29 milljarðar fóru frá hinu opinbera til menningarmála árið 2018 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 10:40 29 milljarðar króna fóru til menningarmála frá hinu opinbera árið 2018. Vísir/Vilhelm Útgjöld hins opinbera hér á landi til menningarmála árið 2018 námu 2,5 prósentum af heildarútgjöldum eða rúmlega 29 milljarðar króna. Á sama tíma var 0,5 prósentum heildarútgjalda varið til fjölmiðla. Hlutur menningar af heildarútgjöldum hins opinbera var í samanburði við önnur Evrópuríki þriðji hæstur á Íslandi. Aðeins í Lettlandi og Ungverjalandi var hærri hlutdeild heildarútgjalda varið til menningarmála árið 2018, eða 2,7 og 2,8 prósentum. Hlutfallið á Íslandi var þó hærra en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu hvort sem horft er til útgjalda vegna menningar eða fjölmiðla. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Hagstofa Íslands/skjáskot Hlutdeild til menningarmála hefur haldist svipuð á Íslandi síðatliðin tíu ár, lægst var hún árið 2016 í 2,2 prósentum og hæst árið 2013 í 2,6 prósentum af heildarútgjöldum. Árið 2018 var stærsti útgjaldaliður hins opinbera til menningarmála kaup á vörum og þjónustu og laun en samtals námu þessir liðir um 73 prósentum af heildarútgjöldum málaflokksins á árinu. Þar er meðal annars átt við kaupum á aðföngum og þjónustu sérfræðinga sem ekki eru á launaskrá en launaliðurinn nær til launagreiðslna til starfsfólks ríki og sveitarfélaga. „Þess má geta að listamannalaun falla undir framleiðslustyrki í þessari sundurliðun en í þeim flokki er einnig að finna fjárveitingar í ýmsa menningarsjóði á vegum hins opinbera sem og til kynningarmiðstöðva skapandi greina (svo sem Kvikmyndamiðstöðvar Íslands). Þá nær fjárfesting yfir efnislegar eignir, t.d. yfir húsnæði, vélar og tæki og hugbúnað sem er notaður í meira en eitt ár,“ segir í grein Hagstofunnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Útgjöld hins opinbera hér á landi til menningarmála árið 2018 námu 2,5 prósentum af heildarútgjöldum eða rúmlega 29 milljarðar króna. Á sama tíma var 0,5 prósentum heildarútgjalda varið til fjölmiðla. Hlutur menningar af heildarútgjöldum hins opinbera var í samanburði við önnur Evrópuríki þriðji hæstur á Íslandi. Aðeins í Lettlandi og Ungverjalandi var hærri hlutdeild heildarútgjalda varið til menningarmála árið 2018, eða 2,7 og 2,8 prósentum. Hlutfallið á Íslandi var þó hærra en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu hvort sem horft er til útgjalda vegna menningar eða fjölmiðla. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Hagstofa Íslands/skjáskot Hlutdeild til menningarmála hefur haldist svipuð á Íslandi síðatliðin tíu ár, lægst var hún árið 2016 í 2,2 prósentum og hæst árið 2013 í 2,6 prósentum af heildarútgjöldum. Árið 2018 var stærsti útgjaldaliður hins opinbera til menningarmála kaup á vörum og þjónustu og laun en samtals námu þessir liðir um 73 prósentum af heildarútgjöldum málaflokksins á árinu. Þar er meðal annars átt við kaupum á aðföngum og þjónustu sérfræðinga sem ekki eru á launaskrá en launaliðurinn nær til launagreiðslna til starfsfólks ríki og sveitarfélaga. „Þess má geta að listamannalaun falla undir framleiðslustyrki í þessari sundurliðun en í þeim flokki er einnig að finna fjárveitingar í ýmsa menningarsjóði á vegum hins opinbera sem og til kynningarmiðstöðva skapandi greina (svo sem Kvikmyndamiðstöðvar Íslands). Þá nær fjárfesting yfir efnislegar eignir, t.d. yfir húsnæði, vélar og tæki og hugbúnað sem er notaður í meira en eitt ár,“ segir í grein Hagstofunnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira