LeBron tók mynd af Björgvini og Kobe á Ólympíuleikunum í Peking Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2020 11:06 Björgvin Páll sló í gegn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. getty/Cameron Spencer Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins og Hauka, rifjaði upp kynni sín af körfuboltastjörnunum LeBron James og Kobe Bryant heitnum á Ólympíuleikunum í Peking 2008 í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Björgvin og félagar í íslenska landsliðinu unnu Ólympíusilfur í Peking og framganga strákanna okkar vakti athygli annarra íþróttamanna, m.a. stjarnanna í bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Á Ólympíuleikunum 2008 var ég bara ungur og ferskur og einhvern veginn ómeðvitaður um allt. Í Ólympíuþorpinu voru allir að taka myndir af öllum en þú vilt ekki stoppa alla; sumir gera þetta ekki og sumir taka ekki myndir. Ég var bara að njóta augnabliksins og var ekkert feiminn við að gera það sem ég vildi,“ sagði Björgvin við Sölva. Bandaríska körfuboltalandsliðið tók hús á íslenska handboltalandsliðinu í Ólympíuþorpinu. Skömmu síðar rakst Björgvin aftur á þá Kobe og LeBron í matartjaldinu. „Þá sitja Kobe Bryant og LeBron á borði og LeBron kallar í mig og þeir voru að spyrja meira út í Ísland og handbolta. Þeir sögðust ætla að mæta á leik en gerðu það ekki,“ sagði Björgvin sem langaði í myndir af sér með stórstjörnunum. „Það var ekkert mál. Stelpa sem sat með okkur á borði tók myndina. Svo langaði mig líka í mynd með Kobe sem sat á móti okkur. Ég fór yfir en stelpan náði ekki nógu góðri mynd þannig að LeBron tók símann af henni og sagði: „This will be my fyrst and only picture in the Olympics“ og tók mynd af mér og Kobe. Ég er enn að bíða eftir því að einhver sendi mér mynd af því þegar LeBron er að taka mynd af mér og Kobe.“ LeBron er handstór og Björgvin hafði áhyggjur af símanum sínum í hrömmunum á honum. „Hann er með svo stóra putta að ég hafði áhyggjur af því að hann myndi kremja símann minn,“ sagði Björgvin. Líkt og fyrir Björgvin voru Ólympíuleikarnir í Peking góðir fyrir LeBron og Kobe en Bandaríkjamenn unnu Ólympíugull eftir átta ára bið. Þeir urðu aftur Ólympíumeistarar með bandaríska liðinu í London 2012. Handbolti NBA Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins og Hauka, rifjaði upp kynni sín af körfuboltastjörnunum LeBron James og Kobe Bryant heitnum á Ólympíuleikunum í Peking 2008 í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Björgvin og félagar í íslenska landsliðinu unnu Ólympíusilfur í Peking og framganga strákanna okkar vakti athygli annarra íþróttamanna, m.a. stjarnanna í bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Á Ólympíuleikunum 2008 var ég bara ungur og ferskur og einhvern veginn ómeðvitaður um allt. Í Ólympíuþorpinu voru allir að taka myndir af öllum en þú vilt ekki stoppa alla; sumir gera þetta ekki og sumir taka ekki myndir. Ég var bara að njóta augnabliksins og var ekkert feiminn við að gera það sem ég vildi,“ sagði Björgvin við Sölva. Bandaríska körfuboltalandsliðið tók hús á íslenska handboltalandsliðinu í Ólympíuþorpinu. Skömmu síðar rakst Björgvin aftur á þá Kobe og LeBron í matartjaldinu. „Þá sitja Kobe Bryant og LeBron á borði og LeBron kallar í mig og þeir voru að spyrja meira út í Ísland og handbolta. Þeir sögðust ætla að mæta á leik en gerðu það ekki,“ sagði Björgvin sem langaði í myndir af sér með stórstjörnunum. „Það var ekkert mál. Stelpa sem sat með okkur á borði tók myndina. Svo langaði mig líka í mynd með Kobe sem sat á móti okkur. Ég fór yfir en stelpan náði ekki nógu góðri mynd þannig að LeBron tók símann af henni og sagði: „This will be my fyrst and only picture in the Olympics“ og tók mynd af mér og Kobe. Ég er enn að bíða eftir því að einhver sendi mér mynd af því þegar LeBron er að taka mynd af mér og Kobe.“ LeBron er handstór og Björgvin hafði áhyggjur af símanum sínum í hrömmunum á honum. „Hann er með svo stóra putta að ég hafði áhyggjur af því að hann myndi kremja símann minn,“ sagði Björgvin. Líkt og fyrir Björgvin voru Ólympíuleikarnir í Peking góðir fyrir LeBron og Kobe en Bandaríkjamenn unnu Ólympíugull eftir átta ára bið. Þeir urðu aftur Ólympíumeistarar með bandaríska liðinu í London 2012.
Handbolti NBA Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
„Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29