Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Birgir Olgeirsson skrifar 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Vísir/Vilhelm Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. Ingibjörg Sólrún var forstjóri í þrjú ár og hafði lýst áhuga á að halda því starfi áfram. Hún hlaut ekki brautargengi ásamt þremur öðrum yfirmönnum ÖSE. Samþykki þarf að liggja fyrir hjá öllum aðildarríkjum ÖSE fyrir stórum ákvörðunum. Ingibjörg Sólrún naut ekki stuðnings Tyrkja og Tadsíka því hún beitt sér ekki fyrir að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Þetta eru til dæmis ein félagasamtök í Þýskalandi sem aðstoða tyrkneska flóttamenn í Þýskalandi. Þetta eru samtök rithöfunda og blaðamanna í Tyrklandi, þetta eru samtök sem eru að vinna að mannréttindamálum. Tyrkirnir halda því fram að þessi samtök séu með tengsl við Fethullah Gülen sem þeir segja að hafi verið á bak við þetta misheppnaða valdarán í Tyrklandi árið 2016. En það eru engar sannanir fyrir því og á meðan svo er get ég ekki tekið svona ákvörðun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Með því að leyfa frjálsum félagasamtökum að sitja þessa fundi geta þau lagt fram sín mál og kvartað ef stjórnvöld innleiða ekki þær skuldbindingar sem þeim ber að gera. Ingibjörg segir það bæði styrk og veikleika ÖSE að samþykki allra aðildarríkja þurfi. Ekki sé hægt að hrófla við góðum skuldbindingum, hins vegar sé erfiðara að fá forystu samþykkta. Hún segir erfiða kreppu blasa við samtökunum. „Núna eru allar þessar stöður opnar og það verður enginn þarna ráðinn til forystu fyrr en í fyrsta lagi í desember. Mér segir svo hugur að það muni ekki takast í desember, það er ráðherrafundur þá. Ég held því að þetta geti orðið dálítið langvarandi krísa, þó ég voni sannarlega að svo verði ekki,“ segir Ingibjörg Sólrún. Tyrkland Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. Ingibjörg Sólrún var forstjóri í þrjú ár og hafði lýst áhuga á að halda því starfi áfram. Hún hlaut ekki brautargengi ásamt þremur öðrum yfirmönnum ÖSE. Samþykki þarf að liggja fyrir hjá öllum aðildarríkjum ÖSE fyrir stórum ákvörðunum. Ingibjörg Sólrún naut ekki stuðnings Tyrkja og Tadsíka því hún beitt sér ekki fyrir að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Þetta eru til dæmis ein félagasamtök í Þýskalandi sem aðstoða tyrkneska flóttamenn í Þýskalandi. Þetta eru samtök rithöfunda og blaðamanna í Tyrklandi, þetta eru samtök sem eru að vinna að mannréttindamálum. Tyrkirnir halda því fram að þessi samtök séu með tengsl við Fethullah Gülen sem þeir segja að hafi verið á bak við þetta misheppnaða valdarán í Tyrklandi árið 2016. En það eru engar sannanir fyrir því og á meðan svo er get ég ekki tekið svona ákvörðun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Með því að leyfa frjálsum félagasamtökum að sitja þessa fundi geta þau lagt fram sín mál og kvartað ef stjórnvöld innleiða ekki þær skuldbindingar sem þeim ber að gera. Ingibjörg segir það bæði styrk og veikleika ÖSE að samþykki allra aðildarríkja þurfi. Ekki sé hægt að hrófla við góðum skuldbindingum, hins vegar sé erfiðara að fá forystu samþykkta. Hún segir erfiða kreppu blasa við samtökunum. „Núna eru allar þessar stöður opnar og það verður enginn þarna ráðinn til forystu fyrr en í fyrsta lagi í desember. Mér segir svo hugur að það muni ekki takast í desember, það er ráðherrafundur þá. Ég held því að þetta geti orðið dálítið langvarandi krísa, þó ég voni sannarlega að svo verði ekki,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Tyrkland Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira