Fylkir fær efnilegan leikmann frá Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. júlí 2020 10:00 Unnar Steinn í leik gegn Álftanesi í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Vísir/HAG Fram gerði sér lítið fyrir og sló Pepsi Max deildarlið Fylkis út úr Mjólkurbikarnum í gær eftir vítaspyrnukeppni. Þar með eru drengirnir úr Safamýrinni – sem leika í Lengjudeildinni – komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á meðan Fylkismenn þarf að bíta í það súra epli að vera dottnir úr leik. Árbæingar fóru þó ekki tómhentir heim á leið en seint í gærkvöldi gaf félagið út tilkynningu þess efnis að Unnar Steinn Ingvarsson – tvítugur leikmaður Fram – myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Kemur þetta nokkuð á óvart þar sem Unnar Steinn hefur verið mikið orðaður við Breiðablik undanfarnar vikur og mánuði. „Unnar Steinn er gríðarlega efnilegur miðjumaður og bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. Er þetta í takt við leikmannastefnu Fylkis en fyrir tímabilið náðu þeir til að mynda í hinn unga Þórð Gunnar Hafþórsson frá Vestra. Hann skoraði mark þeirra í gær. Einnig sóttu þeir Arnór Borg Guðjohnsen en sá lét reka sig af velli í gær. Unnar Steinn hóf leikinn í gær á varamannabekk Fram en var settur inn á þegar 79 mínútur voru búnar af leiknum. Hann hefur hins vegar spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan 2018. Alls hefur hann leikið 61 deildar- og bikarleik fyrir Fram og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann einnig 14 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fylkir er sem stendur í 3. sæti Pepsi Max deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki. Stjörnumenn koma þar á eftir með 14 eftir aðeins sex leiki. Fram er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með 14 stig eftir átta umferðir, aðeins tveimur stigum frá toppliði Leiknis Reykjavíkur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1. 30. júlí 2020 22:01 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Fram gerði sér lítið fyrir og sló Pepsi Max deildarlið Fylkis út úr Mjólkurbikarnum í gær eftir vítaspyrnukeppni. Þar með eru drengirnir úr Safamýrinni – sem leika í Lengjudeildinni – komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á meðan Fylkismenn þarf að bíta í það súra epli að vera dottnir úr leik. Árbæingar fóru þó ekki tómhentir heim á leið en seint í gærkvöldi gaf félagið út tilkynningu þess efnis að Unnar Steinn Ingvarsson – tvítugur leikmaður Fram – myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Kemur þetta nokkuð á óvart þar sem Unnar Steinn hefur verið mikið orðaður við Breiðablik undanfarnar vikur og mánuði. „Unnar Steinn er gríðarlega efnilegur miðjumaður og bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. Er þetta í takt við leikmannastefnu Fylkis en fyrir tímabilið náðu þeir til að mynda í hinn unga Þórð Gunnar Hafþórsson frá Vestra. Hann skoraði mark þeirra í gær. Einnig sóttu þeir Arnór Borg Guðjohnsen en sá lét reka sig af velli í gær. Unnar Steinn hóf leikinn í gær á varamannabekk Fram en var settur inn á þegar 79 mínútur voru búnar af leiknum. Hann hefur hins vegar spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan 2018. Alls hefur hann leikið 61 deildar- og bikarleik fyrir Fram og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann einnig 14 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fylkir er sem stendur í 3. sæti Pepsi Max deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki. Stjörnumenn koma þar á eftir með 14 eftir aðeins sex leiki. Fram er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með 14 stig eftir átta umferðir, aðeins tveimur stigum frá toppliði Leiknis Reykjavíkur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1. 30. júlí 2020 22:01 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1. 30. júlí 2020 22:01