„Gat ekki sagt nei endalaust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2020 17:26 Ólafur Kristjánsson var á sínu þriðja tímabili hjá FH þegar hann hætti störfum hjá félaginu. vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson kveðst spenntur fyrir nýju starfi sem þjálfari Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni. Dönsk félög hafa borið víurnar í hann undanfarin ár og hann samþykkti loks tilboð frá Esbjerg. Hann er hættur sem þjálfari FH sem hann tók við á haustdögum 2017. „Þeir höfðu samband við mig fyrir ekkert svo löngu síðan og viðruðu þessa hugmynd. Svo þróuðust málin,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi síðdegis. „Það hefur verið margt að hjá Esbjerg. Liðið endaði í 3. sæti tímabilið áður en það féll. Þetta er fótboltabær og aðstaðan frábær. Það er möguleiki á að byrja frá grunni. Svo hef ég verið áður úti og kann vel við umhverfið þar. Ég fann að mig langaði til að prófa mig aftur þarna ef tækifæri byðist.“ Var ekki ósáttur með eitt né neitt Tímabilið hér heima er nýfarið af stað en FH hefur leikið fimm leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim hefur liðið fengið sjö stig. Ólafur segir að árangurinn hafi ekki haft áhrif á þá ákvörðun hans að hætta hjá FH. „Það er enginn góður tími til að yfirgefa félag sem manni þykir vænt um, hefur lagt sig fram fyrir og hefur tengst leikmönnum og öðrum þar. Ég var að renna út á samningi í haust og verið þarna í þrjú ár. Ég hef lagt mig hundrað prósent fram,“ sagði Ólafur. „Ég fékk þetta tækifæri og þá þarf maður að kíkja aðeins í spegilinn og finna út á hvaða leið maður er. Þetta hafði ekkert með það að gera að ég væri ósáttur með eitt eða neitt. Ég fékk tækifæri og hef fengið tækifæri síðan ég kom heim og sagt nei í ansi mörg skipti. En ef ég hafði áhuga og metnað til að halda áfram á þessari vegferð gat ég ekki sagt nei endalaust. Mér fannst þetta vera góður tími fyrir mig.“ Líkist frekar Randers en Nordsjælland Ólafur býr yfir mikilli reynslu úr danska boltanum en hann hefur þjálfað Nordsjælland og Randers þar í landi. „Þetta eru ólík félög. Nordsjælland er félag sem hefur skapað sér sérstöðu með að vera mikið með unga leikmenn og algjörlega trúir þeirri stefnu. Randers er félag sem líkist Esbjerg að einhverju leyti. Þú ert kannski að bera saman epli og appelsínur en magatilfinningin sagði að þetta gæti verið spennandi,“ sagði Ólafur. Hann tók við FH, sínu uppeldisfélagi, haustið 2017. Á fyrsta tímabili Ólafs við stjórnvölinn hjá Fimleikafélaginu endaði það í 5. sæti. Í fyrra varð FH í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni. FH-ingar töpuðu hins vegar bikarúrslitaleiknum gegn Víkingum. Þarf að meta forsendurnar „Maður getur aldrei gert meira en að leggja sig hundrað prósent fram í það verkefni sem manni er falið,“ sagði Ólafur aðspurður hvort hann gangi sáttur frá borði frá FH. „Hvort ég hafi skilað FH á góðan stað eða ekki verður tíminn eða leiða í ljós. Það eru miklar kröfur í FH og ég skilaði ekki titlum en þú verður alltaf að meta hvort það hafi verið forsendur til þess. Ég er ekki dómbær á það. Það sem skiptir máli er að FH haldi áfram á sinni vegferð. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um FH og að félagið haldi áfram að reyna koma sér þangað sem það hefur verið.“ Pepsi Max-deild karla Danski boltinn FH Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Ólafur Kristjánsson kveðst spenntur fyrir nýju starfi sem þjálfari Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni. Dönsk félög hafa borið víurnar í hann undanfarin ár og hann samþykkti loks tilboð frá Esbjerg. Hann er hættur sem þjálfari FH sem hann tók við á haustdögum 2017. „Þeir höfðu samband við mig fyrir ekkert svo löngu síðan og viðruðu þessa hugmynd. Svo þróuðust málin,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi síðdegis. „Það hefur verið margt að hjá Esbjerg. Liðið endaði í 3. sæti tímabilið áður en það féll. Þetta er fótboltabær og aðstaðan frábær. Það er möguleiki á að byrja frá grunni. Svo hef ég verið áður úti og kann vel við umhverfið þar. Ég fann að mig langaði til að prófa mig aftur þarna ef tækifæri byðist.“ Var ekki ósáttur með eitt né neitt Tímabilið hér heima er nýfarið af stað en FH hefur leikið fimm leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim hefur liðið fengið sjö stig. Ólafur segir að árangurinn hafi ekki haft áhrif á þá ákvörðun hans að hætta hjá FH. „Það er enginn góður tími til að yfirgefa félag sem manni þykir vænt um, hefur lagt sig fram fyrir og hefur tengst leikmönnum og öðrum þar. Ég var að renna út á samningi í haust og verið þarna í þrjú ár. Ég hef lagt mig hundrað prósent fram,“ sagði Ólafur. „Ég fékk þetta tækifæri og þá þarf maður að kíkja aðeins í spegilinn og finna út á hvaða leið maður er. Þetta hafði ekkert með það að gera að ég væri ósáttur með eitt eða neitt. Ég fékk tækifæri og hef fengið tækifæri síðan ég kom heim og sagt nei í ansi mörg skipti. En ef ég hafði áhuga og metnað til að halda áfram á þessari vegferð gat ég ekki sagt nei endalaust. Mér fannst þetta vera góður tími fyrir mig.“ Líkist frekar Randers en Nordsjælland Ólafur býr yfir mikilli reynslu úr danska boltanum en hann hefur þjálfað Nordsjælland og Randers þar í landi. „Þetta eru ólík félög. Nordsjælland er félag sem hefur skapað sér sérstöðu með að vera mikið með unga leikmenn og algjörlega trúir þeirri stefnu. Randers er félag sem líkist Esbjerg að einhverju leyti. Þú ert kannski að bera saman epli og appelsínur en magatilfinningin sagði að þetta gæti verið spennandi,“ sagði Ólafur. Hann tók við FH, sínu uppeldisfélagi, haustið 2017. Á fyrsta tímabili Ólafs við stjórnvölinn hjá Fimleikafélaginu endaði það í 5. sæti. Í fyrra varð FH í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni. FH-ingar töpuðu hins vegar bikarúrslitaleiknum gegn Víkingum. Þarf að meta forsendurnar „Maður getur aldrei gert meira en að leggja sig hundrað prósent fram í það verkefni sem manni er falið,“ sagði Ólafur aðspurður hvort hann gangi sáttur frá borði frá FH. „Hvort ég hafi skilað FH á góðan stað eða ekki verður tíminn eða leiða í ljós. Það eru miklar kröfur í FH og ég skilaði ekki titlum en þú verður alltaf að meta hvort það hafi verið forsendur til þess. Ég er ekki dómbær á það. Það sem skiptir máli er að FH haldi áfram á sinni vegferð. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um FH og að félagið haldi áfram að reyna koma sér þangað sem það hefur verið.“
Pepsi Max-deild karla Danski boltinn FH Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32
Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01