Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 15:06 Frá Kvennafrídeginum árið 2018. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. Meðaltal atvinnutekna karla á öllum aldri árið 2019 voru 5,8 milljónir króna á ári á meðan meðaltal atvinnutekna kvenna á öllum aldri á sama tímabili voru rúmar fjórar milljónir samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Launamismunurinn var þá um 1,8 milljónir króna á ári milli kynja eða 31 prósent. Meðaltal atvinnutekna kynjanna árin 2018 og 2019. Bæði eru meðalatvinnutekjur allra aldurshópa skoðaðar og svo sérstaklega aldurshóparnir 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára, sem almennt eru tekjuhæstu aldurshóparnir.Hagstofa Íslands/skjáskot Þá var meðaltal heildartekna karla á árinu 7,7 milljónir á ári en rétt rúmar 6 milljónir meðal kvenna. Mismunur á heildartekjum karla og kvenna að meðaltali á ári í fyrra voru því 1,7 milljónir króna eða 21,6 prósent. Heildartekjur hjá körlum á aldrinum 45 til 54 ára um 10,3 milljónir á ári en meðal kvenna í sama aldurshópi voru tekjurnar um 7,8 milljónir á ári. Meðaltöl heildartekna kynjanna áriðn 2018 og 2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Launamunurinn hefur ekki mikið breyst milli ára en árið 2018 mismunur milli kynjanna á atvinnutekjum 1,8 milljónir eins og nú í ár og um 1,6 milljóna króna mismunur á heildartekjum. Konur vinni mikla ólaunaða vinnu fyrir fjölskylduna og samfélagið í heild „Við í femínísku hreyfingunni teljum að þetta séu tölur sem eigi að líta til þegar talað er um launamun kynjanna. Þegar fólk talar um launamun er oftast verið að ræða mun þegar reiknað er út frá klukkustund en þegar heildartekjurnar eru skoðaðar þá birtist munur sem við sjáum ekki í útreiknuðum launamun sem stjórnvöld birta reglulega,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún segir þá sjást að konur vinni að meðaltali færri klukkustundir á mánuði en karlar og því sjáist munur þegar heildartekjurnar eru skoðaðar. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.Aðsend/Carolina Salas Muñoz „Þessi munur kemur auðvitað ekkert til vegna þess að konur eru eitthvað latari en karlar og nenni ekki að vinna eins mikið,“ segir Brynhildur. „Þessi munur á heildartekjum kemur til vegna þess að konur eru að vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu fyrir samfélagið og fyrir fjölskylduna.“ „Það eru þær sem eru að vinna styttri vinnutíma til að sækja börnin í leikskóla og í skóla, til þess að sinna umönnun fjölskyldu og aldraðra. Þess vegna kemur þessi munur til,“ segir Brynhildur. Þá bendir hún á að þessi tekjumunur komi ekki aðeins niður á konum í dag heldur muni hafa áhrif á lífeyrisréttindi þeirra síðar meir. „Konur sem vinna styttri vinnutíma til að vinna alla þessa ólaunuðu vinnu eiga von á lægri lífeyristekjum þegar þær fara á eftirlaun en karlar. Þetta er stórvægilegt vandamál.“ Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. Meðaltal atvinnutekna karla á öllum aldri árið 2019 voru 5,8 milljónir króna á ári á meðan meðaltal atvinnutekna kvenna á öllum aldri á sama tímabili voru rúmar fjórar milljónir samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Launamismunurinn var þá um 1,8 milljónir króna á ári milli kynja eða 31 prósent. Meðaltal atvinnutekna kynjanna árin 2018 og 2019. Bæði eru meðalatvinnutekjur allra aldurshópa skoðaðar og svo sérstaklega aldurshóparnir 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára, sem almennt eru tekjuhæstu aldurshóparnir.Hagstofa Íslands/skjáskot Þá var meðaltal heildartekna karla á árinu 7,7 milljónir á ári en rétt rúmar 6 milljónir meðal kvenna. Mismunur á heildartekjum karla og kvenna að meðaltali á ári í fyrra voru því 1,7 milljónir króna eða 21,6 prósent. Heildartekjur hjá körlum á aldrinum 45 til 54 ára um 10,3 milljónir á ári en meðal kvenna í sama aldurshópi voru tekjurnar um 7,8 milljónir á ári. Meðaltöl heildartekna kynjanna áriðn 2018 og 2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Launamunurinn hefur ekki mikið breyst milli ára en árið 2018 mismunur milli kynjanna á atvinnutekjum 1,8 milljónir eins og nú í ár og um 1,6 milljóna króna mismunur á heildartekjum. Konur vinni mikla ólaunaða vinnu fyrir fjölskylduna og samfélagið í heild „Við í femínísku hreyfingunni teljum að þetta séu tölur sem eigi að líta til þegar talað er um launamun kynjanna. Þegar fólk talar um launamun er oftast verið að ræða mun þegar reiknað er út frá klukkustund en þegar heildartekjurnar eru skoðaðar þá birtist munur sem við sjáum ekki í útreiknuðum launamun sem stjórnvöld birta reglulega,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún segir þá sjást að konur vinni að meðaltali færri klukkustundir á mánuði en karlar og því sjáist munur þegar heildartekjurnar eru skoðaðar. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.Aðsend/Carolina Salas Muñoz „Þessi munur kemur auðvitað ekkert til vegna þess að konur eru eitthvað latari en karlar og nenni ekki að vinna eins mikið,“ segir Brynhildur. „Þessi munur á heildartekjum kemur til vegna þess að konur eru að vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu fyrir samfélagið og fyrir fjölskylduna.“ „Það eru þær sem eru að vinna styttri vinnutíma til að sækja börnin í leikskóla og í skóla, til þess að sinna umönnun fjölskyldu og aldraðra. Þess vegna kemur þessi munur til,“ segir Brynhildur. Þá bendir hún á að þessi tekjumunur komi ekki aðeins niður á konum í dag heldur muni hafa áhrif á lífeyrisréttindi þeirra síðar meir. „Konur sem vinna styttri vinnutíma til að vinna alla þessa ólaunuðu vinnu eiga von á lægri lífeyristekjum þegar þær fara á eftirlaun en karlar. Þetta er stórvægilegt vandamál.“
Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00