Athugull starfsmaður Reebok fitness stöðvaði brot á sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 15:37 Frá Reebok fitness í Holtagörðum. Umrætt atvik varð í stöð Reebok við Lambhaga. Vísir/vilhelm Fulltrúar smitrakningarteymis almannavarna þurftu í dag að senda einstakling sem átti að vera í sóttkví heim úr líkamsræktarstöðinni Reebok fitness við Lambhaga í Reykjavík. Starfsmaður stöðvarinnar kannaðist við viðkomandi, taldi öruggt að hann ætti að vera í sóttkví og í kjölfarið var haft samband við almannavarnir. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að um misskilning hafi verið að ræða. Einstaklingurinn hafi verið í sóttkví en jafnframt farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni, fengið neikvætt svar og talið að þar með væri sóttkvínni aflétt. Það sé þó ekki svo að neikvætt sýni úr sýnatöku bindi enda á sóttkví. Ágúst Ágústsson hjá Rebook fitness segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að fyrirtækið hafi tekið málinu mjög alvarlega. Starfsmaður stöðvarinnar við Lambhaga hafi kannast við einstaklinginn og réttilega haldið að viðkomandi ætti að vera í sóttkví. Eftir ábendingu frá líkamsræktarstöðinni hringdi fulltrúi smitrakningateymisins í einstaklinginn, sem þá var enn í ræktinni, og hann hélt rakleiðis heim á leið. „Við höfðum strax samband við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til að fá leiðbeiningar um hvernig við ættum að snúa okkur í þessu máli. Samkvæmt ráðleggingum var farið í það að tæma og loka líkamsræktarstöðinni og loks hefja þar sótthreinsun,“ segir Ágúst. Eftir nánari eftirgrennslan almannavarna reyndist þó ekki þurfa að loka stöðinni. Líkt og áður segir fékk einstaklingurinn neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku og því ekki talin nein smithætta af honum. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarna daga hér á landi og samkvæmt tölum á Covid.is eru nú 187 í sóttkví. Sóttvarnalæknir skilar minnisblaði með tillögum að breytingum á takmörkunum vegna veirunnar til heilbrigðisráðherra í dag. Búist er við að hertar aðgerðir verði kynntar í kjölfarið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Fulltrúar smitrakningarteymis almannavarna þurftu í dag að senda einstakling sem átti að vera í sóttkví heim úr líkamsræktarstöðinni Reebok fitness við Lambhaga í Reykjavík. Starfsmaður stöðvarinnar kannaðist við viðkomandi, taldi öruggt að hann ætti að vera í sóttkví og í kjölfarið var haft samband við almannavarnir. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að um misskilning hafi verið að ræða. Einstaklingurinn hafi verið í sóttkví en jafnframt farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni, fengið neikvætt svar og talið að þar með væri sóttkvínni aflétt. Það sé þó ekki svo að neikvætt sýni úr sýnatöku bindi enda á sóttkví. Ágúst Ágústsson hjá Rebook fitness segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að fyrirtækið hafi tekið málinu mjög alvarlega. Starfsmaður stöðvarinnar við Lambhaga hafi kannast við einstaklinginn og réttilega haldið að viðkomandi ætti að vera í sóttkví. Eftir ábendingu frá líkamsræktarstöðinni hringdi fulltrúi smitrakningateymisins í einstaklinginn, sem þá var enn í ræktinni, og hann hélt rakleiðis heim á leið. „Við höfðum strax samband við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til að fá leiðbeiningar um hvernig við ættum að snúa okkur í þessu máli. Samkvæmt ráðleggingum var farið í það að tæma og loka líkamsræktarstöðinni og loks hefja þar sótthreinsun,“ segir Ágúst. Eftir nánari eftirgrennslan almannavarna reyndist þó ekki þurfa að loka stöðinni. Líkt og áður segir fékk einstaklingurinn neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku og því ekki talin nein smithætta af honum. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarna daga hér á landi og samkvæmt tölum á Covid.is eru nú 187 í sóttkví. Sóttvarnalæknir skilar minnisblaði með tillögum að breytingum á takmörkunum vegna veirunnar til heilbrigðisráðherra í dag. Búist er við að hertar aðgerðir verði kynntar í kjölfarið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira