Aftur þykir Boris ruglingslegur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2020 16:05 Boris Johnson skartaði grímu þegar hann heimsótti höfuðstöðvar sjúkraflutninga Lundúna í morgun. ap/Ben Stansall Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. Hann segir að ríkisstjórn sín muni ákveða á næstu dögum hvort þörf verði á því að taka upp grímuskyldu en þangað til verður höfðað til samvisku landsmanna. Breska ríkisútvarpið setur hvatningu Boris Johnson forsætisráðherra í samhengi við dagsgamlar fullyrðingar fjármálaráðherra Bretlands. Michael Gove sagði fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að þvinga Breta til að setja upp grímur fyrir verslunarferðina. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir þessu nýjustu ummæli forsætisráðherrans til þess fallin að valda ruglingi. Það væri ekki í fyrsta sinn sem Johnson og aðrir í stjórnarliðinu þættu senda misvísandi skilaboð í faraldrinum, en síðast um helgina kölluðu þingmenn eftir því að þeir myndu skýra mál sitt. Ræða forsætisráðherrans um afléttingu samkomutakmarkana í maí þótti til að mynda svo ruglingsleg að Matt Lucas úr Little Britain mátti til með að senda frá sér myndbandið hér að neðan, sem horft hefur verið á rúmlega 6 milljón sinnum. pic.twitter.com/k6Sr4Iac15— MATT LUCAS (@RealMattLucas) May 10, 2020 Sem stendur er andlitsgrímuskylda í almenningssamgöngum á Norður-Írlandi, Englandi og Skotlandi auk þess sem Wales-verjar ætla sér að taka upp sömu grímuskyldu 27. júlí. Þá þurfa viðskiptavinir skoskra verslana að bera grímu en ekki kúnnar verslana annars staðar á Bretlandseyjum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til að ganga um með grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli manna. Sú hvatning er þó tiltölulega ný tilkomin, en áður hafði stofnunin sagt að vísindalegar sannannir skorti til að réttlæta grímuskyldu fyrir ósmitaða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Sjá meira
Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. Hann segir að ríkisstjórn sín muni ákveða á næstu dögum hvort þörf verði á því að taka upp grímuskyldu en þangað til verður höfðað til samvisku landsmanna. Breska ríkisútvarpið setur hvatningu Boris Johnson forsætisráðherra í samhengi við dagsgamlar fullyrðingar fjármálaráðherra Bretlands. Michael Gove sagði fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að þvinga Breta til að setja upp grímur fyrir verslunarferðina. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir þessu nýjustu ummæli forsætisráðherrans til þess fallin að valda ruglingi. Það væri ekki í fyrsta sinn sem Johnson og aðrir í stjórnarliðinu þættu senda misvísandi skilaboð í faraldrinum, en síðast um helgina kölluðu þingmenn eftir því að þeir myndu skýra mál sitt. Ræða forsætisráðherrans um afléttingu samkomutakmarkana í maí þótti til að mynda svo ruglingsleg að Matt Lucas úr Little Britain mátti til með að senda frá sér myndbandið hér að neðan, sem horft hefur verið á rúmlega 6 milljón sinnum. pic.twitter.com/k6Sr4Iac15— MATT LUCAS (@RealMattLucas) May 10, 2020 Sem stendur er andlitsgrímuskylda í almenningssamgöngum á Norður-Írlandi, Englandi og Skotlandi auk þess sem Wales-verjar ætla sér að taka upp sömu grímuskyldu 27. júlí. Þá þurfa viðskiptavinir skoskra verslana að bera grímu en ekki kúnnar verslana annars staðar á Bretlandseyjum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til að ganga um með grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli manna. Sú hvatning er þó tiltölulega ný tilkomin, en áður hafði stofnunin sagt að vísindalegar sannannir skorti til að réttlæta grímuskyldu fyrir ósmitaða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Sjá meira