VAR hefur dæmt sjö mörk af mótherjum Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 11:00 Varsjáin hefur hér dæmt af markið sem Jordan Ayew skoraði fyrir Crystal Palace á móti Manchester United í gær og hélt að hann hefði jafnað með því leikinn í 1-1. United vann 2-0. Getty/Glyn Kirk Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki mikið á móti Varsjánni eftir þetta tímabil enda hefur hún reynst liðinu afar vel. Manchester United vann mikilvægan 2-0 sigur á Crystal Palace í gær þar sem VAR dæmdi af jöfnunarmark Crystal Palace. Það munaði ekki mörgum millimetrum. Fyrr í leiknum voru mjög margir á því að Crystal Palace ætti að fá dæmda vítaspyrnu þegar Victor Lindelof virtist fella Wilfried Zaha í teignum. VAR gerði ekkert í því og leikurinn hélt áfram. Þetta voru tvö atvik í viðbót við öll hin sem hafa fallið með Manchester United á leiktíðinni og það sýnir líka tölfræðin í kringum Varsjána. For the VAR conspiracy theorists. Most VAR decisions in favour: Man United 10Most net: Man United 8Most disallowed for opposition: Man United 7Most subjective in favour: Crystal Palace, Man United 6Highest net goals: Man United +7Highest net subjective score: Man United +5— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) July 16, 2020 Manchester United hefur alls grætt tíu sinnum á Varsjánni eða í átta fleiri skipti en mótherjar þeirra. Það er það mesta af öllum liðum deildarinnar á báðum stöðum. Sjö sinnum hefur Varsjáin dæmt mark af mótherjum Manchester United en VAR hefur aldrei dæmt mark af United liðinu. Ekkert annað félag hefur sloppið oftar en skrekkinn þegar mótherjarnir skora en það hafa líka verið dæmd sjö mörk af mótherjum Southampton og Brighton. VAR when a Man United player goes down in the box vs VAR when a player goes down in the Man Utd box pic.twitter.com/HefCasvr9G— ODDSbible (@ODDSbible) July 16, 2020 Ofan á þetta hafa leikmenn Manchester United alls fengið þrettán vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem er þremur fleiri en næsta lið sem er Manchester City. Manchester United hefur sem dæmi fengið átta fleiri vítaspyrnur en Liverpool og tólf fleiri vítaspyrnur en Everton. Það hefur oft verið erfitt að átta sig á Varsjánni á þessari leiktíð og upp hafa komið mörg umdeild atvik þar sem VAR dómararnir hafa annað hvort tekið þá ákvörðun að gera ekkert eða staðfesta dóminn á vellinum þótt að margt bendi til þess að hann sé ekki réttur. Samsæriskenningarnar eru líka háværar þegar hlutirnir falla ítrekað með einu félagi ekki síst hjá pirruðum stuðningsmönnum erkifjenda þeirra. 'Is the VAR broken? Serious question' - Crystal Palace chairman Steve Parish rages after Wilfried Zaha was denied a penalty just minutes before Manchester United's opener https://t.co/M4yDIySD3z— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki mikið á móti Varsjánni eftir þetta tímabil enda hefur hún reynst liðinu afar vel. Manchester United vann mikilvægan 2-0 sigur á Crystal Palace í gær þar sem VAR dæmdi af jöfnunarmark Crystal Palace. Það munaði ekki mörgum millimetrum. Fyrr í leiknum voru mjög margir á því að Crystal Palace ætti að fá dæmda vítaspyrnu þegar Victor Lindelof virtist fella Wilfried Zaha í teignum. VAR gerði ekkert í því og leikurinn hélt áfram. Þetta voru tvö atvik í viðbót við öll hin sem hafa fallið með Manchester United á leiktíðinni og það sýnir líka tölfræðin í kringum Varsjána. For the VAR conspiracy theorists. Most VAR decisions in favour: Man United 10Most net: Man United 8Most disallowed for opposition: Man United 7Most subjective in favour: Crystal Palace, Man United 6Highest net goals: Man United +7Highest net subjective score: Man United +5— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) July 16, 2020 Manchester United hefur alls grætt tíu sinnum á Varsjánni eða í átta fleiri skipti en mótherjar þeirra. Það er það mesta af öllum liðum deildarinnar á báðum stöðum. Sjö sinnum hefur Varsjáin dæmt mark af mótherjum Manchester United en VAR hefur aldrei dæmt mark af United liðinu. Ekkert annað félag hefur sloppið oftar en skrekkinn þegar mótherjarnir skora en það hafa líka verið dæmd sjö mörk af mótherjum Southampton og Brighton. VAR when a Man United player goes down in the box vs VAR when a player goes down in the Man Utd box pic.twitter.com/HefCasvr9G— ODDSbible (@ODDSbible) July 16, 2020 Ofan á þetta hafa leikmenn Manchester United alls fengið þrettán vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem er þremur fleiri en næsta lið sem er Manchester City. Manchester United hefur sem dæmi fengið átta fleiri vítaspyrnur en Liverpool og tólf fleiri vítaspyrnur en Everton. Það hefur oft verið erfitt að átta sig á Varsjánni á þessari leiktíð og upp hafa komið mörg umdeild atvik þar sem VAR dómararnir hafa annað hvort tekið þá ákvörðun að gera ekkert eða staðfesta dóminn á vellinum þótt að margt bendi til þess að hann sé ekki réttur. Samsæriskenningarnar eru líka háværar þegar hlutirnir falla ítrekað með einu félagi ekki síst hjá pirruðum stuðningsmönnum erkifjenda þeirra. 'Is the VAR broken? Serious question' - Crystal Palace chairman Steve Parish rages after Wilfried Zaha was denied a penalty just minutes before Manchester United's opener https://t.co/M4yDIySD3z— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira