„Gat ekki sagt nei endalaust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2020 17:26 Ólafur Kristjánsson var á sínu þriðja tímabili hjá FH þegar hann hætti störfum hjá félaginu. vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson kveðst spenntur fyrir nýju starfi sem þjálfari Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni. Dönsk félög hafa borið víurnar í hann undanfarin ár og hann samþykkti loks tilboð frá Esbjerg. Hann er hættur sem þjálfari FH sem hann tók við á haustdögum 2017. „Þeir höfðu samband við mig fyrir ekkert svo löngu síðan og viðruðu þessa hugmynd. Svo þróuðust málin,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi síðdegis. „Það hefur verið margt að hjá Esbjerg. Liðið endaði í 3. sæti tímabilið áður en það féll. Þetta er fótboltabær og aðstaðan frábær. Það er möguleiki á að byrja frá grunni. Svo hef ég verið áður úti og kann vel við umhverfið þar. Ég fann að mig langaði til að prófa mig aftur þarna ef tækifæri byðist.“ Var ekki ósáttur með eitt né neitt Tímabilið hér heima er nýfarið af stað en FH hefur leikið fimm leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim hefur liðið fengið sjö stig. Ólafur segir að árangurinn hafi ekki haft áhrif á þá ákvörðun hans að hætta hjá FH. „Það er enginn góður tími til að yfirgefa félag sem manni þykir vænt um, hefur lagt sig fram fyrir og hefur tengst leikmönnum og öðrum þar. Ég var að renna út á samningi í haust og verið þarna í þrjú ár. Ég hef lagt mig hundrað prósent fram,“ sagði Ólafur. „Ég fékk þetta tækifæri og þá þarf maður að kíkja aðeins í spegilinn og finna út á hvaða leið maður er. Þetta hafði ekkert með það að gera að ég væri ósáttur með eitt eða neitt. Ég fékk tækifæri og hef fengið tækifæri síðan ég kom heim og sagt nei í ansi mörg skipti. En ef ég hafði áhuga og metnað til að halda áfram á þessari vegferð gat ég ekki sagt nei endalaust. Mér fannst þetta vera góður tími fyrir mig.“ Líkist frekar Randers en Nordsjælland Ólafur býr yfir mikilli reynslu úr danska boltanum en hann hefur þjálfað Nordsjælland og Randers þar í landi. „Þetta eru ólík félög. Nordsjælland er félag sem hefur skapað sér sérstöðu með að vera mikið með unga leikmenn og algjörlega trúir þeirri stefnu. Randers er félag sem líkist Esbjerg að einhverju leyti. Þú ert kannski að bera saman epli og appelsínur en magatilfinningin sagði að þetta gæti verið spennandi,“ sagði Ólafur. Hann tók við FH, sínu uppeldisfélagi, haustið 2017. Á fyrsta tímabili Ólafs við stjórnvölinn hjá Fimleikafélaginu endaði það í 5. sæti. Í fyrra varð FH í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni. FH-ingar töpuðu hins vegar bikarúrslitaleiknum gegn Víkingum. Þarf að meta forsendurnar „Maður getur aldrei gert meira en að leggja sig hundrað prósent fram í það verkefni sem manni er falið,“ sagði Ólafur aðspurður hvort hann gangi sáttur frá borði frá FH. „Hvort ég hafi skilað FH á góðan stað eða ekki verður tíminn eða leiða í ljós. Það eru miklar kröfur í FH og ég skilaði ekki titlum en þú verður alltaf að meta hvort það hafi verið forsendur til þess. Ég er ekki dómbær á það. Það sem skiptir máli er að FH haldi áfram á sinni vegferð. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um FH og að félagið haldi áfram að reyna koma sér þangað sem það hefur verið.“ Pepsi Max-deild karla Danski boltinn FH Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Ólafur Kristjánsson kveðst spenntur fyrir nýju starfi sem þjálfari Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni. Dönsk félög hafa borið víurnar í hann undanfarin ár og hann samþykkti loks tilboð frá Esbjerg. Hann er hættur sem þjálfari FH sem hann tók við á haustdögum 2017. „Þeir höfðu samband við mig fyrir ekkert svo löngu síðan og viðruðu þessa hugmynd. Svo þróuðust málin,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi síðdegis. „Það hefur verið margt að hjá Esbjerg. Liðið endaði í 3. sæti tímabilið áður en það féll. Þetta er fótboltabær og aðstaðan frábær. Það er möguleiki á að byrja frá grunni. Svo hef ég verið áður úti og kann vel við umhverfið þar. Ég fann að mig langaði til að prófa mig aftur þarna ef tækifæri byðist.“ Var ekki ósáttur með eitt né neitt Tímabilið hér heima er nýfarið af stað en FH hefur leikið fimm leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim hefur liðið fengið sjö stig. Ólafur segir að árangurinn hafi ekki haft áhrif á þá ákvörðun hans að hætta hjá FH. „Það er enginn góður tími til að yfirgefa félag sem manni þykir vænt um, hefur lagt sig fram fyrir og hefur tengst leikmönnum og öðrum þar. Ég var að renna út á samningi í haust og verið þarna í þrjú ár. Ég hef lagt mig hundrað prósent fram,“ sagði Ólafur. „Ég fékk þetta tækifæri og þá þarf maður að kíkja aðeins í spegilinn og finna út á hvaða leið maður er. Þetta hafði ekkert með það að gera að ég væri ósáttur með eitt eða neitt. Ég fékk tækifæri og hef fengið tækifæri síðan ég kom heim og sagt nei í ansi mörg skipti. En ef ég hafði áhuga og metnað til að halda áfram á þessari vegferð gat ég ekki sagt nei endalaust. Mér fannst þetta vera góður tími fyrir mig.“ Líkist frekar Randers en Nordsjælland Ólafur býr yfir mikilli reynslu úr danska boltanum en hann hefur þjálfað Nordsjælland og Randers þar í landi. „Þetta eru ólík félög. Nordsjælland er félag sem hefur skapað sér sérstöðu með að vera mikið með unga leikmenn og algjörlega trúir þeirri stefnu. Randers er félag sem líkist Esbjerg að einhverju leyti. Þú ert kannski að bera saman epli og appelsínur en magatilfinningin sagði að þetta gæti verið spennandi,“ sagði Ólafur. Hann tók við FH, sínu uppeldisfélagi, haustið 2017. Á fyrsta tímabili Ólafs við stjórnvölinn hjá Fimleikafélaginu endaði það í 5. sæti. Í fyrra varð FH í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni. FH-ingar töpuðu hins vegar bikarúrslitaleiknum gegn Víkingum. Þarf að meta forsendurnar „Maður getur aldrei gert meira en að leggja sig hundrað prósent fram í það verkefni sem manni er falið,“ sagði Ólafur aðspurður hvort hann gangi sáttur frá borði frá FH. „Hvort ég hafi skilað FH á góðan stað eða ekki verður tíminn eða leiða í ljós. Það eru miklar kröfur í FH og ég skilaði ekki titlum en þú verður alltaf að meta hvort það hafi verið forsendur til þess. Ég er ekki dómbær á það. Það sem skiptir máli er að FH haldi áfram á sinni vegferð. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um FH og að félagið haldi áfram að reyna koma sér þangað sem það hefur verið.“
Pepsi Max-deild karla Danski boltinn FH Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32
Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01