Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2020 22:40 Óskar Hrafn var ekki sáttur með Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins, og hvernig hann tók á síendurteknum brotum á Brynjólfi Andersen Willumssyni á Kópavogsvelli í kvöld. Vísir/Bára Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Óskar Hrafn taldi lið sitt eiga sigurinn skilið og þá biðlaði hann til dómarastéttarinnar að verja besta leikmann deildarinnar. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur. Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og mér hlakkar til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann – Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins – sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali beint eftir leik en honum var augljóslega heitt í hamsi. Hann hélt áfram að ræða dómgæslu leiksins. „Markið sem þeir skora úr til dæmis, ég tek ekkert af Einari Karli [Ingvarssyni, sem skoraði sigurmark leiksins], virkilega vel gert. Ég er virkilega stoltur af mínum mönnum, fannst við svara KR leiknum mjög vel. Fengum inn Alexander Helga Sigurðarson sem hefur verið meiddur, Kristinn Steindórsson frábær. Brynjólfur Andersen langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann,“ sagði Óskar. „Það er dæmt í hvert skipti hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni.“ Brynjólfur í leik gegn KR á dögunum.Vísir/Bára Brynjólfur Andersen Willumsson var frábær í leiknum en eftir að hann fékk gult spjald braut hann allavega í tvígang af sér án þess að fá seinna gula. Kom sigurmark Einars Karl upp úr aukaspyrnu eftir að Brynjólfur braut á Birki Má Sævarssyni rétt fyrir utan teig. Að því sögðu þá var brotið ítrekað á Brynjólfi í leiknum. „Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn. Ég er hrikalega ánægður með liðið mitt og hvernig við keyrðum á þá í seinni hálfleik. Það má vel vera að einhverjum finnist þjófnaður of stórt orð en mér fannst við betri aðilinn í þessum leik,“ sagði Óskar einnig um leik kvöldsins. Blikar misstu þá Elfar Frey Helgason og Andra Rafn Yeoman út af í leiknum vegna meiðsla. „Andri Rafn er meiddur í ökklanum og ég veit svo sem ekkert hvað er að plaga Elfar Frey. Það er eins og það er en það er bagalegt að missa þessa menn út af en við sjáum það að það kemur maður í manns stað.“ „Nei, það hefur ekki áhrif á leikmannahópinn. Ég held þú verðir að skoða þetta út frá því hvernig liðið spilar heldur en hvort úrslit náist í einum og einum leik. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik og vorum að spila á móti öflugu Valsliðið. Ég hef engar áhyggjur og hef engar áhyggjur af því að leikmenn liðsins séu að fara undir sæng og gráta þetta. Þessi leikur og þessi frammistaða er gott veganesti í törnina sem framundan er og við tökum þetta bara með okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum er hann var spurður út í hvort það að hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum gæti sest á sálina hjá leikmönnum liðsins. Blikar fá kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina er þeir mæta HK þann 23. júlí næstkomandi í Kórnum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Óskar Hrafn taldi lið sitt eiga sigurinn skilið og þá biðlaði hann til dómarastéttarinnar að verja besta leikmann deildarinnar. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur. Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og mér hlakkar til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann – Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins – sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali beint eftir leik en honum var augljóslega heitt í hamsi. Hann hélt áfram að ræða dómgæslu leiksins. „Markið sem þeir skora úr til dæmis, ég tek ekkert af Einari Karli [Ingvarssyni, sem skoraði sigurmark leiksins], virkilega vel gert. Ég er virkilega stoltur af mínum mönnum, fannst við svara KR leiknum mjög vel. Fengum inn Alexander Helga Sigurðarson sem hefur verið meiddur, Kristinn Steindórsson frábær. Brynjólfur Andersen langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann,“ sagði Óskar. „Það er dæmt í hvert skipti hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni.“ Brynjólfur í leik gegn KR á dögunum.Vísir/Bára Brynjólfur Andersen Willumsson var frábær í leiknum en eftir að hann fékk gult spjald braut hann allavega í tvígang af sér án þess að fá seinna gula. Kom sigurmark Einars Karl upp úr aukaspyrnu eftir að Brynjólfur braut á Birki Má Sævarssyni rétt fyrir utan teig. Að því sögðu þá var brotið ítrekað á Brynjólfi í leiknum. „Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn. Ég er hrikalega ánægður með liðið mitt og hvernig við keyrðum á þá í seinni hálfleik. Það má vel vera að einhverjum finnist þjófnaður of stórt orð en mér fannst við betri aðilinn í þessum leik,“ sagði Óskar einnig um leik kvöldsins. Blikar misstu þá Elfar Frey Helgason og Andra Rafn Yeoman út af í leiknum vegna meiðsla. „Andri Rafn er meiddur í ökklanum og ég veit svo sem ekkert hvað er að plaga Elfar Frey. Það er eins og það er en það er bagalegt að missa þessa menn út af en við sjáum það að það kemur maður í manns stað.“ „Nei, það hefur ekki áhrif á leikmannahópinn. Ég held þú verðir að skoða þetta út frá því hvernig liðið spilar heldur en hvort úrslit náist í einum og einum leik. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik og vorum að spila á móti öflugu Valsliðið. Ég hef engar áhyggjur og hef engar áhyggjur af því að leikmenn liðsins séu að fara undir sæng og gráta þetta. Þessi leikur og þessi frammistaða er gott veganesti í törnina sem framundan er og við tökum þetta bara með okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum er hann var spurður út í hvort það að hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum gæti sest á sálina hjá leikmönnum liðsins. Blikar fá kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina er þeir mæta HK þann 23. júlí næstkomandi í Kórnum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira