Fannst erfiðast að geta ekki hitt móður sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 18:00 LeBron James er mömmustrákur mikill, enda ekkert að því. Harry How/Getty Images Líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar fór LeBron James – leikmaður Los Angeles Lakers og einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug eða svo – í sóttkví þegar deildinni var frestað þann 11. mars vegna kórónufaraldursins. James býr í Los Angeles þar sem hann leikur með Lakers eins og alþjóð veit. Þar var hann í sóttkví ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. LeBron er upprunalega frá Akron í Ohio-fylki og þar býr móðir hans enn. Hann fór því þrjá mánuði án þess að hitta móður sína, Gloriu, sem telst töluverður tími hjá manni sem kalla má mömmustrák, á jákvæðum nótum. „Það eina sem ég saknaði virkilega á meðan ég var í sóttkví var móðir mín. Þetta er það lengsta sem ég hef farið án þess að hitta móður mína,“ sagði LeBron í viðtali á mánudag. Sports Illustrated. LeBron hefur áður gefið út að móðir hans sé í raun fyrirmynd hans í lífinu en hann ólst ekki upp í vellystingum. Þá þurftu þau að flytja tólf sinnum á aðeins þremur árum þegar LeBron var fimm til átta ára. Móðir hans var aðeins sextán ára gömul þegar hún eignaðist LeBron og er hann einkabarn. Tenging þeirra er því mjög sterk. LeBron hefur einnig sagt að Gloria sé ástæðan fyrir því að hann stofnaði I Promise-skólann. Án móður sinnar hefði honum aldrei dottið í hug að opna skólann og gefa þannig börnum sem minna mega sín tækifæri sem þau myndu annars ekki fá. Sjá einnig: LeBron vonast til að fólk muni eftir sér sem meira en körfuboltamanni Plants grow when they re watered. That s what people do when they feel loved. This is how you inspire and empower students. @MichelleObama @KingJames #IPROMISE #MondayMotivation pic.twitter.com/5S15eUcweG— I PROMISE School (@IPROMISESchool) April 27, 2020 LeBron verður á sínum stað þegar Los Angeles Lakers hefur leik að nýju í Disney World þegar NBA-deildin fer aftur af stað. Spá því flestir að hann muni leiða liði allavega í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Körfubolti NBA Tengdar fréttir NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. 12. júlí 2020 10:00 Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. 20. júlí 2020 14:28 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira
Líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar fór LeBron James – leikmaður Los Angeles Lakers og einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug eða svo – í sóttkví þegar deildinni var frestað þann 11. mars vegna kórónufaraldursins. James býr í Los Angeles þar sem hann leikur með Lakers eins og alþjóð veit. Þar var hann í sóttkví ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. LeBron er upprunalega frá Akron í Ohio-fylki og þar býr móðir hans enn. Hann fór því þrjá mánuði án þess að hitta móður sína, Gloriu, sem telst töluverður tími hjá manni sem kalla má mömmustrák, á jákvæðum nótum. „Það eina sem ég saknaði virkilega á meðan ég var í sóttkví var móðir mín. Þetta er það lengsta sem ég hef farið án þess að hitta móður mína,“ sagði LeBron í viðtali á mánudag. Sports Illustrated. LeBron hefur áður gefið út að móðir hans sé í raun fyrirmynd hans í lífinu en hann ólst ekki upp í vellystingum. Þá þurftu þau að flytja tólf sinnum á aðeins þremur árum þegar LeBron var fimm til átta ára. Móðir hans var aðeins sextán ára gömul þegar hún eignaðist LeBron og er hann einkabarn. Tenging þeirra er því mjög sterk. LeBron hefur einnig sagt að Gloria sé ástæðan fyrir því að hann stofnaði I Promise-skólann. Án móður sinnar hefði honum aldrei dottið í hug að opna skólann og gefa þannig börnum sem minna mega sín tækifæri sem þau myndu annars ekki fá. Sjá einnig: LeBron vonast til að fólk muni eftir sér sem meira en körfuboltamanni Plants grow when they re watered. That s what people do when they feel loved. This is how you inspire and empower students. @MichelleObama @KingJames #IPROMISE #MondayMotivation pic.twitter.com/5S15eUcweG— I PROMISE School (@IPROMISESchool) April 27, 2020 LeBron verður á sínum stað þegar Los Angeles Lakers hefur leik að nýju í Disney World þegar NBA-deildin fer aftur af stað. Spá því flestir að hann muni leiða liði allavega í úrslitaleik Vesturdeildarinnar.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. 12. júlí 2020 10:00 Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. 20. júlí 2020 14:28 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira
NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30
LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. 12. júlí 2020 10:00
Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. 20. júlí 2020 14:28