það sé vissulega áhyggjuefni. Hið svokallaða nýgengi smita innanlands á Íslandi er nú 21. Það þýðir að undanfarna 14 daga hafa greinst 21 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Þessi tala er þó nokkuð hærri á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu, eða 22,1. Það er næst hæsta gildið meðal Norðurlanda en hæst er það í Svíþjóð, 29,5. Stjórnvöld hinna ýmsu landa horfa til nýgengis þegar ákvörðun er tekin um flokkun landa í áhættusvæði vegna kórónuveirudreifingar. Í þessu samhengi má nefna að Norðmenn hyggjast uppfæra lista sinn yfir áhætturíki á föstudag, en þeir hafa miðað við nýgengið 20 til þessa. Fari svo að Ísland lendi á „rauða listanum“ munu Íslendingar sem koma til Noregs t.d. þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það vissulega áhyggjuefni að nýgengi smita skuli hækka á Íslandi. Hann telur það þó mismunandi eftir löndum hvenær þau skilgreina önnur ríki sem áhættusvæði. Til að mynda sé víða horft hlutfalls smitaðra af höfðatölu og hlutfalls jákvæðra sýna af heildarfjölda. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel,“ sagði Þórólfur á fundi dagsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50 Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Sóttvarnalæknir gerir allt eins ráð fyrir því að Ísland lendi á „rauðum listum“ annarra þjóða vegna fjölgunar smitaðra síðustu daga. Það sé vissulega áhyggjuefni. Hið svokallaða nýgengi smita innanlands á Íslandi er nú 21. Það þýðir að undanfarna 14 daga hafa greinst 21 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Þessi tala er þó nokkuð hærri á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu, eða 22,1. Það er næst hæsta gildið meðal Norðurlanda en hæst er það í Svíþjóð, 29,5. Stjórnvöld hinna ýmsu landa horfa til nýgengis þegar ákvörðun er tekin um flokkun landa í áhættusvæði vegna kórónuveirudreifingar. Í þessu samhengi má nefna að Norðmenn hyggjast uppfæra lista sinn yfir áhætturíki á föstudag, en þeir hafa miðað við nýgengið 20 til þessa. Fari svo að Ísland lendi á „rauða listanum“ munu Íslendingar sem koma til Noregs t.d. þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það vissulega áhyggjuefni að nýgengi smita skuli hækka á Íslandi. Hann telur það þó mismunandi eftir löndum hvenær þau skilgreina önnur ríki sem áhættusvæði. Til að mynda sé víða horft hlutfalls smitaðra af höfðatölu og hlutfalls jákvæðra sýna af heildarfjölda. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel,“ sagði Þórólfur á fundi dagsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50 Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50
Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55