Smit með mótefnum ekki lengur talin með í heildarfjölda smita Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 10:20 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Frá og með gærdeginum hafa verið gerðar breytingar á framsetningu gagna frá Sóttvarnalækni á vefnum covid.is. Ekki eru lengur talin með í heildarfjölda smita þau tilvik landamæraskimunar þar sem mótefni hafa mælst gegn veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á covid.is Frá því að skimun hófst á landamærum Íslands hafa upplýsingar um þann fjölda sýna í landamæraskimun sem gefa til kynna að kórónuveiran sé til staðar verið gefnar upp á vefnum. Þeir sem greinst hafa með veiruna hafa verið sendir í mótefnapróf og teljast þeir sem greinast með mótefni í blóði ekki vera lengur veikir af Covid-19 sýkingunni og því ekki smitandi. Átján af þeim 110 einstaklingum sem hafa greinst á landamærunum hafi verið með virk smit en öll jákvæðu sýnin hafa verið skráð sem ný tilvik Covid-19 á Íslandi. Þessu hefur nú verið breytt og eru þeir sem greinast með mótefni nú ekki taldir hafa verið veikir af sjúkdómnum á Íslandi og teljast því ekki til heildarfjölda smitaðra. Þá hefur einnig verið tekið á því að birta tölfræði um fjölda virkra smita síðastliðna fjórtán daga á hverja hundrað þúsund íbúa undir liðnum nýgengni. Slík tölfræði er gefin út af Alþjóðaheilbrigðistofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu og nýta ýmis ríki sér þá tölfræði til þess að ákvarða hvaða ferðalangar þurfa að fara í sóttkví við komuna til þess lands. Til að mynda þurfa Íslendingar sem leggja leið sína til Lettlands eða Eistlands að fara í fjórtán daga sóttkví. Ríkin miða þá ákvörðun sína við það að samkvæmt opinberri tölfræði séu nýgengni smita yfir 16 undanfarnar vikur. Með breytingunum sem gerðar hafa verið verður nýgengni hér á landi einungis 2,54. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Frá og með gærdeginum hafa verið gerðar breytingar á framsetningu gagna frá Sóttvarnalækni á vefnum covid.is. Ekki eru lengur talin með í heildarfjölda smita þau tilvik landamæraskimunar þar sem mótefni hafa mælst gegn veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á covid.is Frá því að skimun hófst á landamærum Íslands hafa upplýsingar um þann fjölda sýna í landamæraskimun sem gefa til kynna að kórónuveiran sé til staðar verið gefnar upp á vefnum. Þeir sem greinst hafa með veiruna hafa verið sendir í mótefnapróf og teljast þeir sem greinast með mótefni í blóði ekki vera lengur veikir af Covid-19 sýkingunni og því ekki smitandi. Átján af þeim 110 einstaklingum sem hafa greinst á landamærunum hafi verið með virk smit en öll jákvæðu sýnin hafa verið skráð sem ný tilvik Covid-19 á Íslandi. Þessu hefur nú verið breytt og eru þeir sem greinast með mótefni nú ekki taldir hafa verið veikir af sjúkdómnum á Íslandi og teljast því ekki til heildarfjölda smitaðra. Þá hefur einnig verið tekið á því að birta tölfræði um fjölda virkra smita síðastliðna fjórtán daga á hverja hundrað þúsund íbúa undir liðnum nýgengni. Slík tölfræði er gefin út af Alþjóðaheilbrigðistofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu og nýta ýmis ríki sér þá tölfræði til þess að ákvarða hvaða ferðalangar þurfa að fara í sóttkví við komuna til þess lands. Til að mynda þurfa Íslendingar sem leggja leið sína til Lettlands eða Eistlands að fara í fjórtán daga sóttkví. Ríkin miða þá ákvörðun sína við það að samkvæmt opinberri tölfræði séu nýgengni smita yfir 16 undanfarnar vikur. Með breytingunum sem gerðar hafa verið verður nýgengni hér á landi einungis 2,54.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira