Open Gunnar Dan Wiium skrifar 11. júlí 2020 17:00 Í kvöld horfði ég á ástralska þáttaröð á Netflix sem fjallaði um líf ýmissa flóttamanna sem náðu með illum leik að komast til Ástralíu þar sem þau enduðu í flóttamannabúðum víðsvegar um landið. Átakanlegt áhorf satt að segja. Hvernig við mannskepnan getum hreinlega lýst yfir eignarhald á landi og skipt okkur upp í ólíkar þjóðerniseiningar þegar í raun við erum einn og sami maðurinn, aðeins aðgreind á yfirborði í formi litar húðar, tungumáli og guðstrúarbrögðum. Átakanlegt að sjá hvernig formið eða hugmyndafræðin um þjóðernisflokkað mannkyn rýrir okkur manngæsku sem er í raun kjarni mennskunnar í formi samkenndar.Flóttafólk sem í dag telur í um 100 milljónum flýja stríðsátök að ýmsu tagi í von um það sama sem við öllum óttumst að hafa ekki sem og að missa þegar við teljum okkur hafa það - öryggi. Það er í raun það eina sem við þráum, öryggi, algjörlega óháð hvernig við erum á litin, óháð trúarbrögðum, hefðum og menningararfleifð. Það er sem innprentað í gen allra lífvera að vernda afkvæmi sín gegn hvaða gjaldi sem er. Ég sem skrifa myndi til dæmis gefa líf mitt án þess að hika fyrir öryggi dóttir minnar ef þess þyrfti. Svo spurningin er, hvað er til ráða? Ég spurði konuna mína í kvöld hvort hún tryði á hugmyndina um opin landamæri. Hún svaraði því játandi mér til furðu því bara hugmyndin um opin landamæri hljómaði svo brjálaðsleg. Sama gildir um garðinn minn sem er á ógirtri hornlóð í smáíbúðarhverfinu. Er ég reiðubúin að deila með meðbræðrum og systrum af þeim auðæfum sem ég bý við, garðinum mínum inniföldum? Risastórar spurningar sem í raun brjóta niður allan þann efnisveruleika sem ég lifi í sem miðaldra hvítur millistéttar dúsbak. Er ég tilbúin að hleypa ókunnugum inn á heimili mitt. Gefa fólki að borða. Hjálpa fólki að standa upp í samfélagi sem er nýtt fyrir þeim. Er ég tilbúin að þjónusta eða vill ég lifa í afneitun á þann harmleik og þær þjáningar sem við girðum af utan sjónlínu. Girðum af í afkimum því samviska okkar þolir ekki að sjá því gjörðir okkar eru raun ef rýnt er gegn betri vitund. Innst inni vitum við að reglurnar eru fáránlegar. Innst inni vitum við að landið tilheyrir engum og öllum á sama tíma. Flóttamaðurinn á landið alveg eins og sá sem fæddist þar. Við forðumst augnsamband við þann sem dregur á eftir sér stútfullt barnavagnarstell af dósum á leið sinni í endurvinnsluna. Hann er í augum formsins stéttar og landlaus en augun ljúga ekki. Hann er bróðir minn. Hann er sonur minn og faðir. Er kannski þetta ekki bara kannski orðið gott spyr ég? Er ekki bara komin tími á breytingar sem kalla á skref inní óvissuna? Skref sem þarfnast ekki nefnda og rýnihópa, heldur bara skref út frá ákvörðun byggða á ljósi. Við vitum ekkert hvort eð er, við erum svo algjörlega vanmáttug fyrir og við finnum það ef við bara stoppum í augnablik og drögum andan. Hvernig væri bara að opna fyrir allt og sjá hvað gerist. Það verður allavega ekki verra, við erum hvort eð er algjörlega alveg lost í eins og staðan er í dag. Lost og skíthrædd við framtíðina því núvitundin er rofin og ómöguleg. Ástæðan fyrir því er ótti sem orsakast af óuppgerðri fortíð og ranghugmyndinni um ég á kostnað við. Ég sem yfirleitt skilgreini mig sem afstöðuleysingja í málum lýsi því hér með yfir að ég tek afstöðu með opnu ógirtu landsvæði sem tilheyrir öllum og öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í kvöld horfði ég á ástralska þáttaröð á Netflix sem fjallaði um líf ýmissa flóttamanna sem náðu með illum leik að komast til Ástralíu þar sem þau enduðu í flóttamannabúðum víðsvegar um landið. Átakanlegt áhorf satt að segja. Hvernig við mannskepnan getum hreinlega lýst yfir eignarhald á landi og skipt okkur upp í ólíkar þjóðerniseiningar þegar í raun við erum einn og sami maðurinn, aðeins aðgreind á yfirborði í formi litar húðar, tungumáli og guðstrúarbrögðum. Átakanlegt að sjá hvernig formið eða hugmyndafræðin um þjóðernisflokkað mannkyn rýrir okkur manngæsku sem er í raun kjarni mennskunnar í formi samkenndar.Flóttafólk sem í dag telur í um 100 milljónum flýja stríðsátök að ýmsu tagi í von um það sama sem við öllum óttumst að hafa ekki sem og að missa þegar við teljum okkur hafa það - öryggi. Það er í raun það eina sem við þráum, öryggi, algjörlega óháð hvernig við erum á litin, óháð trúarbrögðum, hefðum og menningararfleifð. Það er sem innprentað í gen allra lífvera að vernda afkvæmi sín gegn hvaða gjaldi sem er. Ég sem skrifa myndi til dæmis gefa líf mitt án þess að hika fyrir öryggi dóttir minnar ef þess þyrfti. Svo spurningin er, hvað er til ráða? Ég spurði konuna mína í kvöld hvort hún tryði á hugmyndina um opin landamæri. Hún svaraði því játandi mér til furðu því bara hugmyndin um opin landamæri hljómaði svo brjálaðsleg. Sama gildir um garðinn minn sem er á ógirtri hornlóð í smáíbúðarhverfinu. Er ég reiðubúin að deila með meðbræðrum og systrum af þeim auðæfum sem ég bý við, garðinum mínum inniföldum? Risastórar spurningar sem í raun brjóta niður allan þann efnisveruleika sem ég lifi í sem miðaldra hvítur millistéttar dúsbak. Er ég tilbúin að hleypa ókunnugum inn á heimili mitt. Gefa fólki að borða. Hjálpa fólki að standa upp í samfélagi sem er nýtt fyrir þeim. Er ég tilbúin að þjónusta eða vill ég lifa í afneitun á þann harmleik og þær þjáningar sem við girðum af utan sjónlínu. Girðum af í afkimum því samviska okkar þolir ekki að sjá því gjörðir okkar eru raun ef rýnt er gegn betri vitund. Innst inni vitum við að reglurnar eru fáránlegar. Innst inni vitum við að landið tilheyrir engum og öllum á sama tíma. Flóttamaðurinn á landið alveg eins og sá sem fæddist þar. Við forðumst augnsamband við þann sem dregur á eftir sér stútfullt barnavagnarstell af dósum á leið sinni í endurvinnsluna. Hann er í augum formsins stéttar og landlaus en augun ljúga ekki. Hann er bróðir minn. Hann er sonur minn og faðir. Er kannski þetta ekki bara kannski orðið gott spyr ég? Er ekki bara komin tími á breytingar sem kalla á skref inní óvissuna? Skref sem þarfnast ekki nefnda og rýnihópa, heldur bara skref út frá ákvörðun byggða á ljósi. Við vitum ekkert hvort eð er, við erum svo algjörlega vanmáttug fyrir og við finnum það ef við bara stoppum í augnablik og drögum andan. Hvernig væri bara að opna fyrir allt og sjá hvað gerist. Það verður allavega ekki verra, við erum hvort eð er algjörlega alveg lost í eins og staðan er í dag. Lost og skíthrædd við framtíðina því núvitundin er rofin og ómöguleg. Ástæðan fyrir því er ótti sem orsakast af óuppgerðri fortíð og ranghugmyndinni um ég á kostnað við. Ég sem yfirleitt skilgreini mig sem afstöðuleysingja í málum lýsi því hér með yfir að ég tek afstöðu með opnu ógirtu landsvæði sem tilheyrir öllum og öllu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar