Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 12:00 Guðni er bjartsýnn á að Íslandsmótið geti haldið áfram. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. Þetta kom fram í útvarpsþætti Fótbolta.net sem er á dagskrá X-ins 977 alla laugardaga. „Það er þessi tveggja metra regla sem er mikilvæg í sóttvarnarúrræðum og hún á illa heima við fótboltaiðkun. Við vonum að þetta verði ekki langt tímabil, við vonum að þetta verði frekar vika eða tvær og við komumst í gegnum þetta að við getum æft á meðan við æfum án snertingar, jafnvel í hópnum en án snertingar,“ sagði Guðni meðal annars. Þar vitnar hann í tilmæli sóttvarnarlæknis sem ÍSÍ hefur ítrekað við sérsambönd sín. Stefnt er að því að fresta öllum æfingum og keppnum sem innihalda snertingu til 13. ágúst hið minnsta. KSÍ hefur sem stendur frestað öllu til 5. ágúst og vill helst ekki þurfa fresta enn frekar. Þá mun sambandið funda með yfirvöldum eftir helgi og Guðni er bjartsýnn á framhaldið. Það er að hægt verði að klára Íslandsmótið. „Við erum búin að gefa út reglugerð þar sem við kveðum á að við ætlum að gefa okkur alla vega til 1. desember til að klára mótið ef við þurfum á að halda. Ef okkur seinkar um 1-2 vikur þá gerir það okkur erfiðara fyrir en við höfum tíma upp á að hlaupa. Lykilatriðið er að við náum tökum á þessum faraldri, pössum okkur vel og notum sóttvarnarúrræði.“ „Ég er bjartsýnn á að við klárum mótið.“ KSÍ hefur gefið út að ekki þurfi að leika alla leikina til að skera úr um hver endi uppi sem sigurvegari. Þá segir Guðni að nóvember sé hálfgerður varamánuður. „Við töldum að 1. desember væri gott viðmið og svo erum við með þetta viðmið að við viljum alla vega klára 2/3 leikja svo að mótin verði í raun og veru gild. Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð,“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 19:00 Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30 Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57 Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45 Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. Þetta kom fram í útvarpsþætti Fótbolta.net sem er á dagskrá X-ins 977 alla laugardaga. „Það er þessi tveggja metra regla sem er mikilvæg í sóttvarnarúrræðum og hún á illa heima við fótboltaiðkun. Við vonum að þetta verði ekki langt tímabil, við vonum að þetta verði frekar vika eða tvær og við komumst í gegnum þetta að við getum æft á meðan við æfum án snertingar, jafnvel í hópnum en án snertingar,“ sagði Guðni meðal annars. Þar vitnar hann í tilmæli sóttvarnarlæknis sem ÍSÍ hefur ítrekað við sérsambönd sín. Stefnt er að því að fresta öllum æfingum og keppnum sem innihalda snertingu til 13. ágúst hið minnsta. KSÍ hefur sem stendur frestað öllu til 5. ágúst og vill helst ekki þurfa fresta enn frekar. Þá mun sambandið funda með yfirvöldum eftir helgi og Guðni er bjartsýnn á framhaldið. Það er að hægt verði að klára Íslandsmótið. „Við erum búin að gefa út reglugerð þar sem við kveðum á að við ætlum að gefa okkur alla vega til 1. desember til að klára mótið ef við þurfum á að halda. Ef okkur seinkar um 1-2 vikur þá gerir það okkur erfiðara fyrir en við höfum tíma upp á að hlaupa. Lykilatriðið er að við náum tökum á þessum faraldri, pössum okkur vel og notum sóttvarnarúrræði.“ „Ég er bjartsýnn á að við klárum mótið.“ KSÍ hefur gefið út að ekki þurfi að leika alla leikina til að skera úr um hver endi uppi sem sigurvegari. Þá segir Guðni að nóvember sé hálfgerður varamánuður. „Við töldum að 1. desember væri gott viðmið og svo erum við með þetta viðmið að við viljum alla vega klára 2/3 leikja svo að mótin verði í raun og veru gild. Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð,“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 19:00 Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30 Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57 Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45 Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07
Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 19:00
Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30
Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57
Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45
Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30