Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 13:32 Fjölskylda Dunn við breska utanríkisráðuneytið í október. Móðir hans (2.f.h.) segir samkomulagið nú stórt skref fram á við. Vísir/EPA Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. Konan ætlar ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug. Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Sacoolas lét sig hverfa til Bandaríkjanna skömmu eftir slysið. Hún var ákærð fyrir að valda dauða Dunn með glæfraakstri en bar fyrir sig friðhelgi erindreka. Bandarísk yfirvöld hafa neitað að framselja hana og hefur málið valdið núningi á milli ríkjanna tveggja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með þeim breytingum sem ríkin hafa nú samið um verður hægt að sækja ættingja bandarískra starfsmanna herstöðvarinnar til saka. Lögreglan í Northamptonshire telur að breytingin sé ekki afturvirk en fagnar henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjá einnig: Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Lögreglan og fjölskylda Dunn segist ætla að halda áfram í því með breskum saksóknurum að Sacoolas verði látin svara til saka. Lögmaður Sacoolas segir aftur á móti að hún ætli sér ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug og eiga mögulega yfir höfði sér fangelsisvist vegna „hræðilegs en óviljandi slyss“. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að með samkomulaginu hafi „fráviki“ sem varð til þess að réttlætinu var ekki fullnægt vegna dauða Dunn verið fjarlægt. Bandaríkin Bretland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. Konan ætlar ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug. Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Sacoolas lét sig hverfa til Bandaríkjanna skömmu eftir slysið. Hún var ákærð fyrir að valda dauða Dunn með glæfraakstri en bar fyrir sig friðhelgi erindreka. Bandarísk yfirvöld hafa neitað að framselja hana og hefur málið valdið núningi á milli ríkjanna tveggja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með þeim breytingum sem ríkin hafa nú samið um verður hægt að sækja ættingja bandarískra starfsmanna herstöðvarinnar til saka. Lögreglan í Northamptonshire telur að breytingin sé ekki afturvirk en fagnar henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjá einnig: Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Lögreglan og fjölskylda Dunn segist ætla að halda áfram í því með breskum saksóknurum að Sacoolas verði látin svara til saka. Lögmaður Sacoolas segir aftur á móti að hún ætli sér ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug og eiga mögulega yfir höfði sér fangelsisvist vegna „hræðilegs en óviljandi slyss“. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að með samkomulaginu hafi „fráviki“ sem varð til þess að réttlætinu var ekki fullnægt vegna dauða Dunn verið fjarlægt.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira