Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2020 19:00 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis ARNAR HALLDÓRS Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tveir við landamæraskimun. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að vaxandi fjöldi innanlandssmita þýði ekki endilega að veiran sé að breiðast víðar út í samfélagið. „Það er búið að raðgreina frá fyrra innanlandssmitinu og það er veira sem hefur ekki sést hér áður þannig að við höfum enga sérstaka ástæðu til að halda að hún hafi farið dult í samfélaginu í einhvern tíma. Þetta er sennilega eitthvað sem er nýkomið til landsins en auðvitað þurfum við að vera mjög vel á varðbergi núna,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Flestir þeirra smituðu hafa verið í tengslum við einstaklinga sem komu frá útlöndum. Frekari sýnatökur fara fram á næstunni en nokkrir, sem voru í samneyti við þá smituðu eru farnir að sýna einkenni kórónuveirunnar. „Núna er ekki innflúensa í gangi og minna um aðrar öndunarfærissýkingar þannig við getum verið nokkuð frjálslynd með það að gera þessi próf á einstaklingum sem á innflúensutíma hefði fundist ástæða til að gera eitthvað annað fyrst,“ sagði Kamilla. Verklag í stöðugri endurskoðun Smitrakningu er að mestu lokið en ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví. Tveir hinna smituðu greindust eftir að hafa sótt íþróttaviðburði. Hefur það vakið upp spurningar hvort forsvaranlegt sé að halda slíka viðburði. Samskiptastjóri almannavarna segir það vel hægt svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. Kamilla segir nánast útilokað að hinir smituðu hafi smitast á íþróttamótunum. „Ef það fara ekki fleiri í einangrun út frá þessum einstaklingum eftir að hafa umgengist þá á þessum íþróttamótum þá getum við haldið því fram að okkar sóttvarnir á mótunum hafi virkað. En það er ekki komið í ljós,“ sagði Kamilla. Verklag almannavarnardeildar sé í stöðugri endurskoðun. „Við þurfum að vera tilbúin til að grípa inn í með frekari ráðleggingar eða takmarkanir ef það virðist tilefni til,“ sagði Kamilla. Eftir rúma viku stendur til að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar upp í þúsund manns. Þessi nýja staða gæti haft áhrif á tilslakanir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37 Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tveir við landamæraskimun. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að vaxandi fjöldi innanlandssmita þýði ekki endilega að veiran sé að breiðast víðar út í samfélagið. „Það er búið að raðgreina frá fyrra innanlandssmitinu og það er veira sem hefur ekki sést hér áður þannig að við höfum enga sérstaka ástæðu til að halda að hún hafi farið dult í samfélaginu í einhvern tíma. Þetta er sennilega eitthvað sem er nýkomið til landsins en auðvitað þurfum við að vera mjög vel á varðbergi núna,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Flestir þeirra smituðu hafa verið í tengslum við einstaklinga sem komu frá útlöndum. Frekari sýnatökur fara fram á næstunni en nokkrir, sem voru í samneyti við þá smituðu eru farnir að sýna einkenni kórónuveirunnar. „Núna er ekki innflúensa í gangi og minna um aðrar öndunarfærissýkingar þannig við getum verið nokkuð frjálslynd með það að gera þessi próf á einstaklingum sem á innflúensutíma hefði fundist ástæða til að gera eitthvað annað fyrst,“ sagði Kamilla. Verklag í stöðugri endurskoðun Smitrakningu er að mestu lokið en ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví. Tveir hinna smituðu greindust eftir að hafa sótt íþróttaviðburði. Hefur það vakið upp spurningar hvort forsvaranlegt sé að halda slíka viðburði. Samskiptastjóri almannavarna segir það vel hægt svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. Kamilla segir nánast útilokað að hinir smituðu hafi smitast á íþróttamótunum. „Ef það fara ekki fleiri í einangrun út frá þessum einstaklingum eftir að hafa umgengist þá á þessum íþróttamótum þá getum við haldið því fram að okkar sóttvarnir á mótunum hafi virkað. En það er ekki komið í ljós,“ sagði Kamilla. Verklag almannavarnardeildar sé í stöðugri endurskoðun. „Við þurfum að vera tilbúin til að grípa inn í með frekari ráðleggingar eða takmarkanir ef það virðist tilefni til,“ sagði Kamilla. Eftir rúma viku stendur til að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar upp í þúsund manns. Þessi nýja staða gæti haft áhrif á tilslakanir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37 Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37
Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00