Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2020 11:04 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. Fjöldamörk samkomubanns munu þannig áfram miðast við 500 manns til 18. ágúst, auk þess sem skemmtistaðir verða áfram opnir til 23. Til stóð að fjöldamörk yrðu hækkuð í 1.000 og afgreiðslutími skemmtistaða lengdur til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi. Bíða með breytingar í ljósi innanlandssmita Ríkisstjórnin tók fyrir áætlaðar breytingar á fjöldatakmörkunum og afgreiðslutíma skemmtistaða vegna kórónuveirunnar á fundi sínum í morgun. Heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu nú að loknum fundi að hún hafi fengið nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær. Hún hafði áður fallist á tillögur hans er sneru að tilslökunum á samkomubanni 4. ágúst. „En í ljósi stöðunnar sem við erum að sjá þessa dagana, bæði í gær og í fyrradag, þá leggur hann til við mig að við bíðum með þessar tilslakanir í tvær vikur. Það er að segja, þá breytingu annars vegar að fjölga úr fimm hundruð í þúsund með hámarksfjölda á einum stað og hins vegar þetta með að lengja opnunartíma veitingahúsa frá ellefu til miðnættis. Þannig að það verður bið á þeirri breytingu í ljósi þess að við þurfum að ná betur utan um stöðuna.“ Innt eftir því hvort til skoðunar sé að grípa til hertari aðgerða í ljósi innanlandssmitanna sem greinst hafa hér á landi síðustu daga segir Svandís að nú sé allt til skoðunar. „Það standa yfir fundir þar sem verið er að skoða þessi mál og samspilið við skimun á landamærum. Ég legg megináherslu á það í dag að við þurfum að herða verulega á því sem við öll kunnum svo vel, sem eru okkar einstaklingsbundnu smitvarnir.“ Þá þurfi einnig að skoða hvort setja eigi aukinn kraft í skimun fyrir veirunni innanlands. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt hér eftir sem hingað til,“ segir Svandís. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samkomubann miðast við þúsund eftir verslunarmannahelgi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að framlengja núgildandi samkomubann fram yfir verslunarmannahelgi. 22. júlí 2020 07:00 Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. Fjöldamörk samkomubanns munu þannig áfram miðast við 500 manns til 18. ágúst, auk þess sem skemmtistaðir verða áfram opnir til 23. Til stóð að fjöldamörk yrðu hækkuð í 1.000 og afgreiðslutími skemmtistaða lengdur til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi. Bíða með breytingar í ljósi innanlandssmita Ríkisstjórnin tók fyrir áætlaðar breytingar á fjöldatakmörkunum og afgreiðslutíma skemmtistaða vegna kórónuveirunnar á fundi sínum í morgun. Heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu nú að loknum fundi að hún hafi fengið nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær. Hún hafði áður fallist á tillögur hans er sneru að tilslökunum á samkomubanni 4. ágúst. „En í ljósi stöðunnar sem við erum að sjá þessa dagana, bæði í gær og í fyrradag, þá leggur hann til við mig að við bíðum með þessar tilslakanir í tvær vikur. Það er að segja, þá breytingu annars vegar að fjölga úr fimm hundruð í þúsund með hámarksfjölda á einum stað og hins vegar þetta með að lengja opnunartíma veitingahúsa frá ellefu til miðnættis. Þannig að það verður bið á þeirri breytingu í ljósi þess að við þurfum að ná betur utan um stöðuna.“ Innt eftir því hvort til skoðunar sé að grípa til hertari aðgerða í ljósi innanlandssmitanna sem greinst hafa hér á landi síðustu daga segir Svandís að nú sé allt til skoðunar. „Það standa yfir fundir þar sem verið er að skoða þessi mál og samspilið við skimun á landamærum. Ég legg megináherslu á það í dag að við þurfum að herða verulega á því sem við öll kunnum svo vel, sem eru okkar einstaklingsbundnu smitvarnir.“ Þá þurfi einnig að skoða hvort setja eigi aukinn kraft í skimun fyrir veirunni innanlands. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt hér eftir sem hingað til,“ segir Svandís. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samkomubann miðast við þúsund eftir verslunarmannahelgi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að framlengja núgildandi samkomubann fram yfir verslunarmannahelgi. 22. júlí 2020 07:00 Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Samkomubann miðast við þúsund eftir verslunarmannahelgi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að framlengja núgildandi samkomubann fram yfir verslunarmannahelgi. 22. júlí 2020 07:00
Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58
Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44