Ástandið á dvalarheimilum í Ástralíu alvarlegt Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 10:44 Hermenn og heilbrigðisstarfsmenn fyrir utan dvalarheimili í Melbourne. EPA/DANIEL POCKETT Yfirvöld í Ástralíu hafa sent sérstakar neyðarsveitir, sem iðulega eru sendar til hamfarasvæða, á dvalarheimili í Melbourne þar sem þær eiga að berjast gegn verstu útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðin. Metfjöldi nýsmitaðra greindist í Viktoríuhéraði á mánudaginn, alls 532, og þar af margir á dvalarheimilum. Búið er að staðfesta að minnst 804 íbúar dvalarheimila í Viktoríu eru smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Minnst 49 íbúar dvalarheimila hafa dáið í héraðinu á undanförnum dögum og þeim mun fjölga. Aldraðir eru viðkvæmastir gagnvart sjúkdómnum. „Við munum sjá fleiri deyja, sérstaklega á dvalarheimilum,“ sagði Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu, á mánudaginn, samkvæmt frétt ABC News. Í dag greindust 295 smitaðir í Viktoríu og níu dóu, þar af sjö á dvalarheimilum. Þann 6. júní greindist ekkert nýtt tilfelli í Viktoríu og varð það í fyrsta sinn frá því i mars. Það varði þó ekki lengi. Þann 17. júní greindust 21 nýsmitaður en síðustu vikuna hafa 386 greinst smitaðir á degi hverjum, að meðaltali. ABC segir að 92 hafi dáið. Heilt yfir hafa nærri því 15.600 smitast í Ástralíu og 176 hafa dáið, samkvæmt frétt Reuters. Útbreiðsla veirunnar hefur aukist á undanförnum dögum og hafa yfirvöld víða í landinu gripið til félagsforðunar og samkomuhöft á nýjan leik. Ríkisstjórn Ástralíu hefur sent 1.400 hermenn og fimm neyðarsveitir til Melbourne og er þeim ætlað að aðstoða yfirvöld þar. Hermenn munu meðal annars leysa heilbrigðisstarfsfólk sem er í sóttkví og einangrun af og aðstoða við smitrakningu. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu hafa sent sérstakar neyðarsveitir, sem iðulega eru sendar til hamfarasvæða, á dvalarheimili í Melbourne þar sem þær eiga að berjast gegn verstu útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðin. Metfjöldi nýsmitaðra greindist í Viktoríuhéraði á mánudaginn, alls 532, og þar af margir á dvalarheimilum. Búið er að staðfesta að minnst 804 íbúar dvalarheimila í Viktoríu eru smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Minnst 49 íbúar dvalarheimila hafa dáið í héraðinu á undanförnum dögum og þeim mun fjölga. Aldraðir eru viðkvæmastir gagnvart sjúkdómnum. „Við munum sjá fleiri deyja, sérstaklega á dvalarheimilum,“ sagði Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu, á mánudaginn, samkvæmt frétt ABC News. Í dag greindust 295 smitaðir í Viktoríu og níu dóu, þar af sjö á dvalarheimilum. Þann 6. júní greindist ekkert nýtt tilfelli í Viktoríu og varð það í fyrsta sinn frá því i mars. Það varði þó ekki lengi. Þann 17. júní greindust 21 nýsmitaður en síðustu vikuna hafa 386 greinst smitaðir á degi hverjum, að meðaltali. ABC segir að 92 hafi dáið. Heilt yfir hafa nærri því 15.600 smitast í Ástralíu og 176 hafa dáið, samkvæmt frétt Reuters. Útbreiðsla veirunnar hefur aukist á undanförnum dögum og hafa yfirvöld víða í landinu gripið til félagsforðunar og samkomuhöft á nýjan leik. Ríkisstjórn Ástralíu hefur sent 1.400 hermenn og fimm neyðarsveitir til Melbourne og er þeim ætlað að aðstoða yfirvöld þar. Hermenn munu meðal annars leysa heilbrigðisstarfsfólk sem er í sóttkví og einangrun af og aðstoða við smitrakningu.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira