Leikmennirnir fjórir sem Pep Guardiola er sagður vera með augun á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 12:30 David Alaba hefur verið lengi hiá Bayern München og spilaði með liðinu þegar Pep Guardiola var þar. Nú vill Pep fá hann til Manchester City. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni í ár eftir að Manchester City hafði unnið deildina tvö ár í röð. Eftir að Alþjóða íþróttadómstóllinn ógildi bann Manchester City frá Evrópukeppnunum þá hætta menn að pæla í hvaða leikmenn haldi áfram hjá félaginu. Guardiola og bestu leikmenn liðsins eru nú klárir í slaginn og þeir munu fá hjálp. Daily Mail slær því upp að Pep Guardiola sé með augun á fjórum nýjum leikmönnum og hann fær líka fullt af pening frá eigendunum til að kaupa þá í sumar. Leikmennirnir sem eru nú sterklega orðaðir við Manchester City liðið eru varnarmennirnir David Alaba (Bayern) og Kalidou Koulibaly (Napoli), vængmaðurinn Ferran Torres (Valencia) og sóknarmaðurinn Lautaro Martinez (Inter). Pep Guardiola has his eye on four massive signings as he aims to win the title back from Liverpool. https://t.co/N9DRNTDsEO— SPORTbible (@sportbible) July 14, 2020 Það er ljóst að Guardiola þarf að styrkja varnarleikinn en það eru einkum mistök í honum sem hafa þýtt að City liðið hefur tapað níu deildarleikjum á leiktíðinni. Það væri því mjög sterkt að ná í þá David Alaba og Kalidou Koulibaly. David Alaba spilaði fyrir Guardiola hjá Bayern og getur spilað margar stöður á vellinum. Hann hefur spilað sem miðvörður á þessu tímabili en getur einnig spilað á miðjunni og sem bakvörður. Kalidou Koulibaly er einn besti miðvörður heims og hefur einnig verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United. Man City to accelerate rebuild plans with up to five new signings | @TelegraphDucker https://t.co/gH38hxQVWg— Telegraph Football (@TeleFootball) July 13, 2020 Hinn eldfljóti Ferran Torres hefur einnig verið orðaður við Manchester United en samningur hans er að renna út eftir ár og það má búast við því að Valencia reyni að fá eitthvað fyrir hann i sumar. Barcelona er eitt af þeim félögum sem hefur mikinn áhuga á argentínska framherjanum Lautaro Martinez en hann er aðeins 22 ára gamall. Börsungar eiga ekki mikinn pening og hafa verið að reyna að búa til skiptidíl. Inter gæti því freistast til að selja hann frekar til Manchester City. Með góðum liðstyrk er líklegt að Manchester City komist aftur í bílstjórasætið í baráttunni um enska meistaratitilinn því ekki lítur út fyrir að Liverpool ætli að eyða miklu í nýja leikmenn í sumar. Það er líka almennt talið hjálpa Manchester City, með sína svakalegu breidd, að það verða áfram leyfðar fimm skiptingar á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni í ár eftir að Manchester City hafði unnið deildina tvö ár í röð. Eftir að Alþjóða íþróttadómstóllinn ógildi bann Manchester City frá Evrópukeppnunum þá hætta menn að pæla í hvaða leikmenn haldi áfram hjá félaginu. Guardiola og bestu leikmenn liðsins eru nú klárir í slaginn og þeir munu fá hjálp. Daily Mail slær því upp að Pep Guardiola sé með augun á fjórum nýjum leikmönnum og hann fær líka fullt af pening frá eigendunum til að kaupa þá í sumar. Leikmennirnir sem eru nú sterklega orðaðir við Manchester City liðið eru varnarmennirnir David Alaba (Bayern) og Kalidou Koulibaly (Napoli), vængmaðurinn Ferran Torres (Valencia) og sóknarmaðurinn Lautaro Martinez (Inter). Pep Guardiola has his eye on four massive signings as he aims to win the title back from Liverpool. https://t.co/N9DRNTDsEO— SPORTbible (@sportbible) July 14, 2020 Það er ljóst að Guardiola þarf að styrkja varnarleikinn en það eru einkum mistök í honum sem hafa þýtt að City liðið hefur tapað níu deildarleikjum á leiktíðinni. Það væri því mjög sterkt að ná í þá David Alaba og Kalidou Koulibaly. David Alaba spilaði fyrir Guardiola hjá Bayern og getur spilað margar stöður á vellinum. Hann hefur spilað sem miðvörður á þessu tímabili en getur einnig spilað á miðjunni og sem bakvörður. Kalidou Koulibaly er einn besti miðvörður heims og hefur einnig verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United. Man City to accelerate rebuild plans with up to five new signings | @TelegraphDucker https://t.co/gH38hxQVWg— Telegraph Football (@TeleFootball) July 13, 2020 Hinn eldfljóti Ferran Torres hefur einnig verið orðaður við Manchester United en samningur hans er að renna út eftir ár og það má búast við því að Valencia reyni að fá eitthvað fyrir hann i sumar. Barcelona er eitt af þeim félögum sem hefur mikinn áhuga á argentínska framherjanum Lautaro Martinez en hann er aðeins 22 ára gamall. Börsungar eiga ekki mikinn pening og hafa verið að reyna að búa til skiptidíl. Inter gæti því freistast til að selja hann frekar til Manchester City. Með góðum liðstyrk er líklegt að Manchester City komist aftur í bílstjórasætið í baráttunni um enska meistaratitilinn því ekki lítur út fyrir að Liverpool ætli að eyða miklu í nýja leikmenn í sumar. Það er líka almennt talið hjálpa Manchester City, með sína svakalegu breidd, að það verða áfram leyfðar fimm skiptingar á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira