Athugull starfsmaður Reebok fitness stöðvaði brot á sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 15:37 Frá Reebok fitness í Holtagörðum. Umrætt atvik varð í stöð Reebok við Lambhaga. Vísir/vilhelm Fulltrúar smitrakningarteymis almannavarna þurftu í dag að senda einstakling sem átti að vera í sóttkví heim úr líkamsræktarstöðinni Reebok fitness við Lambhaga í Reykjavík. Starfsmaður stöðvarinnar kannaðist við viðkomandi, taldi öruggt að hann ætti að vera í sóttkví og í kjölfarið var haft samband við almannavarnir. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að um misskilning hafi verið að ræða. Einstaklingurinn hafi verið í sóttkví en jafnframt farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni, fengið neikvætt svar og talið að þar með væri sóttkvínni aflétt. Það sé þó ekki svo að neikvætt sýni úr sýnatöku bindi enda á sóttkví. Ágúst Ágústsson hjá Rebook fitness segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að fyrirtækið hafi tekið málinu mjög alvarlega. Starfsmaður stöðvarinnar við Lambhaga hafi kannast við einstaklinginn og réttilega haldið að viðkomandi ætti að vera í sóttkví. Eftir ábendingu frá líkamsræktarstöðinni hringdi fulltrúi smitrakningateymisins í einstaklinginn, sem þá var enn í ræktinni, og hann hélt rakleiðis heim á leið. „Við höfðum strax samband við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til að fá leiðbeiningar um hvernig við ættum að snúa okkur í þessu máli. Samkvæmt ráðleggingum var farið í það að tæma og loka líkamsræktarstöðinni og loks hefja þar sótthreinsun,“ segir Ágúst. Eftir nánari eftirgrennslan almannavarna reyndist þó ekki þurfa að loka stöðinni. Líkt og áður segir fékk einstaklingurinn neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku og því ekki talin nein smithætta af honum. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarna daga hér á landi og samkvæmt tölum á Covid.is eru nú 187 í sóttkví. Sóttvarnalæknir skilar minnisblaði með tillögum að breytingum á takmörkunum vegna veirunnar til heilbrigðisráðherra í dag. Búist er við að hertar aðgerðir verði kynntar í kjölfarið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Fulltrúar smitrakningarteymis almannavarna þurftu í dag að senda einstakling sem átti að vera í sóttkví heim úr líkamsræktarstöðinni Reebok fitness við Lambhaga í Reykjavík. Starfsmaður stöðvarinnar kannaðist við viðkomandi, taldi öruggt að hann ætti að vera í sóttkví og í kjölfarið var haft samband við almannavarnir. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að um misskilning hafi verið að ræða. Einstaklingurinn hafi verið í sóttkví en jafnframt farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni, fengið neikvætt svar og talið að þar með væri sóttkvínni aflétt. Það sé þó ekki svo að neikvætt sýni úr sýnatöku bindi enda á sóttkví. Ágúst Ágústsson hjá Rebook fitness segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að fyrirtækið hafi tekið málinu mjög alvarlega. Starfsmaður stöðvarinnar við Lambhaga hafi kannast við einstaklinginn og réttilega haldið að viðkomandi ætti að vera í sóttkví. Eftir ábendingu frá líkamsræktarstöðinni hringdi fulltrúi smitrakningateymisins í einstaklinginn, sem þá var enn í ræktinni, og hann hélt rakleiðis heim á leið. „Við höfðum strax samband við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til að fá leiðbeiningar um hvernig við ættum að snúa okkur í þessu máli. Samkvæmt ráðleggingum var farið í það að tæma og loka líkamsræktarstöðinni og loks hefja þar sótthreinsun,“ segir Ágúst. Eftir nánari eftirgrennslan almannavarna reyndist þó ekki þurfa að loka stöðinni. Líkt og áður segir fékk einstaklingurinn neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku og því ekki talin nein smithætta af honum. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarna daga hér á landi og samkvæmt tölum á Covid.is eru nú 187 í sóttkví. Sóttvarnalæknir skilar minnisblaði með tillögum að breytingum á takmörkunum vegna veirunnar til heilbrigðisráðherra í dag. Búist er við að hertar aðgerðir verði kynntar í kjölfarið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent