Dánaraðstoð siðlaus að mati lækna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2020 14:15 Landspítalinn kallar eftir vísindalegum rannsóknum áður en lengra er haldið. Vísir/vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, væntir þess að heilbrigðisráðuneytið verði við skýrslubeiðni hennar um dánaraðstoð í haust. Þó svo að stuðningur sé við líknardráp meðal almennings virðist heilbrigðsstarfsfólk vera því andsnúið. Með skýrslubeiðninni er þess óskað að heilbrigðisráðuneytið taki saman margvísleg gögn um dánaraðstoð, geri t.a.m. samantekt á löggjöfinni í nágrannalöndum okkar og þeim löndum þar sem líknardráp er leyft. Þau eru ekki mörg og hefur t.d. ekkert Norðurlandanna heimilað andlát með aðstoð. Í beiðninni er jafnframt kallað eftir því að hugur heilbrigðisstarfsfólks til málsins sé kannaður. Almenningur virðist styðja að leyfa dánaraðstoð og sagði Bryndís í Bítinu í morgun að æskilegt sé að skýr afstaða heilbrigðisstétta komi fram, enda myndu þær að líkindum hafa aðkomu að líknardrápum. Ekki Alþingis að ræða Ef marka má umsagnir þeirra við skýrslubeiðni Bryndísar á sínum tíma virðist ljóst að dánaraðstoð á ekki fylgi að fagna meðal heilbrigðisstétta. Embætti landlæknis lagðist þannig alfarið gegn því að Alþingi tæki málið til umfjöllunar árið 2018, umræðan um líknardráp eigi heima á vettvangi læknisfræðinnar. Þar að auki hafi heilbirgðisráðuneytið í ýmsu þarfara að snúast en að taka saman gögn um dánaraðstoð að mati landlæknis. „Í þessu sem svo mörgu öðru gera Íslendingar réttast í að fylgjast með þeirri umræðu og þróun sem á sér stað í nágrannalöndunum. Til þess eru nægir vetvangar [hér] í dag án þess að umræðan sé færð inn á alþingi Íslendinga,“ segir í umsögn embættisins. „Landlæknir mælir því eindregið gegn þessari tillögu til þingsályktunartillögu.“ Dánaraðstoð siðlaus að mati LÍ Læknafélag Íslands er á sömu blaðsíðu í umsögn sinni. Félagið segist vera hluti af Alþjóðafélagi lækna sem telur líknardráp vera siðlaus og „hvetur aðildarfélög sín og lækna til að taka aldrei þátt i líknardrápi, jafnvel þó landslög leyfi slíkt,“ segir Læknafélagið. Það telur óþarft að láta heilbrigðisráðherra taka saman umrædd gögn, á meðan líknardráp er refsivert samkvæmt hegningarlögum. „ Heilbrigðisráðherra hefur að mati LÍ fjölmörgum öðrum og brýnni verkum að sinna á sviði heilbrigðismála.“ „LÍ leggst eindregið gegn samþykkt þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.“ Umræða um dánaraðstoð, eða líknardráp, hefur aftur skotið upp kollinum eftir helgarviðtal við aðstandanda manns sem lét binda enda á líf sitt í Kanada fyrr á þessu ári.getty/Motortion Líknardráp „skemmdarverk fyrir siðferði þjóðarinnar“ Landspítalinn tekur ekki afstöðu til líknardráps í umsögn sinni en segir umræðuna hér á landi um málið hafa verið litla og á misskilningi byggð. Spítalinn segir jafnframt meira forgangsmál að klára stefnumörkun um líknarmeðferð á Íslandi og afla siðfræðilegra, lögfræðilegra og læknisfræðilegra gagna áður en lengra er haldið í umræðunni um líknardráp. Umræðan þurfi að fara fram í kjölfar rannsókna á dánaraðstoð - „sem að líkindum er helst í höndum fræðasamfélagsins.“ Þá sendi Guðmundur Pálsson heimilislæknir sjálfur inn umsögn um málið, þar sem hann leggst gegn hvers konar dánaraðstoð „sem felur í töku eigin lífs eða annarra með aðstoð fagstétta.“ Það sé hans mat að ákveði Alþingi að leyfa líknardráp „gæti það að mínu áliti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og reynast óbótlegt skemmdarverk fyrir siðferði þjóðarinnar,“ skrifar Guðmundur og nefnir fyrir því átta ástæður. Fólk fái að ráða hvernig það fer Sem fyrr segir vonast Bryndís Haraldsdóttir til að skýrslan frá heilbrigðisráðuneytinu um dánaraðstoð líti dagsins ljós í haust. Hún segist vona að hún geti orðið grundvöllur samfélagslegrar umræðu um málið og að endingu leiðarljós fyrir þær lagabreytingar sem þyrfti að ráðast í svo að dánaraðstoð geti orðið að veruleika. Mikilvægt sé að hafa skýra löggjöf um líknardráp, „óháð því hvort fólk myndi sjálft þiggja þessa þjónustu eða ekki,“ segir Bryndís. „Í mínum huga snýst þetta um val einstaklingsins, frelsi einstaklings til að fá að ráða því hvenær hann kveður þennan heim og með hvaða hætti,“ segir hún jafnframt en viðtal við hana má heyra í spilaranum hér að ofan. Umsagnir um þingsályktunartillögu Bryndísar um dánaraðstoð, skýrslubeiðnina fyrrnefndu, má nálgast með því að smella hér. Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, væntir þess að heilbrigðisráðuneytið verði við skýrslubeiðni hennar um dánaraðstoð í haust. Þó svo að stuðningur sé við líknardráp meðal almennings virðist heilbrigðsstarfsfólk vera því andsnúið. Með skýrslubeiðninni er þess óskað að heilbrigðisráðuneytið taki saman margvísleg gögn um dánaraðstoð, geri t.a.m. samantekt á löggjöfinni í nágrannalöndum okkar og þeim löndum þar sem líknardráp er leyft. Þau eru ekki mörg og hefur t.d. ekkert Norðurlandanna heimilað andlát með aðstoð. Í beiðninni er jafnframt kallað eftir því að hugur heilbrigðisstarfsfólks til málsins sé kannaður. Almenningur virðist styðja að leyfa dánaraðstoð og sagði Bryndís í Bítinu í morgun að æskilegt sé að skýr afstaða heilbrigðisstétta komi fram, enda myndu þær að líkindum hafa aðkomu að líknardrápum. Ekki Alþingis að ræða Ef marka má umsagnir þeirra við skýrslubeiðni Bryndísar á sínum tíma virðist ljóst að dánaraðstoð á ekki fylgi að fagna meðal heilbrigðisstétta. Embætti landlæknis lagðist þannig alfarið gegn því að Alþingi tæki málið til umfjöllunar árið 2018, umræðan um líknardráp eigi heima á vettvangi læknisfræðinnar. Þar að auki hafi heilbirgðisráðuneytið í ýmsu þarfara að snúast en að taka saman gögn um dánaraðstoð að mati landlæknis. „Í þessu sem svo mörgu öðru gera Íslendingar réttast í að fylgjast með þeirri umræðu og þróun sem á sér stað í nágrannalöndunum. Til þess eru nægir vetvangar [hér] í dag án þess að umræðan sé færð inn á alþingi Íslendinga,“ segir í umsögn embættisins. „Landlæknir mælir því eindregið gegn þessari tillögu til þingsályktunartillögu.“ Dánaraðstoð siðlaus að mati LÍ Læknafélag Íslands er á sömu blaðsíðu í umsögn sinni. Félagið segist vera hluti af Alþjóðafélagi lækna sem telur líknardráp vera siðlaus og „hvetur aðildarfélög sín og lækna til að taka aldrei þátt i líknardrápi, jafnvel þó landslög leyfi slíkt,“ segir Læknafélagið. Það telur óþarft að láta heilbrigðisráðherra taka saman umrædd gögn, á meðan líknardráp er refsivert samkvæmt hegningarlögum. „ Heilbrigðisráðherra hefur að mati LÍ fjölmörgum öðrum og brýnni verkum að sinna á sviði heilbrigðismála.“ „LÍ leggst eindregið gegn samþykkt þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.“ Umræða um dánaraðstoð, eða líknardráp, hefur aftur skotið upp kollinum eftir helgarviðtal við aðstandanda manns sem lét binda enda á líf sitt í Kanada fyrr á þessu ári.getty/Motortion Líknardráp „skemmdarverk fyrir siðferði þjóðarinnar“ Landspítalinn tekur ekki afstöðu til líknardráps í umsögn sinni en segir umræðuna hér á landi um málið hafa verið litla og á misskilningi byggð. Spítalinn segir jafnframt meira forgangsmál að klára stefnumörkun um líknarmeðferð á Íslandi og afla siðfræðilegra, lögfræðilegra og læknisfræðilegra gagna áður en lengra er haldið í umræðunni um líknardráp. Umræðan þurfi að fara fram í kjölfar rannsókna á dánaraðstoð - „sem að líkindum er helst í höndum fræðasamfélagsins.“ Þá sendi Guðmundur Pálsson heimilislæknir sjálfur inn umsögn um málið, þar sem hann leggst gegn hvers konar dánaraðstoð „sem felur í töku eigin lífs eða annarra með aðstoð fagstétta.“ Það sé hans mat að ákveði Alþingi að leyfa líknardráp „gæti það að mínu áliti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og reynast óbótlegt skemmdarverk fyrir siðferði þjóðarinnar,“ skrifar Guðmundur og nefnir fyrir því átta ástæður. Fólk fái að ráða hvernig það fer Sem fyrr segir vonast Bryndís Haraldsdóttir til að skýrslan frá heilbrigðisráðuneytinu um dánaraðstoð líti dagsins ljós í haust. Hún segist vona að hún geti orðið grundvöllur samfélagslegrar umræðu um málið og að endingu leiðarljós fyrir þær lagabreytingar sem þyrfti að ráðast í svo að dánaraðstoð geti orðið að veruleika. Mikilvægt sé að hafa skýra löggjöf um líknardráp, „óháð því hvort fólk myndi sjálft þiggja þessa þjónustu eða ekki,“ segir Bryndís. „Í mínum huga snýst þetta um val einstaklingsins, frelsi einstaklings til að fá að ráða því hvenær hann kveður þennan heim og með hvaða hætti,“ segir hún jafnframt en viðtal við hana má heyra í spilaranum hér að ofan. Umsagnir um þingsályktunartillögu Bryndísar um dánaraðstoð, skýrslubeiðnina fyrrnefndu, má nálgast með því að smella hér.
Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira