Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 22:23 Orsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum frá iðnbyltingu, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Hlýnunin nemur þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun náð allt að 4-5°C fyrir lok aldarinnar. AP/Michael Probst Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Aðalmarkmiðið sem ríki heims sömdu um í París árið 2015 var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nægilega til að hnattræn hlýnun yrði ekki meiri en tvær gráður á þessari öld. Láglend Kyrrahafsríki sem standa frammi fyrir aðsteðjandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávars komu því hins vegar til leiðar að kveðið var á um að stefnt skyldi að því að takmarka hlýnunina við 1,5°C ef þess væri nokkur kostur. Nú segir WMO að fimmtungslíkur séu á því að farið verði fram úr þessu metnaðarfyllra markmiði að minnsta kosti eitt ár á milli 2020 og 2024. Meðalhiti jarðar er nú þegar um einni gráðu hærri en frá 1850 til 1900 vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. „Þetta sýnir hversu nálægt við erum því sem Parísarsamkomulagið reynir að koma í veg fyrir,“ segir Maxx Dilley, forstöðumaður loftslagsmála hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Um 70% líkur eru sagðar á að hlýnunin nái 1,5°C í að minnsta kosti einn mánuð á næstu fimm árum. Stofnunin spáir því að meðalhiti næstu ára verði á bilinu 0,91 til 1,59 gráðum hærri en fyrir iðnbyltingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Spáin byggir á loftslagslíkönunum sem breska veðurstofan hefur haldið utan um og hafa gefið góða raun í að segja fyrir um breytingar á loftslagi jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist verulega saman vegna rasakana á mannlegu samfélagi í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki er tekið tillit til áhrifa þess samdráttar í loftslagslíkönunum en sérfræðingar telja að hann verði skammlífur og áhrif hans hverfandi til lengri tíma litið. Dilley útilokar ekki algerlega að ríki heims nái markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 eða 2°C fyrir lok aldarinnar. Allar tafir á aðgerðum þýði aftur á móti að minni tími sé til stefnu að snúa þróuninni við og takmarka hlýnunina. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi öfgakenndara veðurfar, versnandi hitabylgjur, þurrkar og flóð. Þá eru mannabyggðir við strendur í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er tilkomin af völdum bráðnunar íss á landi og varmaútþenslu. Loftslagsmál Vísindi Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38 Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Aðalmarkmiðið sem ríki heims sömdu um í París árið 2015 var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nægilega til að hnattræn hlýnun yrði ekki meiri en tvær gráður á þessari öld. Láglend Kyrrahafsríki sem standa frammi fyrir aðsteðjandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávars komu því hins vegar til leiðar að kveðið var á um að stefnt skyldi að því að takmarka hlýnunina við 1,5°C ef þess væri nokkur kostur. Nú segir WMO að fimmtungslíkur séu á því að farið verði fram úr þessu metnaðarfyllra markmiði að minnsta kosti eitt ár á milli 2020 og 2024. Meðalhiti jarðar er nú þegar um einni gráðu hærri en frá 1850 til 1900 vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. „Þetta sýnir hversu nálægt við erum því sem Parísarsamkomulagið reynir að koma í veg fyrir,“ segir Maxx Dilley, forstöðumaður loftslagsmála hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Um 70% líkur eru sagðar á að hlýnunin nái 1,5°C í að minnsta kosti einn mánuð á næstu fimm árum. Stofnunin spáir því að meðalhiti næstu ára verði á bilinu 0,91 til 1,59 gráðum hærri en fyrir iðnbyltingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Spáin byggir á loftslagslíkönunum sem breska veðurstofan hefur haldið utan um og hafa gefið góða raun í að segja fyrir um breytingar á loftslagi jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist verulega saman vegna rasakana á mannlegu samfélagi í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki er tekið tillit til áhrifa þess samdráttar í loftslagslíkönunum en sérfræðingar telja að hann verði skammlífur og áhrif hans hverfandi til lengri tíma litið. Dilley útilokar ekki algerlega að ríki heims nái markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 eða 2°C fyrir lok aldarinnar. Allar tafir á aðgerðum þýði aftur á móti að minni tími sé til stefnu að snúa þróuninni við og takmarka hlýnunina. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi öfgakenndara veðurfar, versnandi hitabylgjur, þurrkar og flóð. Þá eru mannabyggðir við strendur í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er tilkomin af völdum bráðnunar íss á landi og varmaútþenslu.
Loftslagsmál Vísindi Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38 Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38
Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54