Góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 13:31 Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Vísir/vilhelm Níu innanlandssmit kórónuveiru greindust hér á landi í gær og fjölgaði þeim nokkuð milli daga. Yfirlæknir segir góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar en það skýrist á næstu dögum hvort gripið hafi verið til aðgerða nægilega snemma til að hamla stórri bylgju. Nú er alls 91 í einangrun með veiruna á landinu. Innanlandssmitum fjölgaði því nokkuð milli daga en í fyrradag voru þau þrjú. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir hægan stíganda á faraldrinum enn sem komið er. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að þetta sé hægt og mallandi - en það er þó góðs viti að það skuli ekki vera meira. Stóra spurningin er hvort þessar ráðstafanir sem sóttvarnayfirvöld hafa þó gripið til séu nægjanlanlega tímanlegar til þess að draga úr stórri bylgju,“ segir Már. Lykillinn að árangri í allra höndum Tíminn muni leiða það í ljós. Ef aðgerðirnar voru tímanlegar muni faraldurinn ekki fara á flug, ef ekki þá muni smituðum fjölga. „Það fer bara eftir því hvernig fólk hegðar sér. Ef það tekst að fá fólk til að sinna einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og búið er að klifa á, þá held ég að það sé lykillinn að árangri.“ Hann telur ekki ástæðu til að herða almennt sóttvarnarráðstafanir í samfélaginu að svo stöddu. „Það er tiltölulega lítið smit úti í samfélaginu. Það er það sem skimanir hafa sýnt,“ segir Már. Sá sem hefur verið inniliggjandi á Landspítalanum á liðnum dögum vegna kórónuveirunnar hefur nú verið útskrifaður. Að sögn Más er þó beðið niðurstöðu varðandi mögulegt smit hjá öðrum. „Það eru tveir inniliggjandi núna, grunaðir um að vera með Covid-19. Það hefur ekki verið staðfest ennþá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Níu innanlandssmit kórónuveiru greindust hér á landi í gær og fjölgaði þeim nokkuð milli daga. Yfirlæknir segir góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar en það skýrist á næstu dögum hvort gripið hafi verið til aðgerða nægilega snemma til að hamla stórri bylgju. Nú er alls 91 í einangrun með veiruna á landinu. Innanlandssmitum fjölgaði því nokkuð milli daga en í fyrradag voru þau þrjú. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir hægan stíganda á faraldrinum enn sem komið er. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að þetta sé hægt og mallandi - en það er þó góðs viti að það skuli ekki vera meira. Stóra spurningin er hvort þessar ráðstafanir sem sóttvarnayfirvöld hafa þó gripið til séu nægjanlanlega tímanlegar til þess að draga úr stórri bylgju,“ segir Már. Lykillinn að árangri í allra höndum Tíminn muni leiða það í ljós. Ef aðgerðirnar voru tímanlegar muni faraldurinn ekki fara á flug, ef ekki þá muni smituðum fjölga. „Það fer bara eftir því hvernig fólk hegðar sér. Ef það tekst að fá fólk til að sinna einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og búið er að klifa á, þá held ég að það sé lykillinn að árangri.“ Hann telur ekki ástæðu til að herða almennt sóttvarnarráðstafanir í samfélaginu að svo stöddu. „Það er tiltölulega lítið smit úti í samfélaginu. Það er það sem skimanir hafa sýnt,“ segir Már. Sá sem hefur verið inniliggjandi á Landspítalanum á liðnum dögum vegna kórónuveirunnar hefur nú verið útskrifaður. Að sögn Más er þó beðið niðurstöðu varðandi mögulegt smit hjá öðrum. „Það eru tveir inniliggjandi núna, grunaðir um að vera með Covid-19. Það hefur ekki verið staðfest ennþá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira