Stutt svar Elísabetar við væli andstæðinganna: „Þrjú stig“ Sindri Sverrisson skrifar 17. júlí 2020 12:30 Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad um langt árabil. mynd/@kristianstadsdff Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, vann sterkan sigur gegn Eskilstuna á útivelli, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrrakvöld. Eskilstunafólk kvartaði og kveinaði eftir tapið. Kristianstad fékk afar erfiða leikjadagskrá í upphafi þessa tímabils en í fyrstu fjórum leikjunum hefur liðið mætt fjórum efstu liðunum frá síðustu leiktíð. Kristianstad tapaði gegn meisturum Rosengård og Gautaborg, gerði svo 3-3 jafntefli við Vittsjö en vann Eskilstuna á útivelli. Eskilstuna var manni færra frá 12. mínútu en þá kom Therese Ivarsson Kristianstad yfir úr víti. Eskilstuna náði að jafna og komast yfir á 59. mínútu, en Svava Rós Guðmundsdóttir jafnaði metin skömmu síðar. Sigurmark Kristianstad skoraði Eveliina Summanen á 83. mínútu. Felicia Rogic, leikmaður Eskilstuna, og þjálfarinn Magnus Karlsson voru ekki par hrifin af því hvernig Kristianstad spilaði leikinn. „Vissulega fengu þær öll stigin en… að liggja svona aftarlega á vellinum og spila svona hægt manni fleiri. Mér fannst þær virkilega lélegar, og þú mátt skrifa það,“ sagði Rogic við Eskilstuna-Kuriren. Þjálfarinn Karlsson bætti við: „Þær þurftu víti, eitt langskot og skyndisókn eftir misheppnaða sendingu til að vinna okkur þó að við værum með 10 leikmenn í 80 mínútur. Þær gerðu ekki margt annað sem að ógnaði okkur.“ Elísabet deildi ummælum þeirra á Twitter, og skrifaði einfaldlega kankvís; „Þrjú stig“. 3 poäng pic.twitter.com/0B3alW13cd— Elisabet Gunnarsdótt (@ElisabetGunnarz) July 17, 2020 Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Svava Rós skoraði í sigri | Glódís aftur á beinubrautina Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 15. júlí 2020 19:02 Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag. 4. júlí 2020 18:00 Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi. 2. júní 2020 12:51 Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. 1. júní 2020 19:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, vann sterkan sigur gegn Eskilstuna á útivelli, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrrakvöld. Eskilstunafólk kvartaði og kveinaði eftir tapið. Kristianstad fékk afar erfiða leikjadagskrá í upphafi þessa tímabils en í fyrstu fjórum leikjunum hefur liðið mætt fjórum efstu liðunum frá síðustu leiktíð. Kristianstad tapaði gegn meisturum Rosengård og Gautaborg, gerði svo 3-3 jafntefli við Vittsjö en vann Eskilstuna á útivelli. Eskilstuna var manni færra frá 12. mínútu en þá kom Therese Ivarsson Kristianstad yfir úr víti. Eskilstuna náði að jafna og komast yfir á 59. mínútu, en Svava Rós Guðmundsdóttir jafnaði metin skömmu síðar. Sigurmark Kristianstad skoraði Eveliina Summanen á 83. mínútu. Felicia Rogic, leikmaður Eskilstuna, og þjálfarinn Magnus Karlsson voru ekki par hrifin af því hvernig Kristianstad spilaði leikinn. „Vissulega fengu þær öll stigin en… að liggja svona aftarlega á vellinum og spila svona hægt manni fleiri. Mér fannst þær virkilega lélegar, og þú mátt skrifa það,“ sagði Rogic við Eskilstuna-Kuriren. Þjálfarinn Karlsson bætti við: „Þær þurftu víti, eitt langskot og skyndisókn eftir misheppnaða sendingu til að vinna okkur þó að við værum með 10 leikmenn í 80 mínútur. Þær gerðu ekki margt annað sem að ógnaði okkur.“ Elísabet deildi ummælum þeirra á Twitter, og skrifaði einfaldlega kankvís; „Þrjú stig“. 3 poäng pic.twitter.com/0B3alW13cd— Elisabet Gunnarsdótt (@ElisabetGunnarz) July 17, 2020
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Svava Rós skoraði í sigri | Glódís aftur á beinubrautina Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 15. júlí 2020 19:02 Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag. 4. júlí 2020 18:00 Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi. 2. júní 2020 12:51 Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. 1. júní 2020 19:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Svava Rós skoraði í sigri | Glódís aftur á beinubrautina Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 15. júlí 2020 19:02
Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag. 4. júlí 2020 18:00
Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi. 2. júní 2020 12:51
Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. 1. júní 2020 19:00