Flest mörk og mesta spennan á Ítalíu Ísak Hallmundarson skrifar 3. ágúst 2020 21:00 Ciro Immobile skoraði 35 af þeim 1154 mörkum sem skoruð voru í ítölsku úrvalsdeildinni 2019-20. getty/Carlo Hermann Ítölskum fótbolta er oft lýst sem varnarsinnuðum og tíðindalitlum. Það var þó ekki raunin á nýafstöðnu tímabili en talsvert fleiri mörk voru skoruð í ítölsku úrvalsdeildinni heldur en í efstu deild á Spáni og Englandi. 1154 mörk voru skoruð í Serie A á Ítalíu eða 3.04 mörk að meðaltali í hverjum leik. 1034 mörk voru skoruð á Englandi, eða 2.72 í leik og aðeins 942 mörk voru skoruð í heildina á Spáni. Flest mörk að meðaltali í leik voru í þýsku úrvalsdeildinni, en þar eru færri leikir spilaðir og voru skoruð 982 mörk, 3.21 í leik, í þeirri deild. Goals scored in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1154 (3.04 per match)🏴 1034 (2.72 per match)🇩🇪 982 (3.21 per match)🇪🇸 942 (2.48 per match)Which was that boring one again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 2, 2020 Ekki eru allir sammála um ágæti þessa markaregns í ítölsku deildinni ef marka má umræðuna á Twitter. Sumir vilja meina að varnarleikurinn hafi verið sá versti í langan tíma og aðrir nefna ódýra vítaspyrnudóma. Það hafa ekki verið skoruð fleiri mörk í leik í ítölsku úrvalsdeildinni síðan árið 1951. Points difference between 1st & 2nd in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1pt (Juve-Inter)🇪🇸 5pts (Real Madrid-Barca)🇩🇪 13pts (Bayern-Dortmund)🏴 18pts (Liverpool-Man City)Part II: Which was boring again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 3, 2020 Þá var toppbaráttan einnig talsvert jafnari á Ítalíu heldur en í hinum stærstu deildunum. Liverpool rúllaði auðvitað upp ensku úrvalsdeildinni og endaði tímabilið með 18 stigum meira en Manchester City sem hreppti annað sætið. Silfurlið Dortmund var 13 stigum á eftir Þýskalandsmeisturum Bayern og Real Madrid uppskar fimm stigum meira en Barcelona á Spáni. Aðeins einu stigi munaði á Juventus sem vann ítölsku deildina og Inter sem var í öðru sæti. Þá munaði aðeins fimm stigum á efsta sætinu og 4. sætinu, Lazio var í 4. sæti með 78 stig en meistarar Juventus enduðu með 83 stig. Hvort ítalska deildin muni sækja í sig veðrið þegar kemur að vinsældum næstu ár á eftir að koma í ljós, en miðað við tímabilið sem lauk í gær eru áhorfendur að fá eitthvað fyrir peninginn þar. Ítalski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Sjá meira
Ítölskum fótbolta er oft lýst sem varnarsinnuðum og tíðindalitlum. Það var þó ekki raunin á nýafstöðnu tímabili en talsvert fleiri mörk voru skoruð í ítölsku úrvalsdeildinni heldur en í efstu deild á Spáni og Englandi. 1154 mörk voru skoruð í Serie A á Ítalíu eða 3.04 mörk að meðaltali í hverjum leik. 1034 mörk voru skoruð á Englandi, eða 2.72 í leik og aðeins 942 mörk voru skoruð í heildina á Spáni. Flest mörk að meðaltali í leik voru í þýsku úrvalsdeildinni, en þar eru færri leikir spilaðir og voru skoruð 982 mörk, 3.21 í leik, í þeirri deild. Goals scored in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1154 (3.04 per match)🏴 1034 (2.72 per match)🇩🇪 982 (3.21 per match)🇪🇸 942 (2.48 per match)Which was that boring one again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 2, 2020 Ekki eru allir sammála um ágæti þessa markaregns í ítölsku deildinni ef marka má umræðuna á Twitter. Sumir vilja meina að varnarleikurinn hafi verið sá versti í langan tíma og aðrir nefna ódýra vítaspyrnudóma. Það hafa ekki verið skoruð fleiri mörk í leik í ítölsku úrvalsdeildinni síðan árið 1951. Points difference between 1st & 2nd in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1pt (Juve-Inter)🇪🇸 5pts (Real Madrid-Barca)🇩🇪 13pts (Bayern-Dortmund)🏴 18pts (Liverpool-Man City)Part II: Which was boring again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 3, 2020 Þá var toppbaráttan einnig talsvert jafnari á Ítalíu heldur en í hinum stærstu deildunum. Liverpool rúllaði auðvitað upp ensku úrvalsdeildinni og endaði tímabilið með 18 stigum meira en Manchester City sem hreppti annað sætið. Silfurlið Dortmund var 13 stigum á eftir Þýskalandsmeisturum Bayern og Real Madrid uppskar fimm stigum meira en Barcelona á Spáni. Aðeins einu stigi munaði á Juventus sem vann ítölsku deildina og Inter sem var í öðru sæti. Þá munaði aðeins fimm stigum á efsta sætinu og 4. sætinu, Lazio var í 4. sæti með 78 stig en meistarar Juventus enduðu með 83 stig. Hvort ítalska deildin muni sækja í sig veðrið þegar kemur að vinsældum næstu ár á eftir að koma í ljós, en miðað við tímabilið sem lauk í gær eru áhorfendur að fá eitthvað fyrir peninginn þar.
Ítalski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Sjá meira