Lögreglumaður á Selfossi missti af fæðingu dóttur sinnar vegna kórónuveirunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2020 20:30 Símon Geirsson, lögreglumaður á Selfossi sem er nú komin í fæðingarorlof en hann missti m.a. af fæðingu dóttur sinnar 27. Júní vegna kórónuveirunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Lögreglumaður á Selfossi segir það hafa verið grautfúlt að hafa misst af fæðingu dóttir sinnar á meðan hann var í fjórtán daga einangrun vegna kórunuveirunnar. Hann missti líka af útskrift sinni úr lögreglunámi við Háskólann á Akureyri. Hjónin Símon Geirsson og Júlíanna S. Andersen búa á Selfossi með börnin sín. Símon á tvö börn úr fyrra sambandi og sömu sögu er að segja um Júlíönnu. Saman eignuðust þau stúlku 27. júní en Símon gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því hann var í einangrun, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum eftir að þeir smituðust af kórónuveirunni eftir samskipti þeirra við Rúmenskan karlmann, sem handtekinn var vegna þjófnaðar á Selfossi. Símon segir ömurlegt að hafa ekki getað verið viðstaddur fæðinguna. „Auðvitað er grautfúlt að missa af fæðingu dóttur sinnar þannig séð en ég er rosalega ánægður með þetta kraftaverk sem ég held á. Að missa af fæðingunni er eitt það skrýtnasta sem ég hef lent í. Nú hef ég tekið þátt í tveimur fæðingum áður og þetta er einstök upplifun, að fá að sjá börnin sín koma í heiminn og fá að klippa á naflastrenginn,“ segir Símon. Símon gat verið í sambandi við eiginkonu sína í gegnum síma og fylgst með fæðingunni þegar hann var staddur í einangrun í sumarbústað vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Júlíanna tekur undir að þetta hafi allt verið mjög sérstakt. „Þetta var náttúrulega rosalega skrýtið, þetta var óraunverulegt en maður sækir styrk annars staðar þegar reynir svona á, við sækjum mikinn styrk í trúna og báðum mikið fyrir þessu,“ segir hún um leið og hún hrósar Símoni fyrir það hvað hann stendur sig vel í föðurhlutverkinu. Nýfædda dóttirin hefur fengið nafnið Helena Heiða. En það er ekki nóg með að Símon hafi misst af fæðingu dóttur sinnar því hann missti líka af útskrift sinni úr lögregluskólanum frá Háskólanum á Akureyri vegna veirunnar. Helena Heiða hefur það gott ásamt systkinum sínum og foreldrum á Selfossi og er dugleg að næra sig hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, ég var komin í búning eitt, hátíðarbúning lögreglumanna og var á leiðinni, rosalega brosmildur og hress og til í þetta,“ rifjar hann upp en þá fékk hann símtal um að hann væri smitaður af kórónuveirunni og þyrfti að fara beint í sóttkví. Hann og tveir lögreglumenn til viðbótar fóru þá saman í 14 daga sóttkví. „Ég fékk að útskrifast, já, já, ég er orðinn lögreglumaður í dag, ég fékk númerið mitt, það er gott,“ segir Símon léttur í bragði. Símon var komin í hátíðarbúning lögreglumanna þegar hann var lagður af stað í útskrift sína frá Háskólanum á Akureyri en honum var snúið við og sagt að hann þyrfti að fara strax í einangrun vegna Covid-19.Einkasafn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Fæðingarorlof Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Lögreglumaður á Selfossi segir það hafa verið grautfúlt að hafa misst af fæðingu dóttir sinnar á meðan hann var í fjórtán daga einangrun vegna kórunuveirunnar. Hann missti líka af útskrift sinni úr lögreglunámi við Háskólann á Akureyri. Hjónin Símon Geirsson og Júlíanna S. Andersen búa á Selfossi með börnin sín. Símon á tvö börn úr fyrra sambandi og sömu sögu er að segja um Júlíönnu. Saman eignuðust þau stúlku 27. júní en Símon gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því hann var í einangrun, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum eftir að þeir smituðust af kórónuveirunni eftir samskipti þeirra við Rúmenskan karlmann, sem handtekinn var vegna þjófnaðar á Selfossi. Símon segir ömurlegt að hafa ekki getað verið viðstaddur fæðinguna. „Auðvitað er grautfúlt að missa af fæðingu dóttur sinnar þannig séð en ég er rosalega ánægður með þetta kraftaverk sem ég held á. Að missa af fæðingunni er eitt það skrýtnasta sem ég hef lent í. Nú hef ég tekið þátt í tveimur fæðingum áður og þetta er einstök upplifun, að fá að sjá börnin sín koma í heiminn og fá að klippa á naflastrenginn,“ segir Símon. Símon gat verið í sambandi við eiginkonu sína í gegnum síma og fylgst með fæðingunni þegar hann var staddur í einangrun í sumarbústað vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Júlíanna tekur undir að þetta hafi allt verið mjög sérstakt. „Þetta var náttúrulega rosalega skrýtið, þetta var óraunverulegt en maður sækir styrk annars staðar þegar reynir svona á, við sækjum mikinn styrk í trúna og báðum mikið fyrir þessu,“ segir hún um leið og hún hrósar Símoni fyrir það hvað hann stendur sig vel í föðurhlutverkinu. Nýfædda dóttirin hefur fengið nafnið Helena Heiða. En það er ekki nóg með að Símon hafi misst af fæðingu dóttur sinnar því hann missti líka af útskrift sinni úr lögregluskólanum frá Háskólanum á Akureyri vegna veirunnar. Helena Heiða hefur það gott ásamt systkinum sínum og foreldrum á Selfossi og er dugleg að næra sig hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, ég var komin í búning eitt, hátíðarbúning lögreglumanna og var á leiðinni, rosalega brosmildur og hress og til í þetta,“ rifjar hann upp en þá fékk hann símtal um að hann væri smitaður af kórónuveirunni og þyrfti að fara beint í sóttkví. Hann og tveir lögreglumenn til viðbótar fóru þá saman í 14 daga sóttkví. „Ég fékk að útskrifast, já, já, ég er orðinn lögreglumaður í dag, ég fékk númerið mitt, það er gott,“ segir Símon léttur í bragði. Símon var komin í hátíðarbúning lögreglumanna þegar hann var lagður af stað í útskrift sína frá Háskólanum á Akureyri en honum var snúið við og sagt að hann þyrfti að fara strax í einangrun vegna Covid-19.Einkasafn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Fæðingarorlof Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira