Breskur köttur greindist með Covid-19 Sylvía Hall skrifar 27. júlí 2020 12:44 Ekkert bendir til þess að kötturinn hafi smitað eigandur sína eða aðra. Vísir/Getty Köttur í Englandi greindist með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 nú á dögunum eftir að hafa farið í sýnatöku í síðustu viku. Kötturinn var upphaflega talinn vera með kattainflúensu en sýnataka leiddi í ljós að um kórónuveirusmit væri að ræða. Í frétt Sky News um málið segir að ekkert bendi til þess að kötturinn hafi smitað eigendur sína eða aðra. Kötturinn hafi að öllum líkindum fengið smitið frá manneskju enda sé ekkert sem bendi til þess að dýr geti smitað mannfólk. „Það bendir ekkert til þess að gæludýr geti smitað mannfólk af veirunni. Við munum áfram fylgjast náið með stöðunni og veita frekari upplýsingar,“ segir í fréttatilkynningu frá breskum yfirvöldum um smitið. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að dýr smitist af kórónuveirunni. Í mars var greint frá því að hundur smitaðist af veirunni frá eiganda sínum, en sá sýndi enginn einkenni og virtist við hestaheilsu á meðan hann dvaldi í einangrun. Þá greindist heimilisköttur í Belgíu með veiruna í lok mars. Þetta er þó fyrsta tilfelli kórónuveirusmits í bresku dýri en kötturinn fór í sýnatöku í Surrey á miðvikudag. Yfirvöld í Bretlandi ítreka mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og það eigi líka við þegar fólk er að umgangast dýr. Fólk þurfi ávallt að huga að handþvotti og almennu hreinlæti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Tígrísdýr í Bronx-dýragarðinum greindist með kórónuveiru Fjögurra ára tígrísdýr í dýragarðinum í Bronx í New York í Bandaríkjunum hefur greinst með kórónuveirusmit. 6. apríl 2020 08:15 Kórónuveiran greindist í hundi eftir að eigandinn smitaðist Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. 5. mars 2020 08:55 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Köttur í Englandi greindist með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 nú á dögunum eftir að hafa farið í sýnatöku í síðustu viku. Kötturinn var upphaflega talinn vera með kattainflúensu en sýnataka leiddi í ljós að um kórónuveirusmit væri að ræða. Í frétt Sky News um málið segir að ekkert bendi til þess að kötturinn hafi smitað eigendur sína eða aðra. Kötturinn hafi að öllum líkindum fengið smitið frá manneskju enda sé ekkert sem bendi til þess að dýr geti smitað mannfólk. „Það bendir ekkert til þess að gæludýr geti smitað mannfólk af veirunni. Við munum áfram fylgjast náið með stöðunni og veita frekari upplýsingar,“ segir í fréttatilkynningu frá breskum yfirvöldum um smitið. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að dýr smitist af kórónuveirunni. Í mars var greint frá því að hundur smitaðist af veirunni frá eiganda sínum, en sá sýndi enginn einkenni og virtist við hestaheilsu á meðan hann dvaldi í einangrun. Þá greindist heimilisköttur í Belgíu með veiruna í lok mars. Þetta er þó fyrsta tilfelli kórónuveirusmits í bresku dýri en kötturinn fór í sýnatöku í Surrey á miðvikudag. Yfirvöld í Bretlandi ítreka mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og það eigi líka við þegar fólk er að umgangast dýr. Fólk þurfi ávallt að huga að handþvotti og almennu hreinlæti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Tígrísdýr í Bronx-dýragarðinum greindist með kórónuveiru Fjögurra ára tígrísdýr í dýragarðinum í Bronx í New York í Bandaríkjunum hefur greinst með kórónuveirusmit. 6. apríl 2020 08:15 Kórónuveiran greindist í hundi eftir að eigandinn smitaðist Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. 5. mars 2020 08:55 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Tígrísdýr í Bronx-dýragarðinum greindist með kórónuveiru Fjögurra ára tígrísdýr í dýragarðinum í Bronx í New York í Bandaríkjunum hefur greinst með kórónuveirusmit. 6. apríl 2020 08:15
Kórónuveiran greindist í hundi eftir að eigandinn smitaðist Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. 5. mars 2020 08:55