Segir ríkisstjórnina hafa farið of seint af stað gegn veirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 09:14 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa brugðist of seint við í baráttunni gegn kórónuveirunni nú í vikunni í pistli sem ber heitið „Hlauptu, hlunkur hlauptu“ og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þá segir hann stjórnarflokkana hafa sameinast um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika við myndun síðustu ríkisstjórnar. „Þegar stefnumálin skipta engu er auðvelt að mynda ríkisstjórn, því að býsna margir þingmenn eru þægilegir í viðkynningu. Stjórnarflokkarnir sameinuðust um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika. Í stöðnun nýtur hinn svifaseini sín,“ skrifar Benedikt. Hann gagnrýnir ríkisstjórnina jafnframt fyrir seinagang í ákvarðanatöku um aðgerðir við kórónuveirunni nú í liðinni viku. Vel hafi þó tekist til í vor þegar vísindin réðu ferðinni, „en þekking á þessum vágesti var auðvitað takmörkuð þá. Margir töldu sig vita betur en sérfræðingarnir. Þessir sjálfskipuðu spekingar fengu heitið kóvitar í almennri umræðu,“ skrifar Benedikt. Þá rifjar hann upp Facebook-pistil sem Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, skrifaði í liðinni viku. Þar hafi hún gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að „þurfa marga fundi til að ræða einfaldan hlut.“ „Það eru meira en tveir sólarhringar síðan ríkisstjórninni var ljóst að það er samfélagssmit (ekki hópsmit) í gangi og þau funda enn. Þetta getur þýtt, ef við erum óheppin, auka vikur í takmörkunum,“ segir í pistli Jóhönnu sem Benedikt vísar í. Hann segir að þegar loks hafi verið farið af stað hafi verið sett upp sýning með þremur ráðherrum, sem „greinilega vildu ná í hluta af þeirri virðingu sem þríeykið hefur notið. En vandinn snýst ekki um hégóma heldur skjót viðbrögð. Það bað nefnilega enginn um hik og aðgerðarleysi,“ skrifar Benedikt. „Fyrir rúmum áratug bar misheppnuð gamanmynd sama heiti og þessi pistill. Gagnrýnandi sagði: „Að upplagi hefur myndin alla burði til þess að verða skondin og lífleg. Leikarar eru góðir, sagan sniðug og sögusviðið sjarmerandi, en hún nær sér aldrei alveg upp úr þeim stirða fasa sem loðir við.“ Betur er varla hægt að lýsa ríkisstjórninni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa brugðist of seint við í baráttunni gegn kórónuveirunni nú í vikunni í pistli sem ber heitið „Hlauptu, hlunkur hlauptu“ og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þá segir hann stjórnarflokkana hafa sameinast um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika við myndun síðustu ríkisstjórnar. „Þegar stefnumálin skipta engu er auðvelt að mynda ríkisstjórn, því að býsna margir þingmenn eru þægilegir í viðkynningu. Stjórnarflokkarnir sameinuðust um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika. Í stöðnun nýtur hinn svifaseini sín,“ skrifar Benedikt. Hann gagnrýnir ríkisstjórnina jafnframt fyrir seinagang í ákvarðanatöku um aðgerðir við kórónuveirunni nú í liðinni viku. Vel hafi þó tekist til í vor þegar vísindin réðu ferðinni, „en þekking á þessum vágesti var auðvitað takmörkuð þá. Margir töldu sig vita betur en sérfræðingarnir. Þessir sjálfskipuðu spekingar fengu heitið kóvitar í almennri umræðu,“ skrifar Benedikt. Þá rifjar hann upp Facebook-pistil sem Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, skrifaði í liðinni viku. Þar hafi hún gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að „þurfa marga fundi til að ræða einfaldan hlut.“ „Það eru meira en tveir sólarhringar síðan ríkisstjórninni var ljóst að það er samfélagssmit (ekki hópsmit) í gangi og þau funda enn. Þetta getur þýtt, ef við erum óheppin, auka vikur í takmörkunum,“ segir í pistli Jóhönnu sem Benedikt vísar í. Hann segir að þegar loks hafi verið farið af stað hafi verið sett upp sýning með þremur ráðherrum, sem „greinilega vildu ná í hluta af þeirri virðingu sem þríeykið hefur notið. En vandinn snýst ekki um hégóma heldur skjót viðbrögð. Það bað nefnilega enginn um hik og aðgerðarleysi,“ skrifar Benedikt. „Fyrir rúmum áratug bar misheppnuð gamanmynd sama heiti og þessi pistill. Gagnrýnandi sagði: „Að upplagi hefur myndin alla burði til þess að verða skondin og lífleg. Leikarar eru góðir, sagan sniðug og sögusviðið sjarmerandi, en hún nær sér aldrei alveg upp úr þeim stirða fasa sem loðir við.“ Betur er varla hægt að lýsa ríkisstjórninni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira