Ákvörðun um tveggja metra reglu gæti legið fyrir á næstu dögum Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2020 17:56 Alma Möller landlæknir. Stöð 2 Landlæknir segist reikna með því að sóttvarnalæknir sendi ráðherra minnisblað sitt sem inniheldur tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar í kvöld og að ákvörðun heilbrigðisráðherra geti legið fyrir á næstu dögum. Alma Möller, landlæknir, greindi frá þessu í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Alma sagði að á samráðsfundi ráðherra og almannavarna hafi verið velt fyrir sér möguleikunum í stöðunni en á meðal þeirra eru breytingar á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglu. Alma sagði að á fundinum hefðu engar ákvarðanir verið teknar. „Það var áfram verið að fara yfir stöðuna, farið yfir gögn frá landamærum og yfir stöðuna innanlands og velt fyrir sér möguleikunum. Það voru engar ákvarðanir teknar en það er sóttvarnalæknir sem situr yfir því núna að skila tillögum til ráðherra og ég á von að það verði gert í kvöld. Síðan þarf ráðherra auðvitað tíma til að fara yfir tillögurnar og ákveða hvaða aðgerðir verða ofan á,“ sagði Alma. „Það er aðallega verið að skoða hvort það þurfi að breyta áherslum eða herða reglur á landamærum. Síðan er verið að skoða hvort að það þurfi að grípa til aðgerða innanlands. Þar er helst verið að tala um breytingu á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglum.“ Tveggja metra reglu var komið í gildi fyrr á árinu þegar faraldurinn stóð sem hæst og hafði hún, og aðrar sóttvarnaaðgerðir, töluverð samfélagsleg áhrif. Alma segir að mögulega verði gripið til annara leið varðandi regluna en í fyrstu var gert. „Það er ekki víst að hún verði algild. Það gæti verið að gripið verði til hennar á ákveðnum stöðum en ég get ekkert sagt um það hvernig þetta verður útfært að sinni,“ sagði Alma. Alma segir að þó að einhver smit hafi komist í gegnum landamæraskimun hafi hún borgað sig. „Við fórum yfir gögnin og þá sjáum við að vitað er um fjögur smit sem skimunin hefur misst af. Af þeim eru þrjú sem seinni skimun hefði líklega gripið og við erum jú komin með hana núna. Fimmta smitið sem við erum að kljást við tengist hópsmitinu á Akranesi og við vitum ekki hvernig það barst inn í landið. Hins vegar vitum við að skimunin hefur greint þrettán einstaklinga sem eru búsettir hér á landi og tíu erlenda ferðamenn þannig að við teljum skimun hafa skilað árangri. Við getum ímyndað okkur ef við værum að kljást við smit frá þessum 23 einstaklingum,“ segir landlæknir í samtali við Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Alma segir þá að það liggi ekki hvort að mögulegar hertar aðgerðir tæki gildi fyrir helgi eður ei. „Það er ráðherra sem ákveður það,“ sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Landlæknir segist reikna með því að sóttvarnalæknir sendi ráðherra minnisblað sitt sem inniheldur tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar í kvöld og að ákvörðun heilbrigðisráðherra geti legið fyrir á næstu dögum. Alma Möller, landlæknir, greindi frá þessu í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Alma sagði að á samráðsfundi ráðherra og almannavarna hafi verið velt fyrir sér möguleikunum í stöðunni en á meðal þeirra eru breytingar á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglu. Alma sagði að á fundinum hefðu engar ákvarðanir verið teknar. „Það var áfram verið að fara yfir stöðuna, farið yfir gögn frá landamærum og yfir stöðuna innanlands og velt fyrir sér möguleikunum. Það voru engar ákvarðanir teknar en það er sóttvarnalæknir sem situr yfir því núna að skila tillögum til ráðherra og ég á von að það verði gert í kvöld. Síðan þarf ráðherra auðvitað tíma til að fara yfir tillögurnar og ákveða hvaða aðgerðir verða ofan á,“ sagði Alma. „Það er aðallega verið að skoða hvort það þurfi að breyta áherslum eða herða reglur á landamærum. Síðan er verið að skoða hvort að það þurfi að grípa til aðgerða innanlands. Þar er helst verið að tala um breytingu á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglum.“ Tveggja metra reglu var komið í gildi fyrr á árinu þegar faraldurinn stóð sem hæst og hafði hún, og aðrar sóttvarnaaðgerðir, töluverð samfélagsleg áhrif. Alma segir að mögulega verði gripið til annara leið varðandi regluna en í fyrstu var gert. „Það er ekki víst að hún verði algild. Það gæti verið að gripið verði til hennar á ákveðnum stöðum en ég get ekkert sagt um það hvernig þetta verður útfært að sinni,“ sagði Alma. Alma segir að þó að einhver smit hafi komist í gegnum landamæraskimun hafi hún borgað sig. „Við fórum yfir gögnin og þá sjáum við að vitað er um fjögur smit sem skimunin hefur misst af. Af þeim eru þrjú sem seinni skimun hefði líklega gripið og við erum jú komin með hana núna. Fimmta smitið sem við erum að kljást við tengist hópsmitinu á Akranesi og við vitum ekki hvernig það barst inn í landið. Hins vegar vitum við að skimunin hefur greint þrettán einstaklinga sem eru búsettir hér á landi og tíu erlenda ferðamenn þannig að við teljum skimun hafa skilað árangri. Við getum ímyndað okkur ef við værum að kljást við smit frá þessum 23 einstaklingum,“ segir landlæknir í samtali við Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Alma segir þá að það liggi ekki hvort að mögulegar hertar aðgerðir tæki gildi fyrir helgi eður ei. „Það er ráðherra sem ákveður það,“ sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent