Virgil van Dijk fer „íslensku leiðina“ með treyjunafnið sitt vegna föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 10:00 Virgil van Dijk er með Virgil nafnið aftan á Liverpool keppnistreyju sinni. EPA-EFE/PETER POWELL Glöggir knattspyrnuáhugamenn hafa tekið eftir því að það stendur „Virgil“ en ekki „Van Dijk“ aftan á treyju eins besta leikmanns Englandsmeistara Liverpool. Nær allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru með eftirnafnið sitt á keppnistreyjunni en einn af þeim stóru í deildinni fer aftur á móti aðra leið eða sömu leið og við gerum hér á Íslandi. Nokkrir pirraðir stuðningsmenn Liverpool keyptu sér treyju með „Van Dijk“ aftan á þegar hann var keyptur frá Southampton á sínum tíma en sáu svo hetjuna sína halda á Liverpool treyju með „Virgil“ aftan á. Virgil van Dijk vill nefnilega ekki nota eftirnafnið sitt á Liverpool treyjunni og það er ástæða fyrir því ef marka má viðtal við frænda hans. Devastating 'family feud' that stops Liverpool's Virgil van Dijk having surname on shirt https://t.co/lBYdaLMgjv pic.twitter.com/MQyyAn2z3h— Mirror Football (@MirrorFootball) July 11, 2020 Móðurbróðir Virgil van Dijk heitir Steven Fo Sieeuw og hann sagði Sun söguna á bak við það af hverju hollenski miðvörðurinn vill ekki nota nafn föðurs síns. Faðir Virgil van Dijk yfirgaf fjölskylduna þegar Virgil var aðeins tólf ára gamall og hann hefur ekki enn fyrirgefið hinum það. „Virgil hefur náð ótrúlegum árangri í sínu lífi miðað við það sem hefur gengið á í fjölskyldu hans. Hið sanna er að faðir hans var ekki til staðar á mikilvægum árum í hans lífi og það móðir hans sem er hetjan í þessari sögu,“ sagði Steven Fo Sieeuw. Faðir Virgil van Dijk er Hollendingur en móðir hans er frá Súrínam sem er fyrrum hollensk nýlenda (Hollensku Gvæjana) en nú sjálfstætt ríki á norðausturströnd Suður-Ameríku. Súrínam hlaut fullt sjálfstæði 25. nóvember 1975 en Van Dijk er fæddur árið 1991. „Þú tekur ekki nafn föður þíns af keppnistreyjunni þinni af ástæðulausu og Virgil hefur látið það skýrt í ljós hvernig honum líður,“ sagði Fo Sieeuw. Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Glöggir knattspyrnuáhugamenn hafa tekið eftir því að það stendur „Virgil“ en ekki „Van Dijk“ aftan á treyju eins besta leikmanns Englandsmeistara Liverpool. Nær allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru með eftirnafnið sitt á keppnistreyjunni en einn af þeim stóru í deildinni fer aftur á móti aðra leið eða sömu leið og við gerum hér á Íslandi. Nokkrir pirraðir stuðningsmenn Liverpool keyptu sér treyju með „Van Dijk“ aftan á þegar hann var keyptur frá Southampton á sínum tíma en sáu svo hetjuna sína halda á Liverpool treyju með „Virgil“ aftan á. Virgil van Dijk vill nefnilega ekki nota eftirnafnið sitt á Liverpool treyjunni og það er ástæða fyrir því ef marka má viðtal við frænda hans. Devastating 'family feud' that stops Liverpool's Virgil van Dijk having surname on shirt https://t.co/lBYdaLMgjv pic.twitter.com/MQyyAn2z3h— Mirror Football (@MirrorFootball) July 11, 2020 Móðurbróðir Virgil van Dijk heitir Steven Fo Sieeuw og hann sagði Sun söguna á bak við það af hverju hollenski miðvörðurinn vill ekki nota nafn föðurs síns. Faðir Virgil van Dijk yfirgaf fjölskylduna þegar Virgil var aðeins tólf ára gamall og hann hefur ekki enn fyrirgefið hinum það. „Virgil hefur náð ótrúlegum árangri í sínu lífi miðað við það sem hefur gengið á í fjölskyldu hans. Hið sanna er að faðir hans var ekki til staðar á mikilvægum árum í hans lífi og það móðir hans sem er hetjan í þessari sögu,“ sagði Steven Fo Sieeuw. Faðir Virgil van Dijk er Hollendingur en móðir hans er frá Súrínam sem er fyrrum hollensk nýlenda (Hollensku Gvæjana) en nú sjálfstætt ríki á norðausturströnd Suður-Ameríku. Súrínam hlaut fullt sjálfstæði 25. nóvember 1975 en Van Dijk er fæddur árið 1991. „Þú tekur ekki nafn föður þíns af keppnistreyjunni þinni af ástæðulausu og Virgil hefur látið það skýrt í ljós hvernig honum líður,“ sagði Fo Sieeuw.
Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira