Opinberaði Sané óvart kaup Chelsea á Havertz? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 17:45 Sané skrifaði opinberlega undir í dag. Svo ákvað hann að missa verst geymda leyndarmál fótboltaheimsins út úr sér í kjölfarið. Handout/Getty Images Leroy Sané opinberaði óvart félagaskipti Kai Havertz frá Bayer Leverkusen til Chelsea. Hinn 24 ára gamli vængmaður Leroy Sané var í dag tilkynntur sem leikmaður Bayern München. Kemur hann til Þýskalandsmeistara Bayern frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City þar sem hann hefur leikið listir sínar frá árinu 2016. Bayern greiðir City 40 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn þýska sem hefur verið frá vegna meiðsla frá því í ágúst síðastliðnum. Kaupverðið gæti þó hækkað í 55 milljónir punda ef allt gengur að óskum hjá Sané í Þýskalandi. Þó Sané sé að fara frá Englandi til Þýskalands eru ensk félög á eftir ungstirnum í Þýskalandi - of öfugt reyndar. Sané var spurður út í af hverju ensk félög hefðu svona mikinn áhuga á þýskum leikmönnum en Chelsea staðfesti nýverið komu Timo Werner til félagsins frá RB Leipzig. Það virðist sem Sané hafi talað af sér en hann svo gott sem staðfesti kaup Chelsea á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen í leiðinni. „Þjóðverjar hafa í gegnum tíðina átt mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Menn eru óhræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í Þýskalandi, líkt og í tilfellum Werner og Havertz. Er Chelsea að gera mjög góð kaup þar, “ sagði Sané í viðtali við þýska fjölmiðla í dag. Það virðist því sem Chelsea sé að kaupa enn einn framlínu manninn en þeir Pedro Rodriguez og Willian eru á förum frá félaginu í sumar. Hér að neðan má sjá klippu af viðtalinu hjá Sané. Leroy Sané - It s good for Chelsea that they ve signed two top German talents in Timo Werner and Kai Havertz. It s happening. pic.twitter.com/ryYPnSJKju— LDN (@LDNFootbalI) July 23, 2020 Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir „Væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea“ Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu. 5. júlí 2020 16:30 Lampard vill stokka upp í leikmannahópi Chelsea Það virðist sem Frank Lampard fái leyfi Roman Abramovich til að stokka upp í leikmannahópi Chelsea í sumar. 2. júní 2020 23:00 Chelsea staðfestir komu Werner sem kemur í júlí Chelsea staðfesti í morgun að félagið hafi keypt framherjann Timo Werner en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi. Lengi var talið að Werner myndi ganga í raðir Liverpool en nú hefur hann samið við Lundúnarliðið. 18. júní 2020 09:09 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Leroy Sané opinberaði óvart félagaskipti Kai Havertz frá Bayer Leverkusen til Chelsea. Hinn 24 ára gamli vængmaður Leroy Sané var í dag tilkynntur sem leikmaður Bayern München. Kemur hann til Þýskalandsmeistara Bayern frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City þar sem hann hefur leikið listir sínar frá árinu 2016. Bayern greiðir City 40 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn þýska sem hefur verið frá vegna meiðsla frá því í ágúst síðastliðnum. Kaupverðið gæti þó hækkað í 55 milljónir punda ef allt gengur að óskum hjá Sané í Þýskalandi. Þó Sané sé að fara frá Englandi til Þýskalands eru ensk félög á eftir ungstirnum í Þýskalandi - of öfugt reyndar. Sané var spurður út í af hverju ensk félög hefðu svona mikinn áhuga á þýskum leikmönnum en Chelsea staðfesti nýverið komu Timo Werner til félagsins frá RB Leipzig. Það virðist sem Sané hafi talað af sér en hann svo gott sem staðfesti kaup Chelsea á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen í leiðinni. „Þjóðverjar hafa í gegnum tíðina átt mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Menn eru óhræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í Þýskalandi, líkt og í tilfellum Werner og Havertz. Er Chelsea að gera mjög góð kaup þar, “ sagði Sané í viðtali við þýska fjölmiðla í dag. Það virðist því sem Chelsea sé að kaupa enn einn framlínu manninn en þeir Pedro Rodriguez og Willian eru á förum frá félaginu í sumar. Hér að neðan má sjá klippu af viðtalinu hjá Sané. Leroy Sané - It s good for Chelsea that they ve signed two top German talents in Timo Werner and Kai Havertz. It s happening. pic.twitter.com/ryYPnSJKju— LDN (@LDNFootbalI) July 23, 2020
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir „Væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea“ Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu. 5. júlí 2020 16:30 Lampard vill stokka upp í leikmannahópi Chelsea Það virðist sem Frank Lampard fái leyfi Roman Abramovich til að stokka upp í leikmannahópi Chelsea í sumar. 2. júní 2020 23:00 Chelsea staðfestir komu Werner sem kemur í júlí Chelsea staðfesti í morgun að félagið hafi keypt framherjann Timo Werner en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi. Lengi var talið að Werner myndi ganga í raðir Liverpool en nú hefur hann samið við Lundúnarliðið. 18. júní 2020 09:09 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
„Væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea“ Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu. 5. júlí 2020 16:30
Lampard vill stokka upp í leikmannahópi Chelsea Það virðist sem Frank Lampard fái leyfi Roman Abramovich til að stokka upp í leikmannahópi Chelsea í sumar. 2. júní 2020 23:00
Chelsea staðfestir komu Werner sem kemur í júlí Chelsea staðfesti í morgun að félagið hafi keypt framherjann Timo Werner en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi. Lengi var talið að Werner myndi ganga í raðir Liverpool en nú hefur hann samið við Lundúnarliðið. 18. júní 2020 09:09